Víðir stoltur af Íslendingum sem mega þó ekki slaka á Sylvía Hall skrifar 18. apríl 2020 15:26 Frá fundi dagsins. Mynd/Lögreglan Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segist stoltur af þeim árangri sem Íslendingar hafa náð í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Allir hafi lagt sitt af mörkum og langflestir fylgt fyrirmælum yfirvalda. „Ég er mjög stoltur af því hvernig við sem samfélag höfum tekið á þessu verkefni. Þó svo að hægt sé að tína upp einstaka tilfelli þar sem hefði mátt gera betur þá er það þannig með öll okkar mannanna verk að við getum alltaf gert betur og við getum alltaf lært eitthvað,“ sagði Víðir í dag, aðspurður hvort hann væri enn á þeirri skoðun að við værum að standa okkur vel í sóttvarnaraðgerðum. „Í þessu samhengi erum við búin að gera góða hluti og ég held að árangurinn af faraldrinum hingað til hafi sýnt það.“ Hann segir þó mikilvægt að fólk sýni þolinmæði og muni að 4. maí er ekki kominn. Þau hafi fullan skilning á því að fólki sé létt en það megi ekki slaka á núna. „Við erum búin að vera í mjög ströngum aðgerðum og það eru margir búnir að leggja gríðarlega mikið á sig; fólk á hjúkrunarheimilum ekki fengið heimsóknir og fólk að missa vinnuna og allt það. Maður skilur það vel að fólki sé pínu létt og þar af leiðandi vilji slaka aðeins á og verði pínulítið kærulausara. Nú þurfum við að draga djúpt andann og halda áfram á þessari vegferð sem við höfum verið,“ segir Víðir. Enginn hefur áhuga á bakslagi Víðir segir árangurinn hingað til góðan og því þurfum við að passa að hann verði ekki til einskis. Samkomubann sé enn í gildi þó stefnt sé að því að aflétta einhverjum takmörkunum 4. maí. „Ég held það sé ekki nokkur áhugi, alveg sama hvern maður spyr að því, á því að við fáum eitthvert bakslag og þurfum að fara að grípa til frekari aðgerða eða þá í versta falli að við sjáum aukningu aftur á gjörgæslu eða fleira fólk veikist meira.“ Hann segir þó fulla ástæðu til þess að vera stolt af árangrinum hingað til. Það sé þó mikilvægara eftir 4. maí að fólk haldi einbeitingunni. „Við munum geta gert meira eftir 4. maí en það eru enn þá rúmar tvær vikur þangað til og við verðum að halda einbeitingu þangað til og eftir það ekki síður. Það verður líka mikil áskorun þegar skólarnir eru komnir á fullt og margt í samfélaginu mun endurspegla það að við séum farin að leyfa okkur meira, en þá kallar það enn þá frekar á í maí að við höldum einbeitingunni og pössum fyrir hvað við erum búin að berjast fyrir allar þessar vikur og alla þessa daga og allan þennan tíma – allt sem við erum búin að fórna nú þegar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svona var 48. upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. apríl 2020 13:12 Smitum fjölgaði um sex milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.760 hér á landi. 18. apríl 2020 13:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segist stoltur af þeim árangri sem Íslendingar hafa náð í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Allir hafi lagt sitt af mörkum og langflestir fylgt fyrirmælum yfirvalda. „Ég er mjög stoltur af því hvernig við sem samfélag höfum tekið á þessu verkefni. Þó svo að hægt sé að tína upp einstaka tilfelli þar sem hefði mátt gera betur þá er það þannig með öll okkar mannanna verk að við getum alltaf gert betur og við getum alltaf lært eitthvað,“ sagði Víðir í dag, aðspurður hvort hann væri enn á þeirri skoðun að við værum að standa okkur vel í sóttvarnaraðgerðum. „Í þessu samhengi erum við búin að gera góða hluti og ég held að árangurinn af faraldrinum hingað til hafi sýnt það.“ Hann segir þó mikilvægt að fólk sýni þolinmæði og muni að 4. maí er ekki kominn. Þau hafi fullan skilning á því að fólki sé létt en það megi ekki slaka á núna. „Við erum búin að vera í mjög ströngum aðgerðum og það eru margir búnir að leggja gríðarlega mikið á sig; fólk á hjúkrunarheimilum ekki fengið heimsóknir og fólk að missa vinnuna og allt það. Maður skilur það vel að fólki sé pínu létt og þar af leiðandi vilji slaka aðeins á og verði pínulítið kærulausara. Nú þurfum við að draga djúpt andann og halda áfram á þessari vegferð sem við höfum verið,“ segir Víðir. Enginn hefur áhuga á bakslagi Víðir segir árangurinn hingað til góðan og því þurfum við að passa að hann verði ekki til einskis. Samkomubann sé enn í gildi þó stefnt sé að því að aflétta einhverjum takmörkunum 4. maí. „Ég held það sé ekki nokkur áhugi, alveg sama hvern maður spyr að því, á því að við fáum eitthvert bakslag og þurfum að fara að grípa til frekari aðgerða eða þá í versta falli að við sjáum aukningu aftur á gjörgæslu eða fleira fólk veikist meira.“ Hann segir þó fulla ástæðu til þess að vera stolt af árangrinum hingað til. Það sé þó mikilvægara eftir 4. maí að fólk haldi einbeitingunni. „Við munum geta gert meira eftir 4. maí en það eru enn þá rúmar tvær vikur þangað til og við verðum að halda einbeitingu þangað til og eftir það ekki síður. Það verður líka mikil áskorun þegar skólarnir eru komnir á fullt og margt í samfélaginu mun endurspegla það að við séum farin að leyfa okkur meira, en þá kallar það enn þá frekar á í maí að við höldum einbeitingunni og pössum fyrir hvað við erum búin að berjast fyrir allar þessar vikur og alla þessa daga og allan þennan tíma – allt sem við erum búin að fórna nú þegar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svona var 48. upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. apríl 2020 13:12 Smitum fjölgaði um sex milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.760 hér á landi. 18. apríl 2020 13:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Svona var 48. upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. apríl 2020 13:12
Smitum fjölgaði um sex milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.760 hér á landi. 18. apríl 2020 13:00