„Ég held að fólk sé greinilega ekki að hlusta á mig“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. desember 2020 17:57 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Almannavarnir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé greinilegt að fólk sé ekki að taka mark á varnaðarorðum hans þegar litið er til þeirrar mannmergðar sem blasir við víða nú í aðdraganda jólahátíðarinnar. Mikil bílaumferð sýni glögglega að fólk sé á ferð og flugi á Þorláksmessu. Þórólfur hefur biðlað til fólks að takmarka mjög hittinga, sinna persónulegum smitvörnum og almennt að draga úr hraðanum í lífinu. „Þorláksmessan er alltaf þannig þegar það er fullt af fólki á síðustu stundu með allt og þarf að vera á flandri alveg fram og til baka og þetta er náttúrlega kjöraðstæður fyrir veiruna að vera í svona degi og helst að geta hitt á einhvern einstakling sem fer víða og hittir marga. Það er alveg hreint það sem veiran elskar að gera,“ sagði Þórólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sjálfum hafi honum ekki tekist að ljúka við jólainnkaupin. „Ég er bara búinn að vera í sóttkví í viku og ekki getað verslað neitt eða gert neitt, þannig að ég hef algjörlega sloppið við það. Ég er nú ekki mikill verslunarmaður fyrir jólin, það er nú konan mín sem að sér um megnið af því sem þarf að sjá um,“ segir Þórólfur. „Mér finnst þetta ekkert sérstaklega gaman að vera í þessu kraðaki og hlaupa úr búð í búð, það er ekki óskastaða fyrir mig. Og ég vona að þetta komi ekki í bakið á okkur eftir viku tíma,“ bætir hann við. Þá séu það kjöraðstæður fyrir veiruna til að dreifa sér um leið og fólk skiptist á jólagjöfum ef svo óheppilega vill til að einhver sem smitaður er af veirunni nýti daginn í dag til að keyra út jólapakka. „Það eru alveg kjöraðstæður fyrir slíkt ef menn eru að fara víða og hitta marga og hittast í hópum og fara svo í næsta hóp og það er akkúrat, þannig gerist þetta, og þannig hefur þetta gerst frá því að þessi faraldur byrjaði,“ segir Þórólfur. Það sé með slíkum hætti sem upp komi hópsmit. „Fyrst koma bara upp lítil smit í einstaka hópum og svo bara dreifa þau úr sér. Fólk fer áfram í næsta hóp og þá heldur bara ballið áfram.“ Hann var spurður hvenær landsmenn gætu fundið fyrir mögulegum afleiðingum þess að virða sóttvarnareglur að vettugi í dag og allra næstu daga. „„Þær tölur sem við erum að sjá í dag það er mælikvarði á það hvað var gerast fyrir um viku síðan, þetta tekur svona upp undir viku að sjá það. Þannig að ef fólk er ekki að hegða sér í dag og einhver smit hafa orðið í dag þá kemur það í ljós fljótlega eftir jólin og í næstu viku og nær hámarki seinni partinn í næstu viku,“ sagði Þórólfur. Sjálfur er Þórólfur nú laus úr sóttkví en aðspurður segist hann ekki vita til þess hvort búið sé að ákveða hver verður fyrstur á Íslandi til að vera bólusettur. „Það er verið að skipuleggja einhvern viðburð við það en það verður bara auglýst síðar, ég hef ekki verið inni í þeirri skipulagningu,“ segir Þórólfur, en viðbúið er að bólusetning geti hafist milli jóla og nýárs. Hann biðlar til landsmanna að fara varlega. „Það virðist vera að það sé ekki nóg sagt, fólk verður að passa sig. Það er fyrst og fremst að vera ekki að hitta mjög marga, reyna að taka því rólega, vera heima, vera í fáum, litlum hópum og reyna bara að hægja á sér, vera ekki að þessu flandri út um allt, það er það sem að skapar þessa hættu,“ segir Þórólfur. Það sé ljóst að nú síðdegis hafi verið gríðarlega mikil umferð í bænum og fólk á ferli. „Ég held að fólk sé greinilega ekki að hlusta á mig eða fara að þessum varnaðarorðum núna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
„Þorláksmessan er alltaf þannig þegar það er fullt af fólki á síðustu stundu með allt og þarf að vera á flandri alveg fram og til baka og þetta er náttúrlega kjöraðstæður fyrir veiruna að vera í svona degi og helst að geta hitt á einhvern einstakling sem fer víða og hittir marga. Það er alveg hreint það sem veiran elskar að gera,“ sagði Þórólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sjálfum hafi honum ekki tekist að ljúka við jólainnkaupin. „Ég er bara búinn að vera í sóttkví í viku og ekki getað verslað neitt eða gert neitt, þannig að ég hef algjörlega sloppið við það. Ég er nú ekki mikill verslunarmaður fyrir jólin, það er nú konan mín sem að sér um megnið af því sem þarf að sjá um,“ segir Þórólfur. „Mér finnst þetta ekkert sérstaklega gaman að vera í þessu kraðaki og hlaupa úr búð í búð, það er ekki óskastaða fyrir mig. Og ég vona að þetta komi ekki í bakið á okkur eftir viku tíma,“ bætir hann við. Þá séu það kjöraðstæður fyrir veiruna til að dreifa sér um leið og fólk skiptist á jólagjöfum ef svo óheppilega vill til að einhver sem smitaður er af veirunni nýti daginn í dag til að keyra út jólapakka. „Það eru alveg kjöraðstæður fyrir slíkt ef menn eru að fara víða og hitta marga og hittast í hópum og fara svo í næsta hóp og það er akkúrat, þannig gerist þetta, og þannig hefur þetta gerst frá því að þessi faraldur byrjaði,“ segir Þórólfur. Það sé með slíkum hætti sem upp komi hópsmit. „Fyrst koma bara upp lítil smit í einstaka hópum og svo bara dreifa þau úr sér. Fólk fer áfram í næsta hóp og þá heldur bara ballið áfram.“ Hann var spurður hvenær landsmenn gætu fundið fyrir mögulegum afleiðingum þess að virða sóttvarnareglur að vettugi í dag og allra næstu daga. „„Þær tölur sem við erum að sjá í dag það er mælikvarði á það hvað var gerast fyrir um viku síðan, þetta tekur svona upp undir viku að sjá það. Þannig að ef fólk er ekki að hegða sér í dag og einhver smit hafa orðið í dag þá kemur það í ljós fljótlega eftir jólin og í næstu viku og nær hámarki seinni partinn í næstu viku,“ sagði Þórólfur. Sjálfur er Þórólfur nú laus úr sóttkví en aðspurður segist hann ekki vita til þess hvort búið sé að ákveða hver verður fyrstur á Íslandi til að vera bólusettur. „Það er verið að skipuleggja einhvern viðburð við það en það verður bara auglýst síðar, ég hef ekki verið inni í þeirri skipulagningu,“ segir Þórólfur, en viðbúið er að bólusetning geti hafist milli jóla og nýárs. Hann biðlar til landsmanna að fara varlega. „Það virðist vera að það sé ekki nóg sagt, fólk verður að passa sig. Það er fyrst og fremst að vera ekki að hitta mjög marga, reyna að taka því rólega, vera heima, vera í fáum, litlum hópum og reyna bara að hægja á sér, vera ekki að þessu flandri út um allt, það er það sem að skapar þessa hættu,“ segir Þórólfur. Það sé ljóst að nú síðdegis hafi verið gríðarlega mikil umferð í bænum og fólk á ferli. „Ég held að fólk sé greinilega ekki að hlusta á mig eða fara að þessum varnaðarorðum núna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira