Sport

Sara stjarnan í hvatningarmyndabandi heimsleikanna í CrossFit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir er komin í jólaskap enda stutt í blessuð jólin.
Sara Sigmundsdóttir er komin í jólaskap enda stutt í blessuð jólin. Instagram/@sarasigmunds

Tilþrif frá íslensku CrossFit konunni Söru Sigmundsdóttur eru í aðalhlutverki í dramatísku myndbandi hjá síðu heimsleikanna í CrossFit

Sara Sigmundsdóttir hrífur oftast alla með sér þegar hún keppir enda með skemmtileg blöndu af smitandi gleði og einstakri keppnishörku.

Sara hefur líka átt mörg flott tilþrif á heimsleikunum undanfarin ár þótt hún hafi misst af leikunum í ár.

Færsla Söru sjálfrar um myndbandið en þetta setti hún inn á Instagram og vakti athygli á myndbandinu.Instagram/@sarasigmunds

CrossFit samtökin gera sér líka grein fyrir stjörnuljóma Söru og nota tilþrifamyndband með henni til að kveikja í sínu fólki á síðu heimsleikanna í CrossFit. Myndbandið var sett inn á Instagram með orðunum „Gerðu það sem er erfitt“ en það sýnir enga aðra en Söru.

Fyrirlesarinn Mel Robbins les þá hvetjandi orð yfir myndbandi þar sem má sjá Söru vera í essinu sínu á keppnisgólfinu á heimsleikunum.

„Staðreyndin um okkur mannfólkið er að við erum ekki hönnuð til að gera hluti sem eru óþægilegir, ógnvekjandi eða erfiðir. Heilinn okkar er hannaður til að verja okkur fyrir slíkum hlutum því hann er hannaður til að halda okkur á lífi,“ les Mel Robbins meðal annars á meðan Sara rústar nokkrum velvöldum æfingum á heimsleikunum.

Hún bætir síðan við á meðan við sjáum Söru rembast við að koma hlaðinni stöng upp.

„Til að breytast, til að byggja eitthvað upp og til að verða besta foreldrið, besti makinn og til að gera alla þessa hluti sem við vitum að við viljum gera í lífi okkar eða til að ná því sem við látum okkur dreyma um, þá þurfum við að gera hluti sem eru óþægilegir, ótryggir og ógnvekjandi.“

Sara sjálf vakti athygli á myndbandinu á Instagram síðu sinni og hrósaði myndbandinu eins og sjá má hér við hliðina.

Það má sjá alla færsluna á Instagram síðu heimsleikanna hér fyrir neðan.

Það er líka alltaf stutt í húmorinn hjá okkar konu sem setti sjálf inn þetta myndband hér fyrir neðan. Íþróttakonur þurfa að sjálfsögðu líka hugsa um húðina sína.

Sara er engum öðrum lík og sannar það enn á ný með færslu eins og þessari. Fylgjendur hennar á Twitter fá að sjá miklu meira en eitthvað síað glamúrlíf íþróttastjörnu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×