Þýska deildin í meira en mánaðarfrí með tvo Íslendinga á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 12:31 Bjarki Már Elísson er hér fyrir miðju en hann komst upp í efsta sæti markalistans með því að enda árið á tíu marka leik. Getty/Frank Molter Tveir íslenskir landsliðsmenn eru í tveimur efstu sætunum á listanum yfir markahæstu leikmenn þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Þýska bundesligan í handbolta er komin í fjörtíu daga hlé vegna undankeppni EM og heimsmeistaramótsins í Egyptalandi. Það er afar skemmtilegt fyrir okkur Íslendinga að skorða listann yfir markahæstu leikmenn deildarinnar nú þegar hlé verður gert á keppninni í meira en mánuð. Íslensku landsliðsmennirnir Bjarki Már Elísson og Viggó Kristjánsson eru þar í efstu tveimur sætunum. Bjarki Már spilar með Lemgo en Viggó með TVB Stuttgart. Ein Blick auf den aktuellen Stand in der Torschützenliste der @liquimoly_hbl. #tbvlemgolippe #handball #liquimolyhbl #GemeinsamStark pic.twitter.com/1g6FXuIODr— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) December 29, 2020 Bjarki Már Elísson hefur tveggja marka forskot á landa sinn, er með 107 mörk á móti 105 mörkum frá Viggó en Bjarki hefur líka leikið einum leik meira. Bjarki Már komst upp í efsta sætið með því að skora tíu mörk í sigri Lemgo á Hannover-Burgdorf í síðasta leik ársins. Bjarki varð eins og kunnugt er markakóngur þýsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Viggó Kristjánsson hefur bara leikið fimmtán leiki og er því með fleiri mörk að meðaltali í leik en Bjarki eða sjö í leik. Viggó hefur einnig gefið 30 stoðsendingar á leiktíðinni og er því að koma með beinum hætti að níu mörkum í leik. Báðir eru þeir að skora mikið úr vítaköstum en Viggó er reyndar með átta fleiri vítamörk en Bjarki eða 39 á móti 27. Bjarki er því með fjórtán fleiri mörk utan af velli en hann er með langflest hraðaupphlaupsmörk í deildinni eða 37. Ómar Ingi Magnússon er síðan í sjötta sæti á markalistanum með 81 mark en Ómar er líka stoðsendingahæstur íslensku leikmannanna í deildinni og er þar í 11. sæti í allri deildinni. Ómar Ingi hefur komið með beinum hætti að 120 mörkum í fjórtán leikjum (81 mark og 39 stoðsendingar) eða 8,6 að meðaltali í leik. Þýski handboltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Þýska bundesligan í handbolta er komin í fjörtíu daga hlé vegna undankeppni EM og heimsmeistaramótsins í Egyptalandi. Það er afar skemmtilegt fyrir okkur Íslendinga að skorða listann yfir markahæstu leikmenn deildarinnar nú þegar hlé verður gert á keppninni í meira en mánuð. Íslensku landsliðsmennirnir Bjarki Már Elísson og Viggó Kristjánsson eru þar í efstu tveimur sætunum. Bjarki Már spilar með Lemgo en Viggó með TVB Stuttgart. Ein Blick auf den aktuellen Stand in der Torschützenliste der @liquimoly_hbl. #tbvlemgolippe #handball #liquimolyhbl #GemeinsamStark pic.twitter.com/1g6FXuIODr— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) December 29, 2020 Bjarki Már Elísson hefur tveggja marka forskot á landa sinn, er með 107 mörk á móti 105 mörkum frá Viggó en Bjarki hefur líka leikið einum leik meira. Bjarki Már komst upp í efsta sætið með því að skora tíu mörk í sigri Lemgo á Hannover-Burgdorf í síðasta leik ársins. Bjarki varð eins og kunnugt er markakóngur þýsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Viggó Kristjánsson hefur bara leikið fimmtán leiki og er því með fleiri mörk að meðaltali í leik en Bjarki eða sjö í leik. Viggó hefur einnig gefið 30 stoðsendingar á leiktíðinni og er því að koma með beinum hætti að níu mörkum í leik. Báðir eru þeir að skora mikið úr vítaköstum en Viggó er reyndar með átta fleiri vítamörk en Bjarki eða 39 á móti 27. Bjarki er því með fjórtán fleiri mörk utan af velli en hann er með langflest hraðaupphlaupsmörk í deildinni eða 37. Ómar Ingi Magnússon er síðan í sjötta sæti á markalistanum með 81 mark en Ómar er líka stoðsendingahæstur íslensku leikmannanna í deildinni og er þar í 11. sæti í allri deildinni. Ómar Ingi hefur komið með beinum hætti að 120 mörkum í fjórtán leikjum (81 mark og 39 stoðsendingar) eða 8,6 að meðaltali í leik.
Þýski handboltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira