Engar fleiri sýningar verða sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2020 20:30 Engar fleiri sýningar verða sýndar það sem eftir lifir þessa leikárs hjá Borgar- og Þjóðleikhúsinu vegna samkomubanns. Allir keyptir leikhúsmiðar verða tryggðir og færast yfir á næsta leikár. Ákvörðunin um að sýna ekki fleiri sýningar þar sem eftir lifir þessa leikárs var tekin af hálfu Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins í gær. Bæði leikhús munu hefja nýtt leikár fyrr en vanalega í haust og af miklum krafti. „Framkvæmdin verður einfaldlega þannig að við munum færa þær sýningar sem áttu að vera núna í vor og fram á sumar yfir á næsta leikár. Allir þeir sem eiga miða hjá okkur í Borgarleikhúsinu, þeirra miðar eru tryggðir og við færum dagskránna bara í heilu lagi,“ sagði Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri. Brynhildur Guðjónsdóttir er Borgarleikhússtjóri.EGILL AÐALSTEINS Þó að það sé ekki mikið um líf í húsinu í dag þá standa vonir til að hér verði fullt hús af lífi í ágúst. Framkvæmdin er eins hjá leikhúsunum. Þeir sem áttu miða núna í vor fá nýja miða í haust. „Þeir þurfa bara að hafa samband og við munum ráða úr því að fólk fær nýjar dagsetningar fyrir miðana sína sem þeir áttu í vor,“ sagði Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur í Þjóðleikhúsinu. Hrafnhildur Hagalín er listrænn ráðunautur í Þjóðleikhúsinu.EGILL AÐALSTEINS Samkvæmt markaðsdeildum leikhúsanna verða miðar ekki endurgreiddir nema í afar sérstökum aðstæðum en leikhúsin munu bjóða upp á þann valmöguleika að fá inneign í stað nýs miða. Brynhildur segir að óframkvæmanlegt hafi verið að hleypa einungis undir 50 manns í einu í salinn eftir þann 4. maí. „Þó svo að við gætum dreift fólki fallega um salinn okkar og haft tvo metra á milli þá þarf fólk að komast einhvern veginn inn og út, fólk þarf að nota salerni. Hér erum við með veitingasölu. Þannig þetta er óframkvæmanlegt og óskynsamlegt,“ sagði Brynhildur. Er þetta mikið fjárhagslegt tjón? „Við þurfum bara að skoða það. Við erum ekki mikið að hugsa um það akkúrat núna,“ sagði Hrafnhildur. „Þetta er mikill skellur fyrir fyrirtæki eins og okkar. Við erum í rekstrarstöðvun og erum fyrirtæki með mikinn sjálfafla og eins og allar listastofnanir þá er þetta mjög erfitt fyrir öll samkomuhús sem reiða sig á samkomur en eru í samkomubanni,“ sagði Brynhildur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Engar fleiri sýningar verða sýndar það sem eftir lifir þessa leikárs hjá Borgar- og Þjóðleikhúsinu vegna samkomubanns. Allir keyptir leikhúsmiðar verða tryggðir og færast yfir á næsta leikár. Ákvörðunin um að sýna ekki fleiri sýningar þar sem eftir lifir þessa leikárs var tekin af hálfu Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins í gær. Bæði leikhús munu hefja nýtt leikár fyrr en vanalega í haust og af miklum krafti. „Framkvæmdin verður einfaldlega þannig að við munum færa þær sýningar sem áttu að vera núna í vor og fram á sumar yfir á næsta leikár. Allir þeir sem eiga miða hjá okkur í Borgarleikhúsinu, þeirra miðar eru tryggðir og við færum dagskránna bara í heilu lagi,“ sagði Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri. Brynhildur Guðjónsdóttir er Borgarleikhússtjóri.EGILL AÐALSTEINS Þó að það sé ekki mikið um líf í húsinu í dag þá standa vonir til að hér verði fullt hús af lífi í ágúst. Framkvæmdin er eins hjá leikhúsunum. Þeir sem áttu miða núna í vor fá nýja miða í haust. „Þeir þurfa bara að hafa samband og við munum ráða úr því að fólk fær nýjar dagsetningar fyrir miðana sína sem þeir áttu í vor,“ sagði Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur í Þjóðleikhúsinu. Hrafnhildur Hagalín er listrænn ráðunautur í Þjóðleikhúsinu.EGILL AÐALSTEINS Samkvæmt markaðsdeildum leikhúsanna verða miðar ekki endurgreiddir nema í afar sérstökum aðstæðum en leikhúsin munu bjóða upp á þann valmöguleika að fá inneign í stað nýs miða. Brynhildur segir að óframkvæmanlegt hafi verið að hleypa einungis undir 50 manns í einu í salinn eftir þann 4. maí. „Þó svo að við gætum dreift fólki fallega um salinn okkar og haft tvo metra á milli þá þarf fólk að komast einhvern veginn inn og út, fólk þarf að nota salerni. Hér erum við með veitingasölu. Þannig þetta er óframkvæmanlegt og óskynsamlegt,“ sagði Brynhildur. Er þetta mikið fjárhagslegt tjón? „Við þurfum bara að skoða það. Við erum ekki mikið að hugsa um það akkúrat núna,“ sagði Hrafnhildur. „Þetta er mikill skellur fyrir fyrirtæki eins og okkar. Við erum í rekstrarstöðvun og erum fyrirtæki með mikinn sjálfafla og eins og allar listastofnanir þá er þetta mjög erfitt fyrir öll samkomuhús sem reiða sig á samkomur en eru í samkomubanni,“ sagði Brynhildur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira