Á annan tug slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í sóttkví Eiður Þór Árnason skrifar 22. mars 2020 15:22 Ef ástandið versnar er ljóst að það þarf að grípa til frekari ráðstafana til að geta haldið uppi sjúkraflutningum. Vísir/vilhelm Vel á annan tug slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu eru í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Þetta staðfestir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri í samtali við Vísi. Hluti þeirra er allur mannskapurinn sem skipaði eina vakt á tiltekinni stöð en hver vakt dreifist á fjórar slökkviliðsstöðvar. Sá átta manna hópur var sendur í sóttkví eftir að einn þeirra greindist með kórónuveirusmit. Að sögn Birgis hefur annað fólk verið kallað út á aukavaktir í stað þeirra og ætti þetta ekki að hafa veigamikil áhrif á sjúkraflutninga eða önnur störf slökkviliðsins. Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Jóhann Birgir segist ekki vera með nákvæman fjölda á hreinu en telur að tala þeirra slökkviliðsmanna sem séu í sóttkví slagi í hátt á annan tug, allir í útkallsliði. Flestir hafi farið í sóttkví í kjölfar ferðalags erlendis eða vegna fjölskyldu. Hluti þessa hóps er þó byrjaður að snúa aftur til vinnu. Að sögn Birgis hefur verið gripið til ráðstafanna vegna þessa og var undirbúningur byrjaður áður en þetta átti sér stað. „Við erum búnir að skipta okkar liði enn meira upp, þannig núna erum við ekki bara á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Það eru færri saman og það gerum við svo ef upp kemur smit eða mögulegt smit þá er það minni hópur.“ Ef ástandið versnar er þó ljóst að það þurfi að grípa til frekari ráðstafana til að geta haldið uppi sjúkraflutningum. Birgir segir mikið álag hafa verið á sjúkraflutningum að undanförnu, sérstaklega í ljósi þess að útköll þar sem grunur er um smit taki lengri tíma og þarfnast mikils viðbúnaðs. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Slökkvilið Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Vel á annan tug slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu eru í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Þetta staðfestir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri í samtali við Vísi. Hluti þeirra er allur mannskapurinn sem skipaði eina vakt á tiltekinni stöð en hver vakt dreifist á fjórar slökkviliðsstöðvar. Sá átta manna hópur var sendur í sóttkví eftir að einn þeirra greindist með kórónuveirusmit. Að sögn Birgis hefur annað fólk verið kallað út á aukavaktir í stað þeirra og ætti þetta ekki að hafa veigamikil áhrif á sjúkraflutninga eða önnur störf slökkviliðsins. Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Jóhann Birgir segist ekki vera með nákvæman fjölda á hreinu en telur að tala þeirra slökkviliðsmanna sem séu í sóttkví slagi í hátt á annan tug, allir í útkallsliði. Flestir hafi farið í sóttkví í kjölfar ferðalags erlendis eða vegna fjölskyldu. Hluti þessa hóps er þó byrjaður að snúa aftur til vinnu. Að sögn Birgis hefur verið gripið til ráðstafanna vegna þessa og var undirbúningur byrjaður áður en þetta átti sér stað. „Við erum búnir að skipta okkar liði enn meira upp, þannig núna erum við ekki bara á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Það eru færri saman og það gerum við svo ef upp kemur smit eða mögulegt smit þá er það minni hópur.“ Ef ástandið versnar er þó ljóst að það þurfi að grípa til frekari ráðstafana til að geta haldið uppi sjúkraflutningum. Birgir segir mikið álag hafa verið á sjúkraflutningum að undanförnu, sérstaklega í ljósi þess að útköll þar sem grunur er um smit taki lengri tíma og þarfnast mikils viðbúnaðs. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Slökkvilið Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira