Erlent

Fimmtán enn saknað í Ask

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Að minnsta kosti fimm slösuðust í hamförunum.
Að minnsta kosti fimm slösuðust í hamförunum. epa/Frederik Hagen

Fimmtán er enn saknað eftir að stærðarinnar leirskriður féllu í nótt í bænum Ask í Noregi.

Þetta sagði lögreglufulltrúinn Roger Pettersen í samtali við Verdens gang nú síðdegis. Hann sagði að björgunarsveitarmenn væru enn vongóðir um að finna fólk á lífi á því svæði sem öruggt þykir að leita á.

„Ekki er öll von úti,“ sagði Pettersen. Hann sagði mögulegt að einhverjir þeirra fimmtán sem er saknað hafi yfirgefið svæðið í nótt án þess að gera lögreglu viðvart.

Sjö hundruð íbúum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín frá því skriðurnar féllu en til skoðunar er að stækka rýmingarsvæðið enn frekar.

Verið er að rannsaka jarðveg á stærra svæði í kringum skriðusárin og jafnvel búist við að flytja þurfi allt að 1.500 íbúa í burtu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×