Kóbítur – tillaga að nýyrði yfir Covid-19 Arinbjörn Sigurgeirsson skrifar 24. desember 2020 14:59 Með þessari grein langar mig að kynna tillögu að nýyrði – kóbítur í stað Covid-19. Okkur Íslendingum er nauðsynlegt að koma okkur saman um íslensk nýyrði yfir margt nýtt og breytt í tilveru okkar. Sjúkdómurinn og heimsfaraldurinn Covid-19 sem nú skekur tilveru okkar er dæmi um þetta, við þurfum gott lýsandi íslenskt heiti fyrir þessa óværu, því alþjóðlega heitið Covid-19 fellur ekki vel að íslenskunni. Varnir gegn sjúkdómnum og fjölbreyttar afleiðingar hans eru alla daga í umræðunni. Svo verður fram eftir næsta ári og vafalítið næstu áratugi. Spænska veikin mannskæða, sem blessunarlega hefur íslenskt heiti, hefur ítrekað komið upp í umræðunni undanfarið, um hundrað árum eftir að hún felldi tugi milljóna manna. Það sýnir okkur að nauðsynlegt er að fá hið fyrsta skýrt og lýsandi íslenskt heiti á núverandi faraldur. Ég hugsa mikið um góða íslensku, lýsandi orð og orðasambönd, ekki síst eftir að ég birti kynningarsíðuna www.textagerd.is og fór að vinna enn meira í textagerð og prófarkalestri. Og nýlega kom fram í huga mínum þetta orð, kóbítur – sem nýyrði yfir Covid-19 sjúkdóminn. Ég hef gert rökstudda tillögu um orðið kóbít á nýyrðavef Árnastofnunar. Fallbeyging orðsins er: Hér er kóbítur, um kóbít, frá kóbít, til kóbíts. Og með greini: Kóbíturinn, kóbítinn, kóbítnum - kóbítsins. Fleirtala á ekki við kóbít, orðið stendur fyrir einn sjúkdóm og heimsfaraldur og er því bara í eintölu. Hvers vegna orðið kóbítur? Það eru líkindi í framburði orðanna, sérstaklega í upphafshljómi þeirra. Þegar við tölum um kóbít hljómar orðið svipað og erlenda heitið Covid. Þar er því ákveðin tenging. Og hvers vegna endingin -bítur? Kóbítur á sér fleiri en eina fyrirmynd eða hliðstæðu, orð með endinguna -bítur. Hér eru þrjú dæmi: Dýrbítur, sem er hundur eða tófa sem bítur lifandi sauðfé og stórslasar og dregur iðulega til dauða. Nábítur, sem er verkur í brjósti, brjóstsviði. Hælbítur, sá eða sú sem talar illa um aðra, fer með óhróður um aðra. Allt neikvæð orð. Það er margt fleira sem bítur, svo sem kuldi og frost, slöngur, snákar og fleiri dýr. Sum þessara bita eru lífshættuleg. Kóbíturinn „bítur“ fólk og efnahagslíf illa og getur valdið miklum áhrifum, til skamms og langs tíma. Líkamleg áhrif geta verið veruleg og lífshættuleg. Og skilið fólk eftir með alvarleg líkamleg og andleg eftirköst sem ekki sér fyrir endann á. Nauðsynlegar og íþyngjandi sóttvarnir og aðskilnaðar eykur alvarleika áhrifanna. Fjárhagsleg áhrif á einstaklinga, fyrirtæki og samfélög valda líka áhyggjum og kvíða. Í stað Covid-19 hef ég í töluðu máli öðru hvoru fiktað með orðið „kófið“ og það hafa fleiri gert. En ég sé í netumræðu að margir eru ósáttir við þá notkun á þessu eldra orði, það sé gott fyrir núverandi meiningu um snjófjúk og fleira. Með þessari grein kynni ég mögulegt og þarft nýyrði og geri að tillögu minni að við sameinumst um orðið kóbít í stað covid-19 í daglegri og formlegri umræðu. Höfundur er sjálfstæður textagerðarmaður og prófarkalesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska