Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2020 18:15 Ítalskur lögreglumaður gætir inngangs að hersjúkrahúsi nærri Mílanó. Vísir/EPA Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu, þar af 427 síðasta sólarhringinn. Dauðsföllum fækkaði engu að síður lítillega á milli daga. Um 3.245 manns hafa látið lífið í Kína frá því að veiran greindist fyrst þar í desember. Faraldurinn lét fyrst á sér kræla á norðanverðri Ítalíu 21. febrúar. Síðan þá hafa rúmlega 41.000 manns greinst með veiruna á Ítalíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tæplega 2.500 manns eru í gjörgæslu. Ítalskt þjóðlíf liggur í lamasessi vegna faraldursins. Nærri öllum landsmönnum er sagt að halda sig heima við og verður útgöngubannið áfram í gildi eftir að því átti upphaflega að ljúka í næstu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Svo alvarlegt er ástandið í borginni Bergamo í Langbarðalandi sem hefur orðið einna verst út í faraldinum að herinn hefur verið kallaður út til að flytja lík þeirra sem hafa látist til brennslu. Í Kína greindust engin ný innanlandssmit í gær og var það í fyrsta skipti sem það gerist frá því að faraldurinn braust út. Hins vegar greindust 34 sem höfðu nýlega snúið heim til Kína eftir dvöl erlendis. BBC setur þann fyrirvara við að ýmsar spurningar hafi verið uppi um hversu áreiðanlegar tölur frá kínverskum stjórnvöldum eru. Ítalía Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. 19. mars 2020 14:20 Engin ný innanlandssmit í Kína síðasta sólarhringinn Fréttirnar marka þónokkur tímamót, en þetta er í fyrsta sinn frá því að greint var frá útbreiðslu veirunnar í desember sem ekki eru skráð nein ný innanlandsmit. 19. mars 2020 06:30 Íbúar á Ítalíu lýsa ástandinu sem skelfilegu: Fjöldajarðarfarir og hinstu skilaboð gegnum snjalltæki Ítölsk kona segir að vinir sínir sem starfa á spítölum hafi þurft að taka upp hinstu skilaboð frá deyjandi fólki í einangrun til ættingja sem var bannað að koma vegna Covid-19 sjúkdómsins. Íslensk kona búsett í Bergamo segir lækna hafa þurft að velja hverjir fái að lifa. 18. mars 2020 18:30 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Sjá meira
Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu, þar af 427 síðasta sólarhringinn. Dauðsföllum fækkaði engu að síður lítillega á milli daga. Um 3.245 manns hafa látið lífið í Kína frá því að veiran greindist fyrst þar í desember. Faraldurinn lét fyrst á sér kræla á norðanverðri Ítalíu 21. febrúar. Síðan þá hafa rúmlega 41.000 manns greinst með veiruna á Ítalíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tæplega 2.500 manns eru í gjörgæslu. Ítalskt þjóðlíf liggur í lamasessi vegna faraldursins. Nærri öllum landsmönnum er sagt að halda sig heima við og verður útgöngubannið áfram í gildi eftir að því átti upphaflega að ljúka í næstu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Svo alvarlegt er ástandið í borginni Bergamo í Langbarðalandi sem hefur orðið einna verst út í faraldinum að herinn hefur verið kallaður út til að flytja lík þeirra sem hafa látist til brennslu. Í Kína greindust engin ný innanlandssmit í gær og var það í fyrsta skipti sem það gerist frá því að faraldurinn braust út. Hins vegar greindust 34 sem höfðu nýlega snúið heim til Kína eftir dvöl erlendis. BBC setur þann fyrirvara við að ýmsar spurningar hafi verið uppi um hversu áreiðanlegar tölur frá kínverskum stjórnvöldum eru.
Ítalía Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. 19. mars 2020 14:20 Engin ný innanlandssmit í Kína síðasta sólarhringinn Fréttirnar marka þónokkur tímamót, en þetta er í fyrsta sinn frá því að greint var frá útbreiðslu veirunnar í desember sem ekki eru skráð nein ný innanlandsmit. 19. mars 2020 06:30 Íbúar á Ítalíu lýsa ástandinu sem skelfilegu: Fjöldajarðarfarir og hinstu skilaboð gegnum snjalltæki Ítölsk kona segir að vinir sínir sem starfa á spítölum hafi þurft að taka upp hinstu skilaboð frá deyjandi fólki í einangrun til ættingja sem var bannað að koma vegna Covid-19 sjúkdómsins. Íslensk kona búsett í Bergamo segir lækna hafa þurft að velja hverjir fái að lifa. 18. mars 2020 18:30 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Sjá meira
Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. 19. mars 2020 14:20
Engin ný innanlandssmit í Kína síðasta sólarhringinn Fréttirnar marka þónokkur tímamót, en þetta er í fyrsta sinn frá því að greint var frá útbreiðslu veirunnar í desember sem ekki eru skráð nein ný innanlandsmit. 19. mars 2020 06:30
Íbúar á Ítalíu lýsa ástandinu sem skelfilegu: Fjöldajarðarfarir og hinstu skilaboð gegnum snjalltæki Ítölsk kona segir að vinir sínir sem starfa á spítölum hafi þurft að taka upp hinstu skilaboð frá deyjandi fólki í einangrun til ættingja sem var bannað að koma vegna Covid-19 sjúkdómsins. Íslensk kona búsett í Bergamo segir lækna hafa þurft að velja hverjir fái að lifa. 18. mars 2020 18:30