Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álagi Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2020 11:16 Fjöldi sýktra heilbrigðisstarfsmanna er mjög hár í landinu eða hlutfallslega tvöfallt hærri en í Kína. AP/Luca Bruno Yfirvöld Ítalíu hafa ákveðið að fella niður lokapróf læknanema og útskrifa þá án þeirra. Aðgerðirnar ná yfir um tíu þúsund læknanema sem munu því útskrifast átta til níu mánuðum á undan áætlun. Markmiðið er að hjálpa heilbrigðiskerfi landsins sem er á kafi vegna nýju kórónuveirunnar en einnig hefur verið kallað eftir því að læknar á eftirlaunum snúi aftur til starfa. Um það bil þrjár vikur eru síðan krísan hófst á Ítalíu og á þeim tíma hafa sjúklingar bókstaflega hrannast upp. AP fréttaveitan ræddi við lækni í Brescia sem segir tómu húsnæði hafa verið breytt í gjörgæslu, þvottahúsi breytt í biðstofu og tjöld séu notuð til að greina sjúklinga. Náist ekki tök á ástandinu segir Sergio Cattaneo að heilbrigðiskerfi landsins, og þá sérstaklega norðurhluta þess, muni kikna undan álaginu. Cattaneo segir hraði útbreiðslu veirunnar hafa komið öllum á óvart og hana verði að stöðva. Um 2.500 hafa látið lífið á Ítalíu og rúmlega 31 þúsund smit hafa verið staðfest. Af þeim eru rúmlega 2.600 heilbrigðisstarfsmenn. Fjöldi sýktra heilbrigðisstarfsmanna er mjög hár í landinu eða hlutfallslega tvöfalt hærri en í Kína. Hér má sjá tíst frá forseta Gimbe Foundation á Ítalíu, sem eru samtök sem vinna að bótum á heilbrigðiskerfi landsins. Hann segir fjölda sýktra heilbrigðisstarfsmanna vera gífurlegt vandamál. #coronavirus: parliamo di un gravissimo problema.Il contagio degli operatori sanitari:- Sino a 11-3 non conoscevamo i numeri- Oggi sono 2.629 (8,3% dei casi totali)- Procedure e dispositivi protezione ancora inadeguatiPrendersi cura di chi si prende cura#COVID19italia pic.twitter.com/KfmCyRweiD— Nino Cartabellotta (@Cartabellotta) March 17, 2020 Samkvæmt frétt ítölsku fréttaveitunnar ANSA hefur AirBNB á Ítalíu boðið nýjum læknum og hjúkrunarfræðingum að finna tímabundið húsnæði að kostnaðarlaus. Ekki bara skortur á fólki Skortur á fólki er þó ekki eina vandamál heilbrigðiskerfis Ítalíu og jafnvel ekki einu sinni stærsta vandamálið. Þar er nefnilega mikill skortur hlífðarbúnaði og á öndunarvélum, eins og víða annars staðar í heiminum. Hingað til hefur um tíu prósent þeirra sem smitast þurft á innlögn á gjörgæslu að halda og þá sérstaklega vegna öndunarörðugleika. Yfirvöld Langbarðalands (Lombardy) vinna nú að því að byggja stærðarinnar bráðabirgðagjörgæslu í Mílan, þar sem á að koma fyrir 400 sjúklingum. Sérfræðingar og heilbrigðisstarfsmenn óttast þó að hvorki verði hægt að finna búnað eins og öndunarvélar fyrir sjúkrahúsið né manna það. Almannavarnir Ítalíu hafa gagnrýnt önnur ríki, þar sem hlífðarbúnaður eins og grímur og einnota hanskar er framleiddur, harðlega fyrir að stöðva útflutning slíkra vara til Ítalíu. Angelo Borrelli, yfirmaður Almannavarna Ítalíu, hefur sérstaklega nefnt Indland, Rússlands, Rúmeníu og Frakkland í því samhengi. Fangar á Ítalíu hafa þess vegna verið fengnir til að framleiða hlífðargrímur og er áætlað að þeir geti framleitt um tíu þúsund á dag. Bannað að reka fólk Ríkisstjórn Ítalíu hefur samþykkt 25 milljarða evra neyðarpakka sem ætlað er að styrkja stoðir heilbrigðiskerfis landsins og í senn styðja efnahag þess. Sergio Mattarella skrifaði undir lögin, sem kallast „Cura-Italia“, í morgun. Lögin fela meðal annars í sér aðgerðir sem snúa að skattaafslætti, frestun greiðslu opinberra gjalda, mataraðstoð fyrir fátæka og þá var kosningum á Ítalíu frestað fram á haust. Einnig verður fyrirtækjum meinað að reka fólk, án góðra ástæðna, næstu tvo mánuðina og foreldrar barna í skólum sem hefur veirð lokað fá aukið leyfi frá störfum, svo eitthvað sé nefnt. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu reyndi að stappa stálinu í þjóðina í gær. Oggi stiamo affrontando una nuova prova. Difficilissima. Sono tanti gli italiani che in queste ore versano lacrime per la perdita di un familiare, che vivono l angoscia di un ricovero, la lontananza dei propri cari, la chiusura della propria attività, l incertezza del futuro.— Giuseppe Conte (@GiuseppeConteIT) March 17, 2020 Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Yfirvöld Ítalíu hafa ákveðið að fella niður lokapróf læknanema og útskrifa þá án þeirra. Aðgerðirnar ná yfir um tíu þúsund læknanema sem munu því útskrifast átta til níu mánuðum á undan áætlun. Markmiðið er að hjálpa heilbrigðiskerfi landsins sem er á kafi vegna nýju kórónuveirunnar en einnig hefur verið kallað eftir því að læknar á eftirlaunum snúi aftur til starfa. Um það bil þrjár vikur eru síðan krísan hófst á Ítalíu og á þeim tíma hafa sjúklingar bókstaflega hrannast upp. AP fréttaveitan ræddi við lækni í Brescia sem segir tómu húsnæði hafa verið breytt í gjörgæslu, þvottahúsi breytt í biðstofu og tjöld séu notuð til að greina sjúklinga. Náist ekki tök á ástandinu segir Sergio Cattaneo að heilbrigðiskerfi landsins, og þá sérstaklega norðurhluta þess, muni kikna undan álaginu. Cattaneo segir hraði útbreiðslu veirunnar hafa komið öllum á óvart og hana verði að stöðva. Um 2.500 hafa látið lífið á Ítalíu og rúmlega 31 þúsund smit hafa verið staðfest. Af þeim eru rúmlega 2.600 heilbrigðisstarfsmenn. Fjöldi sýktra heilbrigðisstarfsmanna er mjög hár í landinu eða hlutfallslega tvöfalt hærri en í Kína. Hér má sjá tíst frá forseta Gimbe Foundation á Ítalíu, sem eru samtök sem vinna að bótum á heilbrigðiskerfi landsins. Hann segir fjölda sýktra heilbrigðisstarfsmanna vera gífurlegt vandamál. #coronavirus: parliamo di un gravissimo problema.Il contagio degli operatori sanitari:- Sino a 11-3 non conoscevamo i numeri- Oggi sono 2.629 (8,3% dei casi totali)- Procedure e dispositivi protezione ancora inadeguatiPrendersi cura di chi si prende cura#COVID19italia pic.twitter.com/KfmCyRweiD— Nino Cartabellotta (@Cartabellotta) March 17, 2020 Samkvæmt frétt ítölsku fréttaveitunnar ANSA hefur AirBNB á Ítalíu boðið nýjum læknum og hjúkrunarfræðingum að finna tímabundið húsnæði að kostnaðarlaus. Ekki bara skortur á fólki Skortur á fólki er þó ekki eina vandamál heilbrigðiskerfis Ítalíu og jafnvel ekki einu sinni stærsta vandamálið. Þar er nefnilega mikill skortur hlífðarbúnaði og á öndunarvélum, eins og víða annars staðar í heiminum. Hingað til hefur um tíu prósent þeirra sem smitast þurft á innlögn á gjörgæslu að halda og þá sérstaklega vegna öndunarörðugleika. Yfirvöld Langbarðalands (Lombardy) vinna nú að því að byggja stærðarinnar bráðabirgðagjörgæslu í Mílan, þar sem á að koma fyrir 400 sjúklingum. Sérfræðingar og heilbrigðisstarfsmenn óttast þó að hvorki verði hægt að finna búnað eins og öndunarvélar fyrir sjúkrahúsið né manna það. Almannavarnir Ítalíu hafa gagnrýnt önnur ríki, þar sem hlífðarbúnaður eins og grímur og einnota hanskar er framleiddur, harðlega fyrir að stöðva útflutning slíkra vara til Ítalíu. Angelo Borrelli, yfirmaður Almannavarna Ítalíu, hefur sérstaklega nefnt Indland, Rússlands, Rúmeníu og Frakkland í því samhengi. Fangar á Ítalíu hafa þess vegna verið fengnir til að framleiða hlífðargrímur og er áætlað að þeir geti framleitt um tíu þúsund á dag. Bannað að reka fólk Ríkisstjórn Ítalíu hefur samþykkt 25 milljarða evra neyðarpakka sem ætlað er að styrkja stoðir heilbrigðiskerfis landsins og í senn styðja efnahag þess. Sergio Mattarella skrifaði undir lögin, sem kallast „Cura-Italia“, í morgun. Lögin fela meðal annars í sér aðgerðir sem snúa að skattaafslætti, frestun greiðslu opinberra gjalda, mataraðstoð fyrir fátæka og þá var kosningum á Ítalíu frestað fram á haust. Einnig verður fyrirtækjum meinað að reka fólk, án góðra ástæðna, næstu tvo mánuðina og foreldrar barna í skólum sem hefur veirð lokað fá aukið leyfi frá störfum, svo eitthvað sé nefnt. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu reyndi að stappa stálinu í þjóðina í gær. Oggi stiamo affrontando una nuova prova. Difficilissima. Sono tanti gli italiani che in queste ore versano lacrime per la perdita di un familiare, che vivono l angoscia di un ricovero, la lontananza dei propri cari, la chiusura della propria attività, l incertezza del futuro.— Giuseppe Conte (@GiuseppeConteIT) March 17, 2020
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira