Leikmenn í La Liga keppa í FIFA leiknum á PlayStation Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2020 16:30 Sergi Roberto keppir fyrir hönd Barcelona og mun örugglega reyna að nýta sér tölvuútgáfuna af Lionel Messi. Getty/Xavier Bonilla Spænska deildin hefur nú fundið leið til að halda keppni, safna pening fyrir hjálparsamtök og hjálpa um leið aðdáendum liðanna að fá smá fótbolta glaðning á erfiðum tímum. Einn leikmaður frá hverju liði í spænsku deildinni mun taka þátt í nýrri keppni í FIFA leiknum á PlayStation en hún er sett á laggirnar í fjáröflunarskyni fyrir heilbrigðiskerfið á Spáni. Marco Asensio, Sergi Roberto og Adnan Januzaj eru meðal þekktra knattspyrnumanna sem taka þátt í þessari keppni. Keppnin um spænska meistaratitil LA Liga félaganna í FIFA leiknum á PlayStation mun fara fram í dag, á morgun og á sunnudaginn. Tuttugu lið eiga sinn fulltrúa og á sunnudaginn mun síðan standa upp einn sigurvegari í keppninni. Það voru margir leikmenn sem vildu keppa fyrir hönd síns félags og þurftu Real Madrid mennirnir Thibaut Courtois, Marco Asensio og Dani Carvajal þannig að fara í undankeppni til að finna út hver kæmi fram fyrir hönd Real Madrid í þessari keppni. Keppnin verður í beinni á netinu og þekktir íþróttalýsendur á Spáni munu hjálpa til að lífga upp á keppnina fyrir áhorfendur. Það má segja að þessi hugmynd hafi fæðst þegar Borja Iglesias hjá Real Betis og Sergio Reguilón hjá Sevilla kepptu við hvorn annan á netinu á sunnudaginn var. Llanos sendi leikinn út og um 62 þúsund manns horfðu. Jose Martinez @marcoasensio10 @adnanjanuzaj @marcosllorente @SergiRoberto10 There's no football right now, but ALL 20 clubs will compete in the #LaLigaSantanderChallenge with @IbaiLlanos! Action starts tomorrow at 7pm CET. — LaLiga English (@LaLigaEN) March 19, 2020 Real Betis vann leikinn 6-5 og Borja Iglesias sá til þess að tölvuútgáfan af honum sjálfum skoraði þrennu í leiknum. La Liga fór í kjölfarið af stað og náði að skipuleggja sína eigin keppni með öllum liðum deildarinnar. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta kemur út en það má um leið búast við fleiri slíkum landskeppnum og jafnvel Evrópukeppnum á næstunni á meðan fótboltamenn mega ekki spila fótbolta. Spænski boltinn Rafíþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjá meira
Spænska deildin hefur nú fundið leið til að halda keppni, safna pening fyrir hjálparsamtök og hjálpa um leið aðdáendum liðanna að fá smá fótbolta glaðning á erfiðum tímum. Einn leikmaður frá hverju liði í spænsku deildinni mun taka þátt í nýrri keppni í FIFA leiknum á PlayStation en hún er sett á laggirnar í fjáröflunarskyni fyrir heilbrigðiskerfið á Spáni. Marco Asensio, Sergi Roberto og Adnan Januzaj eru meðal þekktra knattspyrnumanna sem taka þátt í þessari keppni. Keppnin um spænska meistaratitil LA Liga félaganna í FIFA leiknum á PlayStation mun fara fram í dag, á morgun og á sunnudaginn. Tuttugu lið eiga sinn fulltrúa og á sunnudaginn mun síðan standa upp einn sigurvegari í keppninni. Það voru margir leikmenn sem vildu keppa fyrir hönd síns félags og þurftu Real Madrid mennirnir Thibaut Courtois, Marco Asensio og Dani Carvajal þannig að fara í undankeppni til að finna út hver kæmi fram fyrir hönd Real Madrid í þessari keppni. Keppnin verður í beinni á netinu og þekktir íþróttalýsendur á Spáni munu hjálpa til að lífga upp á keppnina fyrir áhorfendur. Það má segja að þessi hugmynd hafi fæðst þegar Borja Iglesias hjá Real Betis og Sergio Reguilón hjá Sevilla kepptu við hvorn annan á netinu á sunnudaginn var. Llanos sendi leikinn út og um 62 þúsund manns horfðu. Jose Martinez @marcoasensio10 @adnanjanuzaj @marcosllorente @SergiRoberto10 There's no football right now, but ALL 20 clubs will compete in the #LaLigaSantanderChallenge with @IbaiLlanos! Action starts tomorrow at 7pm CET. — LaLiga English (@LaLigaEN) March 19, 2020 Real Betis vann leikinn 6-5 og Borja Iglesias sá til þess að tölvuútgáfan af honum sjálfum skoraði þrennu í leiknum. La Liga fór í kjölfarið af stað og náði að skipuleggja sína eigin keppni með öllum liðum deildarinnar. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta kemur út en það má um leið búast við fleiri slíkum landskeppnum og jafnvel Evrópukeppnum á næstunni á meðan fótboltamenn mega ekki spila fótbolta.
Spænski boltinn Rafíþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjá meira