Þýska deildin í meira en mánaðarfrí með tvo Íslendinga á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 12:31 Bjarki Már Elísson er hér fyrir miðju en hann komst upp í efsta sæti markalistans með því að enda árið á tíu marka leik. Getty/Frank Molter Tveir íslenskir landsliðsmenn eru í tveimur efstu sætunum á listanum yfir markahæstu leikmenn þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Þýska bundesligan í handbolta er komin í fjörtíu daga hlé vegna undankeppni EM og heimsmeistaramótsins í Egyptalandi. Það er afar skemmtilegt fyrir okkur Íslendinga að skorða listann yfir markahæstu leikmenn deildarinnar nú þegar hlé verður gert á keppninni í meira en mánuð. Íslensku landsliðsmennirnir Bjarki Már Elísson og Viggó Kristjánsson eru þar í efstu tveimur sætunum. Bjarki Már spilar með Lemgo en Viggó með TVB Stuttgart. Ein Blick auf den aktuellen Stand in der Torschützenliste der @liquimoly_hbl. #tbvlemgolippe #handball #liquimolyhbl #GemeinsamStark pic.twitter.com/1g6FXuIODr— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) December 29, 2020 Bjarki Már Elísson hefur tveggja marka forskot á landa sinn, er með 107 mörk á móti 105 mörkum frá Viggó en Bjarki hefur líka leikið einum leik meira. Bjarki Már komst upp í efsta sætið með því að skora tíu mörk í sigri Lemgo á Hannover-Burgdorf í síðasta leik ársins. Bjarki varð eins og kunnugt er markakóngur þýsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Viggó Kristjánsson hefur bara leikið fimmtán leiki og er því með fleiri mörk að meðaltali í leik en Bjarki eða sjö í leik. Viggó hefur einnig gefið 30 stoðsendingar á leiktíðinni og er því að koma með beinum hætti að níu mörkum í leik. Báðir eru þeir að skora mikið úr vítaköstum en Viggó er reyndar með átta fleiri vítamörk en Bjarki eða 39 á móti 27. Bjarki er því með fjórtán fleiri mörk utan af velli en hann er með langflest hraðaupphlaupsmörk í deildinni eða 37. Ómar Ingi Magnússon er síðan í sjötta sæti á markalistanum með 81 mark en Ómar er líka stoðsendingahæstur íslensku leikmannanna í deildinni og er þar í 11. sæti í allri deildinni. Ómar Ingi hefur komið með beinum hætti að 120 mörkum í fjórtán leikjum (81 mark og 39 stoðsendingar) eða 8,6 að meðaltali í leik. Þýski handboltinn Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Þýska bundesligan í handbolta er komin í fjörtíu daga hlé vegna undankeppni EM og heimsmeistaramótsins í Egyptalandi. Það er afar skemmtilegt fyrir okkur Íslendinga að skorða listann yfir markahæstu leikmenn deildarinnar nú þegar hlé verður gert á keppninni í meira en mánuð. Íslensku landsliðsmennirnir Bjarki Már Elísson og Viggó Kristjánsson eru þar í efstu tveimur sætunum. Bjarki Már spilar með Lemgo en Viggó með TVB Stuttgart. Ein Blick auf den aktuellen Stand in der Torschützenliste der @liquimoly_hbl. #tbvlemgolippe #handball #liquimolyhbl #GemeinsamStark pic.twitter.com/1g6FXuIODr— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) December 29, 2020 Bjarki Már Elísson hefur tveggja marka forskot á landa sinn, er með 107 mörk á móti 105 mörkum frá Viggó en Bjarki hefur líka leikið einum leik meira. Bjarki Már komst upp í efsta sætið með því að skora tíu mörk í sigri Lemgo á Hannover-Burgdorf í síðasta leik ársins. Bjarki varð eins og kunnugt er markakóngur þýsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Viggó Kristjánsson hefur bara leikið fimmtán leiki og er því með fleiri mörk að meðaltali í leik en Bjarki eða sjö í leik. Viggó hefur einnig gefið 30 stoðsendingar á leiktíðinni og er því að koma með beinum hætti að níu mörkum í leik. Báðir eru þeir að skora mikið úr vítaköstum en Viggó er reyndar með átta fleiri vítamörk en Bjarki eða 39 á móti 27. Bjarki er því með fjórtán fleiri mörk utan af velli en hann er með langflest hraðaupphlaupsmörk í deildinni eða 37. Ómar Ingi Magnússon er síðan í sjötta sæti á markalistanum með 81 mark en Ómar er líka stoðsendingahæstur íslensku leikmannanna í deildinni og er þar í 11. sæti í allri deildinni. Ómar Ingi hefur komið með beinum hætti að 120 mörkum í fjórtán leikjum (81 mark og 39 stoðsendingar) eða 8,6 að meðaltali í leik.
Þýski handboltinn Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira