Allir þrír íslensku körfuboltastrákarnir í spænsku deildinni í beinni í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2020 08:00 Martin Hermannsson endar daginn með Valencia en hann átti mjög flottan leik með liðunu á dögunum. Getty/JM Casares Þrír leikir í ACB deildinni í körfubolta verða í beinni á sportstöðvunum í dag en öll Íslendingaliðin þrjú spila þá í sextándu umferð spænska körfuboltans. Haukur Helgi Pálsson byrjar veisluna, svo tekur við leikur með Tryggva Snæ Hlinasyni og loks er leikur með Martin Hermannssyni um kvöldið. Þetta eru einmitt síðustu þrír leikir leikir Íslendingaliðanna á árinu 2020 en þessir þrír urðu einmitt í þremur efstu sætunum í kjöri Körfuknattleikssambands Íslands á Körfuboltamanni ársins. Fyrsti leikur dagsins er leikur Iberostar Tenerife og MoraBanc Andorra sem hefst klukkan 14.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Haukur Helgi Pálsson og félagar í MoraBanc Andorra eru þar í heimsókn á Kanaríeyjum. Verkefnið verður ekki mikið erfiðara fyrir Hauk Helga og félaga enda er Iberostar Tenerife í öðru sæti deildarinnar með tólf sigra í fjórtán leikjum. MoraBanc Andorra er sjö sætum neðar með sjö sigra í þrettán leikjum. Haukur Helgi Pálsson er með 8,6 stig, 2,2 fráköst og 1,5 stoðsendingu að meðaltali á 17,5 mínútum í spænsku deildinni í vetur en hann hefur sett niður 43 prósent þriggja stiga skota sinna og skorað 1,4 þrista að meðaltali í leik. Annar leikur dagsins er leikur Casademont Zaragoza og TD Systems Baskonia sem hefst klukkan 17.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Casademont Zaragoza fá þarna liðið í fjórða sæti í heimsókn en þeir sjálfir eru tólf sætum neðar í töflunni. Tryggvi Snær Hlinason er með 8,9 stig, 5,7 fráköst og 1,1 varið skot að meðaltali á 19,2 mínútum í leik í spænsku deildini í vetur en hann hefur nýtt 78 prósent skota sinna og troðið boltanum 29 sinnum í körfuna í fimmtán leikjum. Lokaleikur dagsins er leikur Valencia Basket Club og Acunsa GBC sem hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Martin Hermannsson og félagar í Valencia fá þarna neðsta lið deildarinnar í heimsókn. Valencia er í áttunda sæti með átta sigra í fjórtán leikjum. Martin Hermannsson er með 6,7 stig, 1,4 fráköst og 2,1 stoðsendingu að meðaltali á 15,2 mínútum í leik en hann hefur nýtt 43 prósent þriggja stiga skota sinna og 88 prósent vítanna. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski körfuboltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson byrjar veisluna, svo tekur við leikur með Tryggva Snæ Hlinasyni og loks er leikur með Martin Hermannssyni um kvöldið. Þetta eru einmitt síðustu þrír leikir leikir Íslendingaliðanna á árinu 2020 en þessir þrír urðu einmitt í þremur efstu sætunum í kjöri Körfuknattleikssambands Íslands á Körfuboltamanni ársins. Fyrsti leikur dagsins er leikur Iberostar Tenerife og MoraBanc Andorra sem hefst klukkan 14.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Haukur Helgi Pálsson og félagar í MoraBanc Andorra eru þar í heimsókn á Kanaríeyjum. Verkefnið verður ekki mikið erfiðara fyrir Hauk Helga og félaga enda er Iberostar Tenerife í öðru sæti deildarinnar með tólf sigra í fjórtán leikjum. MoraBanc Andorra er sjö sætum neðar með sjö sigra í þrettán leikjum. Haukur Helgi Pálsson er með 8,6 stig, 2,2 fráköst og 1,5 stoðsendingu að meðaltali á 17,5 mínútum í spænsku deildinni í vetur en hann hefur sett niður 43 prósent þriggja stiga skota sinna og skorað 1,4 þrista að meðaltali í leik. Annar leikur dagsins er leikur Casademont Zaragoza og TD Systems Baskonia sem hefst klukkan 17.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Casademont Zaragoza fá þarna liðið í fjórða sæti í heimsókn en þeir sjálfir eru tólf sætum neðar í töflunni. Tryggvi Snær Hlinason er með 8,9 stig, 5,7 fráköst og 1,1 varið skot að meðaltali á 19,2 mínútum í leik í spænsku deildini í vetur en hann hefur nýtt 78 prósent skota sinna og troðið boltanum 29 sinnum í körfuna í fimmtán leikjum. Lokaleikur dagsins er leikur Valencia Basket Club og Acunsa GBC sem hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Martin Hermannsson og félagar í Valencia fá þarna neðsta lið deildarinnar í heimsókn. Valencia er í áttunda sæti með átta sigra í fjórtán leikjum. Martin Hermannsson er með 6,7 stig, 1,4 fráköst og 2,1 stoðsendingu að meðaltali á 15,2 mínútum í leik en hann hefur nýtt 43 prósent þriggja stiga skota sinna og 88 prósent vítanna. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira