Ferðast í stað þess að halda jól og borða á Mandi í kvöld Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. desember 2020 16:17 Jenný, sextán ára, og Hrafnkell, þrettán ára, stóðu vaktina í Hjálpræðishernum í dag. Systkinin Jenný Una og Hrafn Óli Eiríksbörn halda ekki jól. Þeim finnst það allt í lagi því þau fá að ferðast þau um heiminn með mömmu sinni í staðinn. Heimsfaraldur setti raunar strik í reikninginn þetta árið þannig að þau mæðgin ákváðu að gerast sjálfboðaliðar hjá Hjálpræðishernum - sem þeim þykir virkilega skemmtilegt. „Mömmu finnst stress að eyða pening og þannig, þannig að við ferðumst í staðinn en útaf Covid þá getum við það ekki, þannig að við ákváðum bara að koma hingað,” segir Jenný. Þau hafa ferðast víða en Spánn og Svíþjóð standa upp úr hjá þeim. Þau segjast miklu frekar vilja ferðast en að halda jólin. „Við fáum alveg einhverja pakka frá frænku og frænda og ömmu og afa,” segir Jenný. „Við eigum líka bæði afmæli í desember,” bætir Hrafnkell við, en hann varð þrettán ára í gær. „Þetta er ekkert mikill munur, nema bara að það er ekki jólamatur eða jólatré heima,” segir Jenný. Vinir þeirra sýna jólaleysi þeirra skilning, þó einhverjum þyki það skrítið. „Ég er kölluð svona jólahatari, eða Grinch, því mér finnst jólin ekkert það skemmtileg. Þetta er bara ekkert mikið mál hjá okkur. Þeim finnst þetta frekar skrítið en eru ekkert á móti því, þau skilja þetta alveg,” segir Jenný. Vinir Hrafnkels kippa sér minna upp við þetta. „Þeim er alveg sama,” segir hann. Systkinin stóðu vaktina í Hjálpræðishernum í dag og ætla að enda daginn á sýrlenska veitingastaðnum Mandi. Þau taka bæði fram að þeim þyki ánægjulegt að hafa getað gert gagn í dag og ætla að halda áfram sjálfboðaliðastörfum. Fréttastofa leit við í Hjálpræðishernum í dag en þar voru hátt í þrjú hundruð manns. Rætt er við Hannes Bjarnason, kaptein Hjálpræðishersins, í spilaranum hér fyrir neðan. Jól Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
„Mömmu finnst stress að eyða pening og þannig, þannig að við ferðumst í staðinn en útaf Covid þá getum við það ekki, þannig að við ákváðum bara að koma hingað,” segir Jenný. Þau hafa ferðast víða en Spánn og Svíþjóð standa upp úr hjá þeim. Þau segjast miklu frekar vilja ferðast en að halda jólin. „Við fáum alveg einhverja pakka frá frænku og frænda og ömmu og afa,” segir Jenný. „Við eigum líka bæði afmæli í desember,” bætir Hrafnkell við, en hann varð þrettán ára í gær. „Þetta er ekkert mikill munur, nema bara að það er ekki jólamatur eða jólatré heima,” segir Jenný. Vinir þeirra sýna jólaleysi þeirra skilning, þó einhverjum þyki það skrítið. „Ég er kölluð svona jólahatari, eða Grinch, því mér finnst jólin ekkert það skemmtileg. Þetta er bara ekkert mikið mál hjá okkur. Þeim finnst þetta frekar skrítið en eru ekkert á móti því, þau skilja þetta alveg,” segir Jenný. Vinir Hrafnkels kippa sér minna upp við þetta. „Þeim er alveg sama,” segir hann. Systkinin stóðu vaktina í Hjálpræðishernum í dag og ætla að enda daginn á sýrlenska veitingastaðnum Mandi. Þau taka bæði fram að þeim þyki ánægjulegt að hafa getað gert gagn í dag og ætla að halda áfram sjálfboðaliðastörfum. Fréttastofa leit við í Hjálpræðishernum í dag en þar voru hátt í þrjú hundruð manns. Rætt er við Hannes Bjarnason, kaptein Hjálpræðishersins, í spilaranum hér fyrir neðan.
Jól Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira