Enn stritað við samningaborðið vegna Brexit-samnings sem er „innan seilingar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. desember 2020 22:56 Það er fundað stíft í Brussel þessa dagana. AP/Virginia Mayo Samninganefndir Breta og Evrópusambandsins sitja enn við samningaborðið um Brexit-samning sem sagður er vera „innan seilingar.“ Guardian greinir frá samkvæmt upplýsingum frá breska forsætisráðuneytinu. Í frétt Guardian segir að jafn vel hafi verið reiknað með að samningarnir yrðu kynntir í kvöld, samninganefndirnar hafi hins vegar ákveðið að taka sér örlítið lengri tíma þar sem um gríðarlega flókinn og langan samning er um að ræða. Fara þarf yfir tvö þúsund blaðsíður af lagatexta en nái Bretar og ESB saman um viðskiptasamning sem taki gildi áður en svokallað aðlögunartímabil án samnings átti að hefjast 1. janúar næstkomandi, með ófyrirsjáanlegum efnahagslegum afleiðingum, þar sem Bretland mun yfirgefa innri markað og tollabandalag ESB um áramótin, hvort sem samningar nást eða ekki. Laura Kuenssberg, ritstjóri stjórnmálaumfjöllunar fréttastofu BBC, segir á Twitter að samninganefndirnar séu núna að ræða ákveðna kvóta á ákveðna tegundir fisks, en að ríkisstjórn Bretlands hafi verið kölluð á símafund. Segir hún það til marks um það að forsætisráðuneytið telji að samningar muni nást innan tíðar. Negotiators are still talking (apparently about specific quotas for specific species of fish) but the UK Cabinet is about to gather on a conference call - that wouldn't happen if No 10 wasn't by now very confident that deal is shortly to be finalised for real— Laura Kuenssberg (@bbclaurak) December 23, 2020 Í frétt Guardian segir að fregnir frá Frakklandi um að Bretar hafi þurft að gefa mikið eftir til að ná samningum við ESB hafi ekki hjálpað til við samningaborðið í kvöld, auk þess sem að þar segir að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi viljað fá tíma til þess að undirbúa og afla stuðnings þeirra þingmanna Íhaldsflokksins sem hafa verið mest fylgjandi útgöngu Bretlands úr ESB. Viðræðurnar fara fram í höfuðstöðvum framkvæmdastjórnar ESB í Brussel en um tíu-leytið að staðartíma kom þangað pítsasendill með talsvert magn af pítsum, sem mögulega er til marks um að viðræður muni standa fram á nótt. Sign of a long night still ahead? #pizza #brexit #tradedeal pic.twitter.com/hJMtdjKq2A— Kate Vandy (@kate_vandy) December 23, 2020 Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Guardian greinir frá samkvæmt upplýsingum frá breska forsætisráðuneytinu. Í frétt Guardian segir að jafn vel hafi verið reiknað með að samningarnir yrðu kynntir í kvöld, samninganefndirnar hafi hins vegar ákveðið að taka sér örlítið lengri tíma þar sem um gríðarlega flókinn og langan samning er um að ræða. Fara þarf yfir tvö þúsund blaðsíður af lagatexta en nái Bretar og ESB saman um viðskiptasamning sem taki gildi áður en svokallað aðlögunartímabil án samnings átti að hefjast 1. janúar næstkomandi, með ófyrirsjáanlegum efnahagslegum afleiðingum, þar sem Bretland mun yfirgefa innri markað og tollabandalag ESB um áramótin, hvort sem samningar nást eða ekki. Laura Kuenssberg, ritstjóri stjórnmálaumfjöllunar fréttastofu BBC, segir á Twitter að samninganefndirnar séu núna að ræða ákveðna kvóta á ákveðna tegundir fisks, en að ríkisstjórn Bretlands hafi verið kölluð á símafund. Segir hún það til marks um það að forsætisráðuneytið telji að samningar muni nást innan tíðar. Negotiators are still talking (apparently about specific quotas for specific species of fish) but the UK Cabinet is about to gather on a conference call - that wouldn't happen if No 10 wasn't by now very confident that deal is shortly to be finalised for real— Laura Kuenssberg (@bbclaurak) December 23, 2020 Í frétt Guardian segir að fregnir frá Frakklandi um að Bretar hafi þurft að gefa mikið eftir til að ná samningum við ESB hafi ekki hjálpað til við samningaborðið í kvöld, auk þess sem að þar segir að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi viljað fá tíma til þess að undirbúa og afla stuðnings þeirra þingmanna Íhaldsflokksins sem hafa verið mest fylgjandi útgöngu Bretlands úr ESB. Viðræðurnar fara fram í höfuðstöðvum framkvæmdastjórnar ESB í Brussel en um tíu-leytið að staðartíma kom þangað pítsasendill með talsvert magn af pítsum, sem mögulega er til marks um að viðræður muni standa fram á nótt. Sign of a long night still ahead? #pizza #brexit #tradedeal pic.twitter.com/hJMtdjKq2A— Kate Vandy (@kate_vandy) December 23, 2020
Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira