Róbert Daði Íslandsmeistari í eFótbolta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2020 19:15 Róbert Daði, Fylki, varð í dag Íslandsmeistari í eFótbolta. Vísir/KSÍ Róbert Daði Sigurþórsson, Fylki, varð í dag fyrsti Íslandsmeistarinn í eFótbolta eftir nokkuð öruggan 4-2 sigur á Aroni Þormari Lárussyni, einnig Fylki, í úrslitaleik keppninnar. Róbert Daði er vel að titlinum kominn en hann vann Tind Örvar Örvarsson, Elliða, samanlagt 7-0 í undanúrslitum áður en hann lagði Aron Þormar í úrslitum. Aron hafði lagt Leif Sævarsson, LFG, af velli í undanúrslitum, samanlagt 4-3. Þeir Róbert Daði og Aron Þormar eru liðsfélagar í Fylki og leika saman í tvíleiðaleik. Fyrir leik þeirra í dag var Aron Þormar talinn líklegri til afreka en hann er efstur Íslendinga á heimsleista FIFA. Leiknir voru tveir leikir í undanúrslitum og úrslitum. Eftir fyrri úrslitaleikinn var staðan 2-1 Aroni Þormari í vil en Róbert Daði kom til baka í síðari leiknum og vann öruggan 3-0 sigur. Alls tóku 50 manns þátt í mótinu sem fór af stað 1. apríl. Var þetta fyrsta Íslandsmótið í eFótbolta og var sýnt beint frá mótinu hér á Vísi. Ljóst er að mótið heppnaðist einkar vel og verður forvitnilegt að sjá hvernig íþróttin mun þróast á komandi misserum. Róbert Daði Sigurþórsson, Fylki, er fyrsti Íslandsmeistarinn í eFótbolta!Hann bara sigurorð af Aroni Þormari Lárussyni, Fylki, í úrslitaleiknum, 4-2 samanlagt.Til hamingju Róbert Daði!#eFótbolti pic.twitter.com/qfe5SiiLvn— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 18, 2020 Rafíþróttir Fótbolti Tengdar fréttir Bein útsending: Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta Úrslitin á Íslandsmótinu í eFótbolta, þar sem keppt er í FIFA 20 tölvuleiknum, ráðast í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 eSport. 18. apríl 2020 14:30 Ræðst í beinni hver er bestur á landinu í FIFA – „Ætlum að mætast í úrslitunum“ Það ræðst í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á morgun hver er besti spilari landsins í FIFA 20 tölvuleiknum. Þá fara fram undanúrslit og úrslit. 17. apríl 2020 22:00 Hverjir fylgja Róberti í undanúrslit? Róbert Daði Sigurþórsson er nú þegar kominn í undanúrslit í eFótbolta en hverjir fylgja honum þangað? Beina útsendingu mótsins má finna hér í fréttinni. 9. apríl 2020 18:30 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti
Róbert Daði Sigurþórsson, Fylki, varð í dag fyrsti Íslandsmeistarinn í eFótbolta eftir nokkuð öruggan 4-2 sigur á Aroni Þormari Lárussyni, einnig Fylki, í úrslitaleik keppninnar. Róbert Daði er vel að titlinum kominn en hann vann Tind Örvar Örvarsson, Elliða, samanlagt 7-0 í undanúrslitum áður en hann lagði Aron Þormar í úrslitum. Aron hafði lagt Leif Sævarsson, LFG, af velli í undanúrslitum, samanlagt 4-3. Þeir Róbert Daði og Aron Þormar eru liðsfélagar í Fylki og leika saman í tvíleiðaleik. Fyrir leik þeirra í dag var Aron Þormar talinn líklegri til afreka en hann er efstur Íslendinga á heimsleista FIFA. Leiknir voru tveir leikir í undanúrslitum og úrslitum. Eftir fyrri úrslitaleikinn var staðan 2-1 Aroni Þormari í vil en Róbert Daði kom til baka í síðari leiknum og vann öruggan 3-0 sigur. Alls tóku 50 manns þátt í mótinu sem fór af stað 1. apríl. Var þetta fyrsta Íslandsmótið í eFótbolta og var sýnt beint frá mótinu hér á Vísi. Ljóst er að mótið heppnaðist einkar vel og verður forvitnilegt að sjá hvernig íþróttin mun þróast á komandi misserum. Róbert Daði Sigurþórsson, Fylki, er fyrsti Íslandsmeistarinn í eFótbolta!Hann bara sigurorð af Aroni Þormari Lárussyni, Fylki, í úrslitaleiknum, 4-2 samanlagt.Til hamingju Róbert Daði!#eFótbolti pic.twitter.com/qfe5SiiLvn— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 18, 2020
Rafíþróttir Fótbolti Tengdar fréttir Bein útsending: Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta Úrslitin á Íslandsmótinu í eFótbolta, þar sem keppt er í FIFA 20 tölvuleiknum, ráðast í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 eSport. 18. apríl 2020 14:30 Ræðst í beinni hver er bestur á landinu í FIFA – „Ætlum að mætast í úrslitunum“ Það ræðst í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á morgun hver er besti spilari landsins í FIFA 20 tölvuleiknum. Þá fara fram undanúrslit og úrslit. 17. apríl 2020 22:00 Hverjir fylgja Róberti í undanúrslit? Róbert Daði Sigurþórsson er nú þegar kominn í undanúrslit í eFótbolta en hverjir fylgja honum þangað? Beina útsendingu mótsins má finna hér í fréttinni. 9. apríl 2020 18:30 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti
Bein útsending: Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta Úrslitin á Íslandsmótinu í eFótbolta, þar sem keppt er í FIFA 20 tölvuleiknum, ráðast í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 eSport. 18. apríl 2020 14:30
Ræðst í beinni hver er bestur á landinu í FIFA – „Ætlum að mætast í úrslitunum“ Það ræðst í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á morgun hver er besti spilari landsins í FIFA 20 tölvuleiknum. Þá fara fram undanúrslit og úrslit. 17. apríl 2020 22:00
Hverjir fylgja Róberti í undanúrslit? Róbert Daði Sigurþórsson er nú þegar kominn í undanúrslit í eFótbolta en hverjir fylgja honum þangað? Beina útsendingu mótsins má finna hér í fréttinni. 9. apríl 2020 18:30