Innlent

Kynna fjölþættar aðgerðir stjórnvalda í Hörpu á morgun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun kynna aðgerðir stjórnvalda á fundinum.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun kynna aðgerðir stjórnvalda á fundinum. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, boða til blaðamannafundar í Norðurljósum í Hörpu á morgun, laugardaginn 21. mars kl. 13:00. 

Fundinum verður streymt á vefsíðu Stjórnarráðsins og hann verður táknmálstúlkaður. Streymið verður aðgengilegt á Vísi.

Í fundarboðinu kemur ekki fram hvert efni fundarins er. Ljóst er þó að til umfjöllunar eru fjölþættar aðgerðir stjórnvalda upp á um níutíu milljarða króna sem eru viðbrögð vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar hér á landi.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði í Bítinu í vikunni að von væri á því að ríkissjóður yrði rekinn með 100 milljarða króna halla á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×