Trúir því ekki að Salah vilji fara til Real eftir atvikið með Ramos Anton Ingi Leifsson skrifar 23. desember 2020 16:30 Atvikið umdeilda í Kiev árið 2018. VI Images/Getty Fyrrum framherji Liverpool, John Aldridge, segist eiga erfitt með að skilja ef Mohamed Salah, framherji meistaranna, vilji fara til Real Madrid eftir atvikið með Sergio Ramos í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018. Að undanförnu hefur verið fjallað um meinta óánægju Salah hjá enska liðinu en hann er ekki sagður vilja útiloka skipti til Real Madrid eða Barcelona. Aldridge, sem lék 83 leiki með Liverpool, finnst það skrýtið ef Madrídarliðið heillar hann eftir að Salah fór af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018. Það var einmitt gegn Real Madrid en eftir baráttu við fyrirliða Real, Sergio Ramos, þá féll Salah til jarðar og lenti á öxlinni. Hann þurfti síðar meir í aðgerð en Liverpool menn voru allt annað en sáttir við framgöngu Ramos. „Persónulega, ef þetta hefði verið ég í úrslitaleiknum og hvernig Ramos fór með hann, þá hefði ég hatað Real Madrid eftir þetta atvik,“ sagði Aldridge í samtali við Liverpool Echo, staðarblaðið í Bítlaborginni. „Þetta tilboð myndi ekki höfða til mín en ég myndi heldur ekki vilja fara frá Liverpool. Þetta eru einir af bestu framherjum í heiminum. Mane og Salah, svo þeir verða alltaf orðaðir við Real.“ „Þetta er undir Jurgen Klopp komið hvað hann vill. Þú verður að treysta stjóranum að stýra þessum aðstæðum eins og hann vill að þær fari en leikmennirnir eru það sterkir núna að ef þeir vilja fara, þá fara þeir.“ Salah byrjaði á bekknum um helgina er Liverpool vann 7-0 stórsigur á Crystal Palace. Hann kom hins vegar inn af bekknum og skoraði tvö mörk. Ex-Liverpool star John Aldridge can't believe Mohamed Salah would want to move to Real Madrid after Champions League final injury https://t.co/UoCSQKRyfI— MailOnline Sport (@MailSport) December 22, 2020 Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Að undanförnu hefur verið fjallað um meinta óánægju Salah hjá enska liðinu en hann er ekki sagður vilja útiloka skipti til Real Madrid eða Barcelona. Aldridge, sem lék 83 leiki með Liverpool, finnst það skrýtið ef Madrídarliðið heillar hann eftir að Salah fór af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018. Það var einmitt gegn Real Madrid en eftir baráttu við fyrirliða Real, Sergio Ramos, þá féll Salah til jarðar og lenti á öxlinni. Hann þurfti síðar meir í aðgerð en Liverpool menn voru allt annað en sáttir við framgöngu Ramos. „Persónulega, ef þetta hefði verið ég í úrslitaleiknum og hvernig Ramos fór með hann, þá hefði ég hatað Real Madrid eftir þetta atvik,“ sagði Aldridge í samtali við Liverpool Echo, staðarblaðið í Bítlaborginni. „Þetta tilboð myndi ekki höfða til mín en ég myndi heldur ekki vilja fara frá Liverpool. Þetta eru einir af bestu framherjum í heiminum. Mane og Salah, svo þeir verða alltaf orðaðir við Real.“ „Þetta er undir Jurgen Klopp komið hvað hann vill. Þú verður að treysta stjóranum að stýra þessum aðstæðum eins og hann vill að þær fari en leikmennirnir eru það sterkir núna að ef þeir vilja fara, þá fara þeir.“ Salah byrjaði á bekknum um helgina er Liverpool vann 7-0 stórsigur á Crystal Palace. Hann kom hins vegar inn af bekknum og skoraði tvö mörk. Ex-Liverpool star John Aldridge can't believe Mohamed Salah would want to move to Real Madrid after Champions League final injury https://t.co/UoCSQKRyfI— MailOnline Sport (@MailSport) December 22, 2020
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira