Telur mjög ólíklegt að dánarorsök ferðamannsins liggi fyrir í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2020 10:12 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Dánarorsök ástralska ferðamannsins sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á mánudag eftir alvarleg veikindi liggur ekki fyrir. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Ferðamaðurinn reyndist smitaður af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19 en var ekki með dæmigerð einkenni sjúkdómsins. Því er verið að rannsaka hvort að tengsl séu á milli COVID-19 og andlátsins en Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt það ólíklegt þótt enn sé ekki hægt að útiloka neitt. Maðurinn, sem var um fertugt, var á ferðalagi hér á landi ásamt eiginkonu sinni. Hún reyndist einnig smituð af kórónuveirunni og er því komin í einangrun fyrir norðan. Ljóst er að hugur fjölda landsmanna er hjá konunni. Til að mynda hefur verið stofnuð sérstakur hópur á Facebook, With love from us, þar sem fólk getur vottað konunni samúð sína og sent henni kveðjur. Tæplega tíu þúsund manns eru í hópnum og hefur fjöldi fólks sent konunni kveðju á þeim tveimur dögum sem liðnir eru frá því síðan var stofnuð. Aðspurður um líðan konunnar og hvernig verið sé að aðstoða hana segir Víðir: „Hún er í einangrun en við erum að gera allt sem við getum til að halda utan um hana. Það er auðvitað flókið en við erum með mikið af góðu fólki sem er að gera sitt besta til að aðstoða hana.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurþing Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Dánarorsök ástralska ferðamannsins sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á mánudag eftir alvarleg veikindi liggur ekki fyrir. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Ferðamaðurinn reyndist smitaður af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19 en var ekki með dæmigerð einkenni sjúkdómsins. Því er verið að rannsaka hvort að tengsl séu á milli COVID-19 og andlátsins en Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt það ólíklegt þótt enn sé ekki hægt að útiloka neitt. Maðurinn, sem var um fertugt, var á ferðalagi hér á landi ásamt eiginkonu sinni. Hún reyndist einnig smituð af kórónuveirunni og er því komin í einangrun fyrir norðan. Ljóst er að hugur fjölda landsmanna er hjá konunni. Til að mynda hefur verið stofnuð sérstakur hópur á Facebook, With love from us, þar sem fólk getur vottað konunni samúð sína og sent henni kveðjur. Tæplega tíu þúsund manns eru í hópnum og hefur fjöldi fólks sent konunni kveðju á þeim tveimur dögum sem liðnir eru frá því síðan var stofnuð. Aðspurður um líðan konunnar og hvernig verið sé að aðstoða hana segir Víðir: „Hún er í einangrun en við erum að gera allt sem við getum til að halda utan um hana. Það er auðvitað flókið en við erum með mikið af góðu fólki sem er að gera sitt besta til að aðstoða hana.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurþing Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira