State of Decay 2: Juggernaut Edition - Gefinn út aftur og mun betri Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2020 13:14 Það tók markvisst átak og langa baráttu að hætta að spila State of Decay 2, sem var mjög óslípaður og gallaður. Það tókst þó á endanum, þar til ég rak augun í umfjöllun um að Microsoft væri að gefa leikinn út aftur. Í endurbættri útgáfu með fleiri vopnum, möguleikum og betri grafík, svo eitthvað sé nefnt. Ég byrjaði að spila aftur og sé ekki eftir því. Þetta er í raun allt annar og betri leikur. Mjög miklar framfarir hafa augljóslega átt sér stað. Leikurinn fjallar þó enn um að byggja upp samfélag í heimi sem uppvakningar hafa tekið yfir. State of Decay 2 er einn þeirra leikja sem átti kannski ekki besta upphafið en hefur blómstrað síðan. Framleiðendur leiksins hafa verið duglegir við að gera plástra og bæta við efni í leikinn. Það munar um slíkt og endurútgáfan á alveg rétt á sér vegna þess hve leikurinn hefur verið bættur. Ef maður átti leikinn fyrir, þá fær maður nýju útgáfuna, eins og maður hefur fengið bróðurpartinn af því efni sem bætt hefur verið við leikinn. Lítur mun betur út SOD:JE lítur mun betur út en upprunalegi leikurinn. Auk þess sem grafík hefur verið bætt, hafa borðin fengið yfirhalningu og búið er að bæta við smá veðri. Allavega þoku, sem getur gert andrúmsloft leiksins mun betra. Þá keyrir leikurinn einnig mun betur. Þó grafíkin hafi verið bætt er mun minna um einhvers konar hökt eða hikst. Búið er að bæta við einu borði í leikinn þar sem hægt er að byggja upp geggjaðar stöðvar. Það er þó enn ekki hægt að betrumbæta varnir stöðva, sem er eiginlega pirrandi. Ég hefði enn viljað byggja upp eigin varnir, því það er svo pirrandi að vera búinn að koma sér fyrir á bakvið þvílíkt þykka veggi en á veggnum eru þrjár örþunnar hurðar sem hver sem er getur komist í gegnum. Sjá einnig: Óslípaður og pirrandi leikur sem ég get ekki hætt að spila Það besta við uppfærsluna er þó líklega það að ég hef ekki enn rekið mig á að það að keyra á steinvölu sprengi bíla í loft upp. Samantekt-ish Það er alveg ljóst að State of Decay er ekki allra. Hins vegar hefur líklegast aldrei verið betri tími til að kíkja á leikinn. Þrátt fyrir að hann hafi verið gallaður þegar hann kom út upprunalega er búið að bæta hann mikið og ég hef varið dágóðum tíma í leiknum á undanförnum árum. Líklegast er ég að fara að halda áfram að verja miklum tíma í það að keyra niður heilu hjarðirnar af uppvakningum. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Það tók markvisst átak og langa baráttu að hætta að spila State of Decay 2, sem var mjög óslípaður og gallaður. Það tókst þó á endanum, þar til ég rak augun í umfjöllun um að Microsoft væri að gefa leikinn út aftur. Í endurbættri útgáfu með fleiri vopnum, möguleikum og betri grafík, svo eitthvað sé nefnt. Ég byrjaði að spila aftur og sé ekki eftir því. Þetta er í raun allt annar og betri leikur. Mjög miklar framfarir hafa augljóslega átt sér stað. Leikurinn fjallar þó enn um að byggja upp samfélag í heimi sem uppvakningar hafa tekið yfir. State of Decay 2 er einn þeirra leikja sem átti kannski ekki besta upphafið en hefur blómstrað síðan. Framleiðendur leiksins hafa verið duglegir við að gera plástra og bæta við efni í leikinn. Það munar um slíkt og endurútgáfan á alveg rétt á sér vegna þess hve leikurinn hefur verið bættur. Ef maður átti leikinn fyrir, þá fær maður nýju útgáfuna, eins og maður hefur fengið bróðurpartinn af því efni sem bætt hefur verið við leikinn. Lítur mun betur út SOD:JE lítur mun betur út en upprunalegi leikurinn. Auk þess sem grafík hefur verið bætt, hafa borðin fengið yfirhalningu og búið er að bæta við smá veðri. Allavega þoku, sem getur gert andrúmsloft leiksins mun betra. Þá keyrir leikurinn einnig mun betur. Þó grafíkin hafi verið bætt er mun minna um einhvers konar hökt eða hikst. Búið er að bæta við einu borði í leikinn þar sem hægt er að byggja upp geggjaðar stöðvar. Það er þó enn ekki hægt að betrumbæta varnir stöðva, sem er eiginlega pirrandi. Ég hefði enn viljað byggja upp eigin varnir, því það er svo pirrandi að vera búinn að koma sér fyrir á bakvið þvílíkt þykka veggi en á veggnum eru þrjár örþunnar hurðar sem hver sem er getur komist í gegnum. Sjá einnig: Óslípaður og pirrandi leikur sem ég get ekki hætt að spila Það besta við uppfærsluna er þó líklega það að ég hef ekki enn rekið mig á að það að keyra á steinvölu sprengi bíla í loft upp. Samantekt-ish Það er alveg ljóst að State of Decay er ekki allra. Hins vegar hefur líklegast aldrei verið betri tími til að kíkja á leikinn. Þrátt fyrir að hann hafi verið gallaður þegar hann kom út upprunalega er búið að bæta hann mikið og ég hef varið dágóðum tíma í leiknum á undanförnum árum. Líklegast er ég að fara að halda áfram að verja miklum tíma í það að keyra niður heilu hjarðirnar af uppvakningum.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira