Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2020 14:20 Framleiðendur líkkista á Ítalíui hafa átt erfitt með að útvega nægjanlega margar kistur á undanförnum dögum. Vísir/EPA Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. Heilt yfir nálgast fjöldi látinna á heimsvísu tíu þúsund. Þar af dóu minnst 3.249 í Kína og hafa Ítalir staðfest 2.978 dauðsföll vegna Covid-19. Samkvæmt talningu John Hopkins háskólans í Bandaríkjunum hafa greinst 222.542 smit á heimsvísu og þar af hafa 84.506 náð sér. Minnst 9.115 hafa dáið. Frá 15. mars hafa um 350 manns dáið á hverjum degi á Ítalíu, að meðaltali. Því er líklegt að Ítalía, þar sem um 60 milljónir búa, taki fram úr Kína, þar sem um 1,4 milljarðar manna búa, seinna í dag. Sjá einnig: Fjöldajarðarfarir og hinstu skilaboð gegnum snjalltæki Sameinuðu þjóðirnar og yfirvöld Ítalíu segja stóra ástæðu þessa vera hve hár meðalaldur þjóðarinnar er. Ítalía er þar í öðru sæti á heimsvísu, á eftir Japan, og um 87 prósent þeirra sem hafa dáið á Ítalíu voru eldri en sjötugt. Sjá einnig: Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álagi Ástandið er sérstaklega slæmt í bænum Bergamo. Þar hefur herinn þurft að grípa inn í flytja lík frá bænum til brennslu. Um sextíu lík voru flutt í gærkvöldi. Líkbrennslan í Bergamo getur sinnt um 25 líkum á dag, sé hún starfrækt allan sólarhringinn, samkvæmt frétt Corriere Della Sera. #Italy: Military trucks Were spotted in Bergamo, LomardyAllegedly the Italian Army was transporting coffins of the dead to other towns through these Trucks The death toll in Italy has reached 2,978 and is predicted to go far more Worst then China #Coronavirus #COVID19 pic.twitter.com/V9yRAdbZ0a— Wars on the Brink (current focus coronavirus) (@WarsontheBrink) March 19, 2020 Á Ítalíu hefur ættingjum og vinum þeirra sem dáið hafa verið meinað að fylgja hinum látnu til grafar og hefur fjöldi hina látnu leitt til þess að framleiðendur líkkista hafa átt erfitt með að útvega þær sem þarf. Þá hafa sjúkrahús tekið upp nýjar starfsreglur varðandi meðferð líka og á nú að setja látið fólk í kistur án þess að klæða þau, vegna smithættu. Í frétt Guardian er sögð saga 88 ára manns sem dó í gær. Sá hafði verið með hita í nokkra daga og hafði ekki reynst hægt að hringja á sjúkrabíl, því það hafði alltaf verið á tali hjá Neyðarlínunni. Klukkutíma eftir að hann dó kom sjúkrabíll en engar líkkistur voru til og skildu sjúkraflutningamenn manninn því eftir í herbergi hans þar til hægt var að finna kistu. Ættingjum hans var ekki hleypt inn til líksins til að undirbúa hann fyrir jarðarför. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. Heilt yfir nálgast fjöldi látinna á heimsvísu tíu þúsund. Þar af dóu minnst 3.249 í Kína og hafa Ítalir staðfest 2.978 dauðsföll vegna Covid-19. Samkvæmt talningu John Hopkins háskólans í Bandaríkjunum hafa greinst 222.542 smit á heimsvísu og þar af hafa 84.506 náð sér. Minnst 9.115 hafa dáið. Frá 15. mars hafa um 350 manns dáið á hverjum degi á Ítalíu, að meðaltali. Því er líklegt að Ítalía, þar sem um 60 milljónir búa, taki fram úr Kína, þar sem um 1,4 milljarðar manna búa, seinna í dag. Sjá einnig: Fjöldajarðarfarir og hinstu skilaboð gegnum snjalltæki Sameinuðu þjóðirnar og yfirvöld Ítalíu segja stóra ástæðu þessa vera hve hár meðalaldur þjóðarinnar er. Ítalía er þar í öðru sæti á heimsvísu, á eftir Japan, og um 87 prósent þeirra sem hafa dáið á Ítalíu voru eldri en sjötugt. Sjá einnig: Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álagi Ástandið er sérstaklega slæmt í bænum Bergamo. Þar hefur herinn þurft að grípa inn í flytja lík frá bænum til brennslu. Um sextíu lík voru flutt í gærkvöldi. Líkbrennslan í Bergamo getur sinnt um 25 líkum á dag, sé hún starfrækt allan sólarhringinn, samkvæmt frétt Corriere Della Sera. #Italy: Military trucks Were spotted in Bergamo, LomardyAllegedly the Italian Army was transporting coffins of the dead to other towns through these Trucks The death toll in Italy has reached 2,978 and is predicted to go far more Worst then China #Coronavirus #COVID19 pic.twitter.com/V9yRAdbZ0a— Wars on the Brink (current focus coronavirus) (@WarsontheBrink) March 19, 2020 Á Ítalíu hefur ættingjum og vinum þeirra sem dáið hafa verið meinað að fylgja hinum látnu til grafar og hefur fjöldi hina látnu leitt til þess að framleiðendur líkkista hafa átt erfitt með að útvega þær sem þarf. Þá hafa sjúkrahús tekið upp nýjar starfsreglur varðandi meðferð líka og á nú að setja látið fólk í kistur án þess að klæða þau, vegna smithættu. Í frétt Guardian er sögð saga 88 ára manns sem dó í gær. Sá hafði verið með hita í nokkra daga og hafði ekki reynst hægt að hringja á sjúkrabíl, því það hafði alltaf verið á tali hjá Neyðarlínunni. Klukkutíma eftir að hann dó kom sjúkrabíll en engar líkkistur voru til og skildu sjúkraflutningamenn manninn því eftir í herbergi hans þar til hægt var að finna kistu. Ættingjum hans var ekki hleypt inn til líksins til að undirbúa hann fyrir jarðarför.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent