Enn stritað við samningaborðið vegna Brexit-samnings sem er „innan seilingar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. desember 2020 22:56 Það er fundað stíft í Brussel þessa dagana. AP/Virginia Mayo Samninganefndir Breta og Evrópusambandsins sitja enn við samningaborðið um Brexit-samning sem sagður er vera „innan seilingar.“ Guardian greinir frá samkvæmt upplýsingum frá breska forsætisráðuneytinu. Í frétt Guardian segir að jafn vel hafi verið reiknað með að samningarnir yrðu kynntir í kvöld, samninganefndirnar hafi hins vegar ákveðið að taka sér örlítið lengri tíma þar sem um gríðarlega flókinn og langan samning er um að ræða. Fara þarf yfir tvö þúsund blaðsíður af lagatexta en nái Bretar og ESB saman um viðskiptasamning sem taki gildi áður en svokallað aðlögunartímabil án samnings átti að hefjast 1. janúar næstkomandi, með ófyrirsjáanlegum efnahagslegum afleiðingum, þar sem Bretland mun yfirgefa innri markað og tollabandalag ESB um áramótin, hvort sem samningar nást eða ekki. Laura Kuenssberg, ritstjóri stjórnmálaumfjöllunar fréttastofu BBC, segir á Twitter að samninganefndirnar séu núna að ræða ákveðna kvóta á ákveðna tegundir fisks, en að ríkisstjórn Bretlands hafi verið kölluð á símafund. Segir hún það til marks um það að forsætisráðuneytið telji að samningar muni nást innan tíðar. Negotiators are still talking (apparently about specific quotas for specific species of fish) but the UK Cabinet is about to gather on a conference call - that wouldn't happen if No 10 wasn't by now very confident that deal is shortly to be finalised for real— Laura Kuenssberg (@bbclaurak) December 23, 2020 Í frétt Guardian segir að fregnir frá Frakklandi um að Bretar hafi þurft að gefa mikið eftir til að ná samningum við ESB hafi ekki hjálpað til við samningaborðið í kvöld, auk þess sem að þar segir að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi viljað fá tíma til þess að undirbúa og afla stuðnings þeirra þingmanna Íhaldsflokksins sem hafa verið mest fylgjandi útgöngu Bretlands úr ESB. Viðræðurnar fara fram í höfuðstöðvum framkvæmdastjórnar ESB í Brussel en um tíu-leytið að staðartíma kom þangað pítsasendill með talsvert magn af pítsum, sem mögulega er til marks um að viðræður muni standa fram á nótt. Sign of a long night still ahead? #pizza #brexit #tradedeal pic.twitter.com/hJMtdjKq2A— Kate Vandy (@kate_vandy) December 23, 2020 Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Guardian greinir frá samkvæmt upplýsingum frá breska forsætisráðuneytinu. Í frétt Guardian segir að jafn vel hafi verið reiknað með að samningarnir yrðu kynntir í kvöld, samninganefndirnar hafi hins vegar ákveðið að taka sér örlítið lengri tíma þar sem um gríðarlega flókinn og langan samning er um að ræða. Fara þarf yfir tvö þúsund blaðsíður af lagatexta en nái Bretar og ESB saman um viðskiptasamning sem taki gildi áður en svokallað aðlögunartímabil án samnings átti að hefjast 1. janúar næstkomandi, með ófyrirsjáanlegum efnahagslegum afleiðingum, þar sem Bretland mun yfirgefa innri markað og tollabandalag ESB um áramótin, hvort sem samningar nást eða ekki. Laura Kuenssberg, ritstjóri stjórnmálaumfjöllunar fréttastofu BBC, segir á Twitter að samninganefndirnar séu núna að ræða ákveðna kvóta á ákveðna tegundir fisks, en að ríkisstjórn Bretlands hafi verið kölluð á símafund. Segir hún það til marks um það að forsætisráðuneytið telji að samningar muni nást innan tíðar. Negotiators are still talking (apparently about specific quotas for specific species of fish) but the UK Cabinet is about to gather on a conference call - that wouldn't happen if No 10 wasn't by now very confident that deal is shortly to be finalised for real— Laura Kuenssberg (@bbclaurak) December 23, 2020 Í frétt Guardian segir að fregnir frá Frakklandi um að Bretar hafi þurft að gefa mikið eftir til að ná samningum við ESB hafi ekki hjálpað til við samningaborðið í kvöld, auk þess sem að þar segir að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi viljað fá tíma til þess að undirbúa og afla stuðnings þeirra þingmanna Íhaldsflokksins sem hafa verið mest fylgjandi útgöngu Bretlands úr ESB. Viðræðurnar fara fram í höfuðstöðvum framkvæmdastjórnar ESB í Brussel en um tíu-leytið að staðartíma kom þangað pítsasendill með talsvert magn af pítsum, sem mögulega er til marks um að viðræður muni standa fram á nótt. Sign of a long night still ahead? #pizza #brexit #tradedeal pic.twitter.com/hJMtdjKq2A— Kate Vandy (@kate_vandy) December 23, 2020
Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira