„Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. desember 2020 10:45 Þorleifur Hauksson sagði það ekki hafa verið neitt vont að fá bólusetningu gegn Covid-19. Vísir/KMU Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. Bólusetningin hófst klukkan 10 og fór fram við hátíðlega athöfn í Seljahlíð. Brigitte Einarsson, hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri á hjúkrunarheimilinu, gaf bóluefnið. Brigitte er frá Austurríki en hefur búið hér á landi í 34 ár og starfað í Seljahlíð í tuttugu ár. Á meðal viðstaddra voru Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Áður en bólusetningin hófst tók Margrét Árdís Ósvaldsdóttir, forstöðumaður Seljahlíðar, til máls og spurði Þorleif meðal annars hvort hann væri spenntur. „Mjög svo,“ svaraði hann. Bólusetningin tók svo stutta stund, aðeins nokkrar sekúndur, og gekk vel. Að henni lokinni var Þorleifur spurður hvort þetta hefði verið vont. Svaraði hann því til að svo hefði ekki verið. „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu,“ sagði Þorleifur. Þá sagðist hann ekki þekkja neinn sem ætlaði ekki að fá bóluefni en hins vegar þekkti hann nokkra sem hefðu fengið Covid-19 og töldu sig því ekki þurfa bólusetningu. Það er einmitt svo að þeir sem hafa fengið staðfest Covid-19 með PCR-greiningar prófi eða mótefnamælingu þurfa ekki að fara í bólusetningu, að því er fram kemur á vef landlæknis. Þorleifur uppskar hlátur viðstaddra þegar hann sagðist ekki ætla að gera neitt sérstakt eftir mánuð þegar hann verður búinn að fá seinni skammt bóluefnisins. Þorleifur Hauksson fær sér glas af eplasafa fyrir sprautuna.Vísir/KMU Hann var spurður hvort hann ætlaði ekki að rjúka niður í bæ eða eitthvað slíkt. „Ég fer ekki í bæinn nema ég þurfi,“ svaraði Þorleifur en tók undir að bólusetning veitti honum vissulega meira frelsi til þess að fara um. Fylgst var með bólusetningunni í beinni útsendingu hér á Vísi. Upptökuna má nálgast í spilaranum ofar í fréttinni og hér fyrir neðan má nálgast vaktina sem var í gangi á meðan Þorleifur var bólusettur.
Bólusetningin hófst klukkan 10 og fór fram við hátíðlega athöfn í Seljahlíð. Brigitte Einarsson, hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri á hjúkrunarheimilinu, gaf bóluefnið. Brigitte er frá Austurríki en hefur búið hér á landi í 34 ár og starfað í Seljahlíð í tuttugu ár. Á meðal viðstaddra voru Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Áður en bólusetningin hófst tók Margrét Árdís Ósvaldsdóttir, forstöðumaður Seljahlíðar, til máls og spurði Þorleif meðal annars hvort hann væri spenntur. „Mjög svo,“ svaraði hann. Bólusetningin tók svo stutta stund, aðeins nokkrar sekúndur, og gekk vel. Að henni lokinni var Þorleifur spurður hvort þetta hefði verið vont. Svaraði hann því til að svo hefði ekki verið. „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu,“ sagði Þorleifur. Þá sagðist hann ekki þekkja neinn sem ætlaði ekki að fá bóluefni en hins vegar þekkti hann nokkra sem hefðu fengið Covid-19 og töldu sig því ekki þurfa bólusetningu. Það er einmitt svo að þeir sem hafa fengið staðfest Covid-19 með PCR-greiningar prófi eða mótefnamælingu þurfa ekki að fara í bólusetningu, að því er fram kemur á vef landlæknis. Þorleifur uppskar hlátur viðstaddra þegar hann sagðist ekki ætla að gera neitt sérstakt eftir mánuð þegar hann verður búinn að fá seinni skammt bóluefnisins. Þorleifur Hauksson fær sér glas af eplasafa fyrir sprautuna.Vísir/KMU Hann var spurður hvort hann ætlaði ekki að rjúka niður í bæ eða eitthvað slíkt. „Ég fer ekki í bæinn nema ég þurfi,“ svaraði Þorleifur en tók undir að bólusetning veitti honum vissulega meira frelsi til þess að fara um. Fylgst var með bólusetningunni í beinni útsendingu hér á Vísi. Upptökuna má nálgast í spilaranum ofar í fréttinni og hér fyrir neðan má nálgast vaktina sem var í gangi á meðan Þorleifur var bólusettur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira