Ronaldinho fékk magnaða kveðju frá Messi í afmælisgjöf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2020 16:00 Lionel Messi og Ronaldinho fagna marki saman þegar þeir léku hlið við hlið hjá Barcelona. Messi fékk ekki tíuna fyrr en Ronaldinho fór frá félaginu. Getty/Denis Doyle Ronaldinho hélt upp á fertugsafmælið sitt um helgina og fékk örugglega ekki margar betri afmæliskveðjur en þá sem kom frá besta knattspyrnumanni heims. Messi fékk Gullhnöttinn í sjötta sinn í byrjun desember en síðasti leikmaður Barcelona á undan honum til að fá þessi virtu Ballon d'Or verðlaun France Football var Ronaldinho árið 2005. Þegar Lionel Messi var að alast upp í La Masia knattspyrn akademíunni þá var Ronaldinho kóngurinn í Barcelona. Ronaldinho lék með liðinu frá 2003 til 2008. Ronaldinho situr nú í fangelsi í Paragvæ fyrir að reyna að ferðast með falsað vegabréf en það breytti ekki því að hann fékk afmæliskveðjur víðs vegar að úr heiminum. ?? I don't consider myself the greatest player in Barca s history because I know it's Ronaldinho. I still remember that he was the one who assisted my first ever Barcelona goal. He wasn't passing the ball, he was passing the torch to me."- Lionel Messipic.twitter.com/BpoZxvk3Jy— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 22, 2020 Virðing Messi fyrir Ronaldinho hefur ekkert minnkað þrátt fyrir að Messi hafi síðan komist mun hærra og lengra á sínum ferli heldur en Brasilíumaðurinn. Það má sjá á afmæliskveðju hans hér fyrir ofan. „Ég lít ekki á mig sem besta leikmanninn í sögu Barcelona af því að ég veit að það er Ronaldinho. Ég man vel eftir því að það var hann sem lagði upp fyrsta markið mitt fyrir Barcelona. Hann var ekki aðeins að gefa á mig boltann heldur var ég líka að taka við kyndlinum frá honum,“ skrifaði Lionel Messi. Markið sem um ræðir kom í leik á móti Albacete 1. maí 2005. Hann var þá sá yngsti sem hafði skorað fyrir aðallið Barcelona. Messi og Ronaldinho voru liðsfélagar í þrjú ár en þegar Ronaldinho fór frá félaginu þá fór Messi fyrst að blómstra. Lionel Messi hefur síðan orðið langmarkahæsti leikmaður félagsins og er nú kominn með yfir 600 mörk fyrir félagið. Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Sjá meira
Ronaldinho hélt upp á fertugsafmælið sitt um helgina og fékk örugglega ekki margar betri afmæliskveðjur en þá sem kom frá besta knattspyrnumanni heims. Messi fékk Gullhnöttinn í sjötta sinn í byrjun desember en síðasti leikmaður Barcelona á undan honum til að fá þessi virtu Ballon d'Or verðlaun France Football var Ronaldinho árið 2005. Þegar Lionel Messi var að alast upp í La Masia knattspyrn akademíunni þá var Ronaldinho kóngurinn í Barcelona. Ronaldinho lék með liðinu frá 2003 til 2008. Ronaldinho situr nú í fangelsi í Paragvæ fyrir að reyna að ferðast með falsað vegabréf en það breytti ekki því að hann fékk afmæliskveðjur víðs vegar að úr heiminum. ?? I don't consider myself the greatest player in Barca s history because I know it's Ronaldinho. I still remember that he was the one who assisted my first ever Barcelona goal. He wasn't passing the ball, he was passing the torch to me."- Lionel Messipic.twitter.com/BpoZxvk3Jy— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 22, 2020 Virðing Messi fyrir Ronaldinho hefur ekkert minnkað þrátt fyrir að Messi hafi síðan komist mun hærra og lengra á sínum ferli heldur en Brasilíumaðurinn. Það má sjá á afmæliskveðju hans hér fyrir ofan. „Ég lít ekki á mig sem besta leikmanninn í sögu Barcelona af því að ég veit að það er Ronaldinho. Ég man vel eftir því að það var hann sem lagði upp fyrsta markið mitt fyrir Barcelona. Hann var ekki aðeins að gefa á mig boltann heldur var ég líka að taka við kyndlinum frá honum,“ skrifaði Lionel Messi. Markið sem um ræðir kom í leik á móti Albacete 1. maí 2005. Hann var þá sá yngsti sem hafði skorað fyrir aðallið Barcelona. Messi og Ronaldinho voru liðsfélagar í þrjú ár en þegar Ronaldinho fór frá félaginu þá fór Messi fyrst að blómstra. Lionel Messi hefur síðan orðið langmarkahæsti leikmaður félagsins og er nú kominn með yfir 600 mörk fyrir félagið.
Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Sjá meira