Tregir Frakkar: Aðeins fjórir af tíu hyggjast þiggja bólusetningu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. desember 2020 21:08 Bólusetningar hófust í Frakklandi á sunnudag. epa/Thomas Samson Aðeins fjórir af hverjum tíu Frökkum hyggst láta bólusetja sig gegn Covid-19, samkvæmt niðurstöðum könnunar Ipsos Global Advisor og World Economic Forum. Aðrar þjóðir sem virðast tregar til eru íbúar Rússlands, þar sem hlutfallið er 43 prósent, og íbúar Suður-Afríku, þar sem hlutfallið er 53 prósent. Um 80 prósent Kínverja hyggst láta bólusetja sig og 77 prósent Breta, samkvæmt könnuninni. Helsta ástæða þess að menn veigra sér við bólusetningu er óttinn við aukaverkanir. Frakkar hófu bólusetningar á sunnudag en þær hafa farið hægt af stað og fyrstu þrjá dagana voru aðeins um 100 manns bólusettir. Heilbrigðisráðherra landsins hefur hins vegar vísað gagnrýni á bug og sagt aðgerðirnar maraþon en ekki spretthlaup. Frakkar eiga von á um 500 þúsund skömmtum af bóluefnum vikulega og veitir ekki af. Alls greindust 11.395 með Covid-19 síðasta sólahring og þá fjölgaði sjúkrahúsinnlögnum fjórða daginn í röð. 2,57 milljónir hafa greinst með SARS-CoV-2 í Frakklandi og 64.078 látist, þar af 969 á síðastliðnum 24 klukkustundum. Heilbrigðisráðherrann Olivier Véran sagði í dag að stjórnvöld myndu brátt koma á útgöngubanni frá kl. 18 á sumum svæðum í austurhluta landsins, í stað kl. 20. Þó sagði hann ekki standa til að koma á hertum takmörkunum almennt, jafnvel þótt fjöldi daglegra smita sé langt yfir 5.000 smita viðmiði stjórnvalda. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Aðrar þjóðir sem virðast tregar til eru íbúar Rússlands, þar sem hlutfallið er 43 prósent, og íbúar Suður-Afríku, þar sem hlutfallið er 53 prósent. Um 80 prósent Kínverja hyggst láta bólusetja sig og 77 prósent Breta, samkvæmt könnuninni. Helsta ástæða þess að menn veigra sér við bólusetningu er óttinn við aukaverkanir. Frakkar hófu bólusetningar á sunnudag en þær hafa farið hægt af stað og fyrstu þrjá dagana voru aðeins um 100 manns bólusettir. Heilbrigðisráðherra landsins hefur hins vegar vísað gagnrýni á bug og sagt aðgerðirnar maraþon en ekki spretthlaup. Frakkar eiga von á um 500 þúsund skömmtum af bóluefnum vikulega og veitir ekki af. Alls greindust 11.395 með Covid-19 síðasta sólahring og þá fjölgaði sjúkrahúsinnlögnum fjórða daginn í röð. 2,57 milljónir hafa greinst með SARS-CoV-2 í Frakklandi og 64.078 látist, þar af 969 á síðastliðnum 24 klukkustundum. Heilbrigðisráðherrann Olivier Véran sagði í dag að stjórnvöld myndu brátt koma á útgöngubanni frá kl. 18 á sumum svæðum í austurhluta landsins, í stað kl. 20. Þó sagði hann ekki standa til að koma á hertum takmörkunum almennt, jafnvel þótt fjöldi daglegra smita sé langt yfir 5.000 smita viðmiði stjórnvalda.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira