„Þessar hugmyndir hafa verið viðraðar af sóttvarnalækni og Kára Stefánssyni“ Birgir Olgeirsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 25. desember 2020 15:21 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm „Við vorum bara fyrst og fremst að fara yfir stöðu mála,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um fund sem hún átti með Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og yfirmanni bóluefnamála hjá bandaríska lyfjaframleiðandanum Pfizer. Þar voru hugmyndir viðraðar um að Ísland yrði notað undir lokarannsóknir á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. „Ísland er auðvitað í samstarfi með Evrópusambandinu og Noregi um öflun bóluefna sem ég tel að hafi verið rétt aðferðafræði. En um leið erum við alltaf að gæta hagsmuna íslensks samfélags hvar sem við erum. Það gerum við meðal annars með því að minna á okkur á öllum vígstöðum og til þess var þessi fundur ætlaður,“ segir Katrín um fundinn sem Kári Stefánsson kom á með yfirmanni bóluefnamála hjá Pfizer. Hugmyndin er sú að fá 400 þúsund skammta af bóluefninu frá Pfizer hingað til lands til að bólusetja um 60 prósent þjóðarinnar. Yrði í raun þannig kannað hvort að kveða megi veiruna niður hjá heilli þjóð með bóluefninu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann hefði sett sig í samband við Pfizer 15. desember síðastliðinn og borið fram hugmynd um að Ísland yrði notað í slíkar tilraunir. Hugmyndin hefði fyrst komið frá honum. Kári Stefánsson sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði ekki vitað af því að Þórólfur hefði stungið upp á þessu áður en hann átti fundinn með fulltrúa Pfizer. Katrín Jakobsdóttir hafði hins vegar heyrt af þessari hugmynd sóttvarnalæknis áður en hún sat fundinn með Pfizer. „Sóttvarnalæknir hafði upplýst ráðherranefnd um það núna í desember,“ segir Katrín. Hún segir það hafa verið rætt á Pfizer-fundinum að það gæti orðið áhugavert að bólusetja íslenskt samfélag svo hægt sé að vega og meta áhrif bólusetningarinnar og fylgjast grannt með. „Við erum auðvitað samfélag með sterka innviði sem getur bólusett hratt, sem ekki öll samfélög geta. Þannig að þessar hugmyndir hafa verið viðraðar af sóttvarnalækni og Kára Stefánssyni.“ Hugmyndin sé enn á samtalsstigi og ekki hægt að segja á þessari stundu hvort af henni verður. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Þar voru hugmyndir viðraðar um að Ísland yrði notað undir lokarannsóknir á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. „Ísland er auðvitað í samstarfi með Evrópusambandinu og Noregi um öflun bóluefna sem ég tel að hafi verið rétt aðferðafræði. En um leið erum við alltaf að gæta hagsmuna íslensks samfélags hvar sem við erum. Það gerum við meðal annars með því að minna á okkur á öllum vígstöðum og til þess var þessi fundur ætlaður,“ segir Katrín um fundinn sem Kári Stefánsson kom á með yfirmanni bóluefnamála hjá Pfizer. Hugmyndin er sú að fá 400 þúsund skammta af bóluefninu frá Pfizer hingað til lands til að bólusetja um 60 prósent þjóðarinnar. Yrði í raun þannig kannað hvort að kveða megi veiruna niður hjá heilli þjóð með bóluefninu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann hefði sett sig í samband við Pfizer 15. desember síðastliðinn og borið fram hugmynd um að Ísland yrði notað í slíkar tilraunir. Hugmyndin hefði fyrst komið frá honum. Kári Stefánsson sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði ekki vitað af því að Þórólfur hefði stungið upp á þessu áður en hann átti fundinn með fulltrúa Pfizer. Katrín Jakobsdóttir hafði hins vegar heyrt af þessari hugmynd sóttvarnalæknis áður en hún sat fundinn með Pfizer. „Sóttvarnalæknir hafði upplýst ráðherranefnd um það núna í desember,“ segir Katrín. Hún segir það hafa verið rætt á Pfizer-fundinum að það gæti orðið áhugavert að bólusetja íslenskt samfélag svo hægt sé að vega og meta áhrif bólusetningarinnar og fylgjast grannt með. „Við erum auðvitað samfélag með sterka innviði sem getur bólusett hratt, sem ekki öll samfélög geta. Þannig að þessar hugmyndir hafa verið viðraðar af sóttvarnalækni og Kára Stefánssyni.“ Hugmyndin sé enn á samtalsstigi og ekki hægt að segja á þessari stundu hvort af henni verður.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira