Segja má að fjöldabólusetningin í Þýskalandi um helgina hafi þannig ekki farið hnökralaust af stað, en hjúkrunarheimilið sem um ræðir er að finna í borginni Stralsund, skammt frá Rostock, í Vorpommern-Rügen.
Deutsche Welle segir frá því að starfsmennirnir átta – sjö konur og einn karl – séu á aldrinum 38 til 54 ára, og hafi fengið sprautu af BioNTech-Pfizer bóluefninu í gær.
Stefan Kerth, æðsti embættismaður (þ. Landrat) í Vorpommern-Rügen, segist harma atvikið mjög og segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. „Ég vonast til að hlutaðeigandi muni ekki upplifa neinar alvarlegar aukaverkanir.“
Yfirvöld í Vorpommern-Rügen hafa lagt áherslu á að BioNtech hafi gefið stærri skammta í fyrsta tilraunafasa bóluefnisins, án þess að nokkur alvarleg atvik hafi komið upp.
Bólusetning gegn Covid-19 hófst í Þýskalandi og öðrum aðildarríkjum ESB um helgina.