Brottreknir sársvekktir með að fá ekki jólagjöf frá starfsmannafélagi Isavia Jakob Bjarnar skrifar 30. desember 2020 16:23 Nokkur hópur starfsmanna hjá Isavia lauk störfum um mánaðarmótin nóvember/desember eftir að hafa unnið uppsagnarfrest. Þeim sumum finnst það nöturlegt að fá ekki jólagjöf frá starfsmannafélaginu. vísir/vilhelm Tæpir fimmtíu starfsmenn luku störfum hjá Isavia um mánaðarmótin nóvember/desember. Þeim sumum þykir súrt í broti að hafa ekki fengið jólagjöf frá starfsmannafélagi fyrirtækisins. Vísi hefur borist ábending frá starfsfólki Isavia og dótturfélögum, sem misstu vinnuna nú í byrjun desember þau hafi ekki fengið jólagjöf þó þau hafi greitt í félagið allt árið. Þetta væru kaldar kveðjur, salt í sárið. Nóg væri nú samt. Formaður starfsmannafélagsins er Sigrún Inga Ævarsdóttir og hún var undrandi á því að þetta erindi sé komið til fjölmiðla því að málið sé óafgreitt, að heita megi. Til standi að taka það sérstaklega fyrir á stjórnarfundi en þar sitja tíu manns; ekki hafi gefist færi á að kalla saman stjórnina. Sjálf er Sigrún Inga í sóttkví. Í starfsmannafélaginu eru á milli 8 til 900 manns. Gefið var út á þá, alla skráða félagsmenn í desember, gjafabréf íslenskrar ferðaþjónustu í gegnum SAF að andvirði 20 þúsund króna. Sigrún Inga segir viðkomandi starfsmenn hafa fengið jólagjöf frá fyrirtækinu. En starfsmannafélagið er á sérstakri kennitölu og þar hafi ekki tíðkast að gefa jólagjafir. En vegna Covid-19 hafi ýmsir atburðir fallið niður. Þar ber hæst jólahlaðborðið í desember sem er helsti viðburðurinn á vegum starfsmannafélagsins og hefur verið haldið árum saman. En ekki í ár. „Jólagjöfin var einkum hugsuð sem sárabót fyrir það,“ segir Sigrún Inga í samtali við Vísi. Vísir hafði samband við Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúa Isavia og að hans sögn voru þeir 47 talsins sem létu af störfum hjá Isavia, þá móður- og dótturfélögum, um mánaðarmótin nóvember desember. Vinnumarkaður Fréttir af flugi Jól Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Sjá meira
Vísi hefur borist ábending frá starfsfólki Isavia og dótturfélögum, sem misstu vinnuna nú í byrjun desember þau hafi ekki fengið jólagjöf þó þau hafi greitt í félagið allt árið. Þetta væru kaldar kveðjur, salt í sárið. Nóg væri nú samt. Formaður starfsmannafélagsins er Sigrún Inga Ævarsdóttir og hún var undrandi á því að þetta erindi sé komið til fjölmiðla því að málið sé óafgreitt, að heita megi. Til standi að taka það sérstaklega fyrir á stjórnarfundi en þar sitja tíu manns; ekki hafi gefist færi á að kalla saman stjórnina. Sjálf er Sigrún Inga í sóttkví. Í starfsmannafélaginu eru á milli 8 til 900 manns. Gefið var út á þá, alla skráða félagsmenn í desember, gjafabréf íslenskrar ferðaþjónustu í gegnum SAF að andvirði 20 þúsund króna. Sigrún Inga segir viðkomandi starfsmenn hafa fengið jólagjöf frá fyrirtækinu. En starfsmannafélagið er á sérstakri kennitölu og þar hafi ekki tíðkast að gefa jólagjafir. En vegna Covid-19 hafi ýmsir atburðir fallið niður. Þar ber hæst jólahlaðborðið í desember sem er helsti viðburðurinn á vegum starfsmannafélagsins og hefur verið haldið árum saman. En ekki í ár. „Jólagjöfin var einkum hugsuð sem sárabót fyrir það,“ segir Sigrún Inga í samtali við Vísi. Vísir hafði samband við Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúa Isavia og að hans sögn voru þeir 47 talsins sem létu af störfum hjá Isavia, þá móður- og dótturfélögum, um mánaðarmótin nóvember desember.
Vinnumarkaður Fréttir af flugi Jól Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Sjá meira