á tækniöld Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Með þessari grein langar mig að kynna tillögu að nýyrði – kóbítur í stað Covid-19. Okkur Íslendingum er nauðsynlegt að koma okkur saman um íslensk nýyrði yfir margt nýtt og breytt í tilveru okkar. Sjúkdómurinn og heimsfaraldurinn Covid-19 sem nú skekur tilveru okkar er dæmi um þetta, við þurfum gott lýsandi íslenskt heiti fyrir þessa óværu, því alþjóðlega heitið Covid-19 fellur ekki vel að íslenskunni. Varnir gegn sjúkdómnum og fjölbreyttar afleiðingar hans eru alla daga í umræðunni. Svo verður fram eftir næsta ári og vafalítið næstu áratugi. Spænska veikin mannskæða, sem blessunarlega hefur íslenskt heiti, hefur ítrekað komið upp í umræðunni undanfarið, um hundrað árum eftir að hún felldi tugi milljóna manna. Það sýnir okkur að nauðsynlegt er að fá hið fyrsta skýrt og lýsandi íslenskt heiti á núverandi faraldur. Ég hugsa mikið um góða íslensku, lýsandi orð og orðasambönd, ekki síst eftir að ég birti kynningarsíðuna www.textagerd.is og fór að vinna enn meira í textagerð og prófarkalestri. Og nýlega kom fram í huga mínum þetta orð, kóbítur – sem nýyrði yfir Covid-19 sjúkdóminn. Ég hef gert rökstudda tillögu um orðið kóbít á nýyrðavef Árnastofnunar. Fallbeyging orðsins er: Hér er kóbítur, um kóbít, frá kóbít, til kóbíts. Og með greini: Kóbíturinn, kóbítinn, kóbítnum - kóbítsins. Fleirtala á ekki við kóbít, orðið stendur fyrir einn sjúkdóm og heimsfaraldur og er því bara í eintölu. Hvers vegna orðið kóbítur? Það eru líkindi í framburði orðanna, sérstaklega í upphafshljómi þeirra. Þegar við tölum um kóbít hljómar orðið svipað og erlenda heitið Covid. Þar er því ákveðin tenging. Og hvers vegna endingin -bítur? Kóbítur á sér fleiri en eina fyrirmynd eða hliðstæðu, orð með endinguna -bítur. Hér eru þrjú dæmi: Dýrbítur, sem er hundur eða tófa sem bítur lifandi sauðfé og stórslasar og dregur iðulega til dauða. Nábítur, sem er verkur í brjósti, brjóstsviði. Hælbítur, sá eða sú sem talar illa um aðra, fer með óhróður um aðra. Allt neikvæð orð. Það er margt fleira sem bítur, svo sem kuldi og frost, slöngur, snákar og fleiri dýr. Sum þessara bita eru lífshættuleg. Kóbíturinn „bítur“ fólk og efnahagslíf illa og getur valdið miklum áhrifum, til skamms og langs tíma. Líkamleg áhrif geta verið veruleg og lífshættuleg. Og skilið fólk eftir með alvarleg líkamleg og andleg eftirköst sem ekki sér fyrir endann á. Nauðsynlegar og íþyngjandi sóttvarnir og aðskilnaðar eykur alvarleika áhrifanna. Fjárhagsleg áhrif á einstaklinga, fyrirtæki og samfélög valda líka áhyggjum og kvíða. Í stað Covid-19 hef ég í töluðu máli öðru hvoru fiktað með orðið „kófið“ og það hafa fleiri gert. En ég sé í netumræðu að margir eru ósáttir við þá notkun á þessu eldra orði, það sé gott fyrir núverandi meiningu um snjófjúk og fleira. Með þessari grein kynni ég mögulegt og þarft nýyrði og geri að tillögu minni að við sameinumst um orðið kóbít í stað covid-19 í daglegri og formlegri umræðu. Höfundur er sjálfstæður textagerðarmaður og prófarkalesari.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun