Varsjáin hefur „tekið“ mest af Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 11:31 Leikmenn Liverpool hópast að Craig Pawson dómara og eru allt annað en sáttir. Getty/Robbie Jay Barratt Staðreyndirnar tala sínu máli. Varsjáin hefur tekið mest að Englandsmeisturum Liverpool af öllum tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Varsjáin er auðvitað til taks til að leiðrétta mistök dómara en oftar en ekki hefur hún verið að dæma eftir millimetrum eða í mjög tæpum atvikum sem hefur pirrað margan knattspyrnuáhugamanninn. Stuðningsmenn Liverpool eru örugglega á taugum eftir þessa fyrstu mánuði tímabilsins enda hefur Varsjáin ekki verið liðinu hagstæð þar sem af er. Jürgen Klopp og lærisveinar hans hafa átta sinnum þurft að horfa upp á VAR taka eitthvað af liðinu á þessu tímabili. Aðeins þrisvar hefur VAR dómur fallið með Liverpool liðinu. Liverpool Echo sló upp samantekt frá ESPN þar sem má sjá lista yfir plús og mínus stöðu liðanna í deildinni út frá hagstæðum og óhagstæðum dómum myndbandadómaranna í Stockley Park. Liverpool have been the worst affected team in the Premier League when it comes to VAR this season. Figures published by ESPN show that no other side has suffered more in terms of decision overturned on video evidence. #awlfc [liverpool echo] pic.twitter.com/pRLrtGWj4G— Anfield Watch (@AnfieldWatch) December 29, 2020 Liverpooo er eina liðið sem er með fimm í mínus en er enn fremur í hópi sjö liða sem eru í mínus. Næstverst hefur Varsjáin bitnað á liði West Bromwich Albion. Wolverhampton Wanderers, Tottenham Hotspur, Arsenal, Leicester City og Fulham eru einnig í mínus. Frægustu afskpti Varsjárinnar af Liverpool eru auðvitað í 2-2 jafnteflinu á móti Everton þegar sigurmark Jordan Henderson var dæmt af vegna mjög tæprar rangstöðu á Sadio Mane í aðdragandanum. Liverpool fékk líka þrjá dóma á móti sér í 1-1 jafntefli á móti Brighton & Hove Albion þar sem mörk Mohamed Salah og Sadio Mane voru dæmt af og VAR dæmdi svo víti á Andrew Robertson í blálokin. Það lið sem kemur best út úr Varsjánni eru Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton sem eru með þrjár fleiri hagstæða dóma en óhagstæða. Aðeins einu sinni á tímabilinu hefur VAR tekið eitthvað af Everton liðinu. Næst á eftir eru Brighton & Hove Albion, Burnley, Chelsea, Newcastle United, Sheffield United og Southampton sem eru öll með tvö atvik í plús. Svona er VAR-staðan á liðum ensku úrvalsdeildarinnar: Everton +3 Brighton & Hove Albion +2 Burnley +2 Chelsea +2 Newcastle +2 Sheffield United +2 Southampton +2 Leeds +1 West Ham +1 Aston Villa 0 Crystal Palace 0 Manchester City 0 Manchester United 0 Fulham -1 Leicester City -1 Arsenal -2 Tottenham Hotspur -2 Wolves -2 West Brom -4 Liverpool -5 Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sjá meira
Varsjáin er auðvitað til taks til að leiðrétta mistök dómara en oftar en ekki hefur hún verið að dæma eftir millimetrum eða í mjög tæpum atvikum sem hefur pirrað margan knattspyrnuáhugamanninn. Stuðningsmenn Liverpool eru örugglega á taugum eftir þessa fyrstu mánuði tímabilsins enda hefur Varsjáin ekki verið liðinu hagstæð þar sem af er. Jürgen Klopp og lærisveinar hans hafa átta sinnum þurft að horfa upp á VAR taka eitthvað af liðinu á þessu tímabili. Aðeins þrisvar hefur VAR dómur fallið með Liverpool liðinu. Liverpool Echo sló upp samantekt frá ESPN þar sem má sjá lista yfir plús og mínus stöðu liðanna í deildinni út frá hagstæðum og óhagstæðum dómum myndbandadómaranna í Stockley Park. Liverpool have been the worst affected team in the Premier League when it comes to VAR this season. Figures published by ESPN show that no other side has suffered more in terms of decision overturned on video evidence. #awlfc [liverpool echo] pic.twitter.com/pRLrtGWj4G— Anfield Watch (@AnfieldWatch) December 29, 2020 Liverpooo er eina liðið sem er með fimm í mínus en er enn fremur í hópi sjö liða sem eru í mínus. Næstverst hefur Varsjáin bitnað á liði West Bromwich Albion. Wolverhampton Wanderers, Tottenham Hotspur, Arsenal, Leicester City og Fulham eru einnig í mínus. Frægustu afskpti Varsjárinnar af Liverpool eru auðvitað í 2-2 jafnteflinu á móti Everton þegar sigurmark Jordan Henderson var dæmt af vegna mjög tæprar rangstöðu á Sadio Mane í aðdragandanum. Liverpool fékk líka þrjá dóma á móti sér í 1-1 jafntefli á móti Brighton & Hove Albion þar sem mörk Mohamed Salah og Sadio Mane voru dæmt af og VAR dæmdi svo víti á Andrew Robertson í blálokin. Það lið sem kemur best út úr Varsjánni eru Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton sem eru með þrjár fleiri hagstæða dóma en óhagstæða. Aðeins einu sinni á tímabilinu hefur VAR tekið eitthvað af Everton liðinu. Næst á eftir eru Brighton & Hove Albion, Burnley, Chelsea, Newcastle United, Sheffield United og Southampton sem eru öll með tvö atvik í plús. Svona er VAR-staðan á liðum ensku úrvalsdeildarinnar: Everton +3 Brighton & Hove Albion +2 Burnley +2 Chelsea +2 Newcastle +2 Sheffield United +2 Southampton +2 Leeds +1 West Ham +1 Aston Villa 0 Crystal Palace 0 Manchester City 0 Manchester United 0 Fulham -1 Leicester City -1 Arsenal -2 Tottenham Hotspur -2 Wolves -2 West Brom -4 Liverpool -5
Svona er VAR-staðan á liðum ensku úrvalsdeildarinnar: Everton +3 Brighton & Hove Albion +2 Burnley +2 Chelsea +2 Newcastle +2 Sheffield United +2 Southampton +2 Leeds +1 West Ham +1 Aston Villa 0 Crystal Palace 0 Manchester City 0 Manchester United 0 Fulham -1 Leicester City -1 Arsenal -2 Tottenham Hotspur -2 Wolves -2 West Brom -4 Liverpool -5
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sjá meira