Telur árið vera það erfiðasta frá upphafi Sylvía Hall skrifar 30. desember 2020 19:10 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir árið sem er að líða vera það erfiðasta fyrir Icelandair og fluggeirann í heild sinni frá því að ferðalög hófust. Krísan hafi verið fordæmalaus og breytt öllum áætlunum fyrir ár sem stefndi annars í að vera með þeim stærri frá upphafi. „Það hefur aldrei svona krísa skollið á fluggeiranum og heiminum öllum síðan flug hófst að einhverju leyti og ferðalög,“ sagði Bogi í samtali við Reykjavík síðdegis í dag, þar sem hann fór yfir árið og næstu skref félagsins. Hann segir Icelandair hafa haft metnaðarfulla áætlun fyrir árið og fyrst um sinn hafi útlitið verið gott. Fyrstu tveir mánuðir ársins hafi gengið vel og mikið hafi verið um bókanir, en svo hafi kórónuveirufaraldurinn skollið á með tilheyrandi áskorunum fyrir reksturinn. „Síðan breyttist þetta á einni nóttu má segja.“ Bogi var valinn maður ársins í íslensku viðskiptalífi af Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Hlaut hann viðurkenninguna fyrir að hafa leitt félagið í gegnum „vel heppnaða endurskipulagningu og hlutafjárútboð við gríðarlega erfiðar aðstæður“ á árinu. Hann segir hlutafjárútboðið gefa Icelandair ástæðu til bjartsýni, þrátt fyrir mikla óvissu. „Við förum nokkuð brött inn í næsta ár en óvissan er engu að síður mjög mikil. Það er mikill ferðavilji á okkar helstu mörkuðum, við finnum fyrir því, en óvissan snýst um hvenær þetta fer af stað. Hvenær verður bóluefnið orðið útbreitt svo fólk fái heimild til þess að ferðast á milli landa nokkuð óheft, það liggur að sjálfsögðu ekki fyrir eins og staðan er núna. Það er óvissan sem allir eru að glíma við.“ Bólusetningar ýta undir ferðavilja Að mati Boga eru mörg sóknarfæri fyrir Ísland þegar kórónuveirufaraldurinn líður undir lok. Ísland sé ákjósanlegur áfangastaður fyrir marga, enda mikið víðfeðmi og sterkir innviðir hér á landi. Þá hafi Ísland tekist vel á við faraldurinn í samanburði við mörg önnur lönd. Hann segir áhugann áþreifanlegan, hann aukist með jákvæðum fréttum af bóluefnum þó enn sé nokkur óvissa til staðar. „Um leið og fóru að berast jákvæðar fréttir af bóluefnum, þá jókst bjartsýnin á þessum markaði almennt og fólk fór að hafa samband og bóka. Síðan er það þannig að landamæri eru enn eiginlega lokuð og það liggur ekki alveg fyrir hvenær sú staða breytist. Að sjálfsögðu hefur það neikvæð áhrif á bókunarflæðið, það tekur ekki almennilega við sér fyrr en það er meiri fyrirsjáanleiki.“ Sögulega óraunhæft að reka tvö tengiflugfélög Í viðtali við Markaðinn viðraði Bogi þá skoðun sína að fullreynt væri að reka tvö íslensk flugfélög með tengimiðstöð á Keflavíkurflugvelli. Það hafi verið reynt með Iceland Express og WOW air, en þau dæmi sýndu að það gengi ekki upp til lengri tíma litið. „Ég tel ekki raunhæft til lengri tíma að reka tvö félög á Íslandi sem eru að reka svokallaðan tengibanka út frá Keflavíkurflugvelli. Það segi ég bara út frá sögunni og það er mín skoðun,“ sagði Bogi um þau ummæli. „Ef við horfum á flugvelli úti í heimi, þá eru ekki tvö tengiflugfélög á flugvelli nema það séu flugvellir með milljóna eða tugmilljóna heimamarkaði, það er ekki þannig hér. Heimamarkaðurinn er mjög lítill hér á landi, en er samt mjög mikilvægur.“ Hann segir það þó ekki koma í veg fyrir að annað íslenskt flugfélag sé starfandi á Íslandi. „Það er pláss fyrir tvö flugfélög og síðan verða mjög mörg alþjóðleg flugfélög að fljúga til og frá Íslandi hér eftir sem hingað til. Samkeppnin verður áfram mjög mikil, en þetta er bara mín skoðun – Ísland er of lítið land til þess að bera tvö tengiflugfélög, en það kemur ekki í veg fyrir það að það geti verið tvö flugfélög.“ Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þátttaka almennings á markaði aldrei verið meiri Heildarfjöldi viðskipta í Kauphöll í desember var sá mesti á hlutabréfamarkaði frá fjármálahruni og viðskipti með bréf Icelandair hafa aldrei verið fleiri. Forstjóri Kauphallarinnar telur að þetta megi rekja til aukins áhuga almennings á hlutabréfaviðskiptum. 30. desember 2020 19:00 Forstjóri Icelandair segir óraunhæft að vera með tvö íslensk flugfélög Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fullreynt að reka tvö íslensk flugfélög sem séu með tengimiðstöð á Keflavíkurflugvelli. Það hafi fyrst verið reynt með Iceland Express og svo WOW air. 30. desember 2020 06:54 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
„Það hefur aldrei svona krísa skollið á fluggeiranum og heiminum öllum síðan flug hófst að einhverju leyti og ferðalög,“ sagði Bogi í samtali við Reykjavík síðdegis í dag, þar sem hann fór yfir árið og næstu skref félagsins. Hann segir Icelandair hafa haft metnaðarfulla áætlun fyrir árið og fyrst um sinn hafi útlitið verið gott. Fyrstu tveir mánuðir ársins hafi gengið vel og mikið hafi verið um bókanir, en svo hafi kórónuveirufaraldurinn skollið á með tilheyrandi áskorunum fyrir reksturinn. „Síðan breyttist þetta á einni nóttu má segja.“ Bogi var valinn maður ársins í íslensku viðskiptalífi af Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Hlaut hann viðurkenninguna fyrir að hafa leitt félagið í gegnum „vel heppnaða endurskipulagningu og hlutafjárútboð við gríðarlega erfiðar aðstæður“ á árinu. Hann segir hlutafjárútboðið gefa Icelandair ástæðu til bjartsýni, þrátt fyrir mikla óvissu. „Við förum nokkuð brött inn í næsta ár en óvissan er engu að síður mjög mikil. Það er mikill ferðavilji á okkar helstu mörkuðum, við finnum fyrir því, en óvissan snýst um hvenær þetta fer af stað. Hvenær verður bóluefnið orðið útbreitt svo fólk fái heimild til þess að ferðast á milli landa nokkuð óheft, það liggur að sjálfsögðu ekki fyrir eins og staðan er núna. Það er óvissan sem allir eru að glíma við.“ Bólusetningar ýta undir ferðavilja Að mati Boga eru mörg sóknarfæri fyrir Ísland þegar kórónuveirufaraldurinn líður undir lok. Ísland sé ákjósanlegur áfangastaður fyrir marga, enda mikið víðfeðmi og sterkir innviðir hér á landi. Þá hafi Ísland tekist vel á við faraldurinn í samanburði við mörg önnur lönd. Hann segir áhugann áþreifanlegan, hann aukist með jákvæðum fréttum af bóluefnum þó enn sé nokkur óvissa til staðar. „Um leið og fóru að berast jákvæðar fréttir af bóluefnum, þá jókst bjartsýnin á þessum markaði almennt og fólk fór að hafa samband og bóka. Síðan er það þannig að landamæri eru enn eiginlega lokuð og það liggur ekki alveg fyrir hvenær sú staða breytist. Að sjálfsögðu hefur það neikvæð áhrif á bókunarflæðið, það tekur ekki almennilega við sér fyrr en það er meiri fyrirsjáanleiki.“ Sögulega óraunhæft að reka tvö tengiflugfélög Í viðtali við Markaðinn viðraði Bogi þá skoðun sína að fullreynt væri að reka tvö íslensk flugfélög með tengimiðstöð á Keflavíkurflugvelli. Það hafi verið reynt með Iceland Express og WOW air, en þau dæmi sýndu að það gengi ekki upp til lengri tíma litið. „Ég tel ekki raunhæft til lengri tíma að reka tvö félög á Íslandi sem eru að reka svokallaðan tengibanka út frá Keflavíkurflugvelli. Það segi ég bara út frá sögunni og það er mín skoðun,“ sagði Bogi um þau ummæli. „Ef við horfum á flugvelli úti í heimi, þá eru ekki tvö tengiflugfélög á flugvelli nema það séu flugvellir með milljóna eða tugmilljóna heimamarkaði, það er ekki þannig hér. Heimamarkaðurinn er mjög lítill hér á landi, en er samt mjög mikilvægur.“ Hann segir það þó ekki koma í veg fyrir að annað íslenskt flugfélag sé starfandi á Íslandi. „Það er pláss fyrir tvö flugfélög og síðan verða mjög mörg alþjóðleg flugfélög að fljúga til og frá Íslandi hér eftir sem hingað til. Samkeppnin verður áfram mjög mikil, en þetta er bara mín skoðun – Ísland er of lítið land til þess að bera tvö tengiflugfélög, en það kemur ekki í veg fyrir það að það geti verið tvö flugfélög.“
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þátttaka almennings á markaði aldrei verið meiri Heildarfjöldi viðskipta í Kauphöll í desember var sá mesti á hlutabréfamarkaði frá fjármálahruni og viðskipti með bréf Icelandair hafa aldrei verið fleiri. Forstjóri Kauphallarinnar telur að þetta megi rekja til aukins áhuga almennings á hlutabréfaviðskiptum. 30. desember 2020 19:00 Forstjóri Icelandair segir óraunhæft að vera með tvö íslensk flugfélög Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fullreynt að reka tvö íslensk flugfélög sem séu með tengimiðstöð á Keflavíkurflugvelli. Það hafi fyrst verið reynt með Iceland Express og svo WOW air. 30. desember 2020 06:54 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Þátttaka almennings á markaði aldrei verið meiri Heildarfjöldi viðskipta í Kauphöll í desember var sá mesti á hlutabréfamarkaði frá fjármálahruni og viðskipti með bréf Icelandair hafa aldrei verið fleiri. Forstjóri Kauphallarinnar telur að þetta megi rekja til aukins áhuga almennings á hlutabréfaviðskiptum. 30. desember 2020 19:00
Forstjóri Icelandair segir óraunhæft að vera með tvö íslensk flugfélög Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fullreynt að reka tvö íslensk flugfélög sem séu með tengimiðstöð á Keflavíkurflugvelli. Það hafi fyrst verið reynt með Iceland Express og svo WOW air. 30. desember 2020 06:54