Víðir stoltur af Íslendingum sem mega þó ekki slaka á Sylvía Hall skrifar 18. apríl 2020 15:26 Frá fundi dagsins. Mynd/Lögreglan Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segist stoltur af þeim árangri sem Íslendingar hafa náð í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Allir hafi lagt sitt af mörkum og langflestir fylgt fyrirmælum yfirvalda. „Ég er mjög stoltur af því hvernig við sem samfélag höfum tekið á þessu verkefni. Þó svo að hægt sé að tína upp einstaka tilfelli þar sem hefði mátt gera betur þá er það þannig með öll okkar mannanna verk að við getum alltaf gert betur og við getum alltaf lært eitthvað,“ sagði Víðir í dag, aðspurður hvort hann væri enn á þeirri skoðun að við værum að standa okkur vel í sóttvarnaraðgerðum. „Í þessu samhengi erum við búin að gera góða hluti og ég held að árangurinn af faraldrinum hingað til hafi sýnt það.“ Hann segir þó mikilvægt að fólk sýni þolinmæði og muni að 4. maí er ekki kominn. Þau hafi fullan skilning á því að fólki sé létt en það megi ekki slaka á núna. „Við erum búin að vera í mjög ströngum aðgerðum og það eru margir búnir að leggja gríðarlega mikið á sig; fólk á hjúkrunarheimilum ekki fengið heimsóknir og fólk að missa vinnuna og allt það. Maður skilur það vel að fólki sé pínu létt og þar af leiðandi vilji slaka aðeins á og verði pínulítið kærulausara. Nú þurfum við að draga djúpt andann og halda áfram á þessari vegferð sem við höfum verið,“ segir Víðir. Enginn hefur áhuga á bakslagi Víðir segir árangurinn hingað til góðan og því þurfum við að passa að hann verði ekki til einskis. Samkomubann sé enn í gildi þó stefnt sé að því að aflétta einhverjum takmörkunum 4. maí. „Ég held það sé ekki nokkur áhugi, alveg sama hvern maður spyr að því, á því að við fáum eitthvert bakslag og þurfum að fara að grípa til frekari aðgerða eða þá í versta falli að við sjáum aukningu aftur á gjörgæslu eða fleira fólk veikist meira.“ Hann segir þó fulla ástæðu til þess að vera stolt af árangrinum hingað til. Það sé þó mikilvægara eftir 4. maí að fólk haldi einbeitingunni. „Við munum geta gert meira eftir 4. maí en það eru enn þá rúmar tvær vikur þangað til og við verðum að halda einbeitingu þangað til og eftir það ekki síður. Það verður líka mikil áskorun þegar skólarnir eru komnir á fullt og margt í samfélaginu mun endurspegla það að við séum farin að leyfa okkur meira, en þá kallar það enn þá frekar á í maí að við höldum einbeitingunni og pössum fyrir hvað við erum búin að berjast fyrir allar þessar vikur og alla þessa daga og allan þennan tíma – allt sem við erum búin að fórna nú þegar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svona var 48. upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. apríl 2020 13:12 Smitum fjölgaði um sex milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.760 hér á landi. 18. apríl 2020 13:00 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segist stoltur af þeim árangri sem Íslendingar hafa náð í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Allir hafi lagt sitt af mörkum og langflestir fylgt fyrirmælum yfirvalda. „Ég er mjög stoltur af því hvernig við sem samfélag höfum tekið á þessu verkefni. Þó svo að hægt sé að tína upp einstaka tilfelli þar sem hefði mátt gera betur þá er það þannig með öll okkar mannanna verk að við getum alltaf gert betur og við getum alltaf lært eitthvað,“ sagði Víðir í dag, aðspurður hvort hann væri enn á þeirri skoðun að við værum að standa okkur vel í sóttvarnaraðgerðum. „Í þessu samhengi erum við búin að gera góða hluti og ég held að árangurinn af faraldrinum hingað til hafi sýnt það.“ Hann segir þó mikilvægt að fólk sýni þolinmæði og muni að 4. maí er ekki kominn. Þau hafi fullan skilning á því að fólki sé létt en það megi ekki slaka á núna. „Við erum búin að vera í mjög ströngum aðgerðum og það eru margir búnir að leggja gríðarlega mikið á sig; fólk á hjúkrunarheimilum ekki fengið heimsóknir og fólk að missa vinnuna og allt það. Maður skilur það vel að fólki sé pínu létt og þar af leiðandi vilji slaka aðeins á og verði pínulítið kærulausara. Nú þurfum við að draga djúpt andann og halda áfram á þessari vegferð sem við höfum verið,“ segir Víðir. Enginn hefur áhuga á bakslagi Víðir segir árangurinn hingað til góðan og því þurfum við að passa að hann verði ekki til einskis. Samkomubann sé enn í gildi þó stefnt sé að því að aflétta einhverjum takmörkunum 4. maí. „Ég held það sé ekki nokkur áhugi, alveg sama hvern maður spyr að því, á því að við fáum eitthvert bakslag og þurfum að fara að grípa til frekari aðgerða eða þá í versta falli að við sjáum aukningu aftur á gjörgæslu eða fleira fólk veikist meira.“ Hann segir þó fulla ástæðu til þess að vera stolt af árangrinum hingað til. Það sé þó mikilvægara eftir 4. maí að fólk haldi einbeitingunni. „Við munum geta gert meira eftir 4. maí en það eru enn þá rúmar tvær vikur þangað til og við verðum að halda einbeitingu þangað til og eftir það ekki síður. Það verður líka mikil áskorun þegar skólarnir eru komnir á fullt og margt í samfélaginu mun endurspegla það að við séum farin að leyfa okkur meira, en þá kallar það enn þá frekar á í maí að við höldum einbeitingunni og pössum fyrir hvað við erum búin að berjast fyrir allar þessar vikur og alla þessa daga og allan þennan tíma – allt sem við erum búin að fórna nú þegar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svona var 48. upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. apríl 2020 13:12 Smitum fjölgaði um sex milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.760 hér á landi. 18. apríl 2020 13:00 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Svona var 48. upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. apríl 2020 13:12
Smitum fjölgaði um sex milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.760 hér á landi. 18. apríl 2020 13:00