Vonar að fólk leyfi þeim sem dvelja á hjúkrunarheimili yfir jólin að fylgjast með hátíðinni í gegnum fjarskiptabúnað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. desember 2020 21:00 Rebekka Ingadóttir er forstöðumaður Hrafnistu í Skógarbæ. FRIÐRIK ÞÓR Forstöðumaður á Hrafnistu vonar að fjölskyldur leyfi ættingjum, sem dvelja á hjúkrunarheimilum, að fylgjast með jólahátíðinni í gegnum fjarskiptabúnað. Alfarið er mælst gegn því að íbúar hjúkrunarheimila fari í boð til ættingja yfir jólin vegna ástandsins. Því er ljóst að margir heimilismenn sem vanir eru að fara til fjölskyldunnar yfir jólin munu verja þeim á hjúkrunarheimili í ár. „Við leggjum mikið upp úr því að jólin og áramótin séu mjög hátíðleg og heimilisleg á Hrafnistu þannig við ætlum að leggja okkur extra mikið fram þessi jól og áramót og setja smá glimmer yfir þau,“ sagði Rebekka Ingadóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Skógarbæ. Mikið verður lagt í jólamatinn auk þess sem samverustundir verði sem flestar. Er einhver sem ætlar að fylgjast með jólahaldi í gegnum fjarskiptabúnað? „Ég hef ekki heyrt af því en ég vona að fólk nýti tæknina og leyfi íbúum Hrafnistu að koma inn í stofu með hjálp tækninnar. Ég vona það.“ Rebekka segir íbúa duglega að læra á nýjustu tækni. „Fyrst var þetta svolítið erfitt fyrir þá en þeir hafa svolítið þjálfast upp í að nýta sér tæknina. Líka það sem við höfum séð er að fólk er orðið nánara. Samverustundirnar á heimilunum hafa orðið nánari á milli íbúanna og líka á milli starfsmanna og íbúa,“ sagði Rebekka. Íbúar þakklátir Hún segir íbúa þakkláta að hjúkrunarheimilin séu varin í faraldrinum. Þegar Rebekka spurði heimilismann sem vanur er að dvelja hjá börnum sínum og stórfjölskyldu yfir jólin sagði hann: „Mér finnst þetta allt í lagi því ég veit að hér líður mér vel og ég mun eyða hátíðinni með vinum mínum sem ég hef eignast hér í Skógarbæ.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Jól Tengdar fréttir Svona verður fyrirkomulagið á hjúkrunarheimilum yfir hátíðarnar Einn til tveir gestir mega heimsækja heimilisfólk á hjúkrunarheimilum hvern dag yfir hátíðarnar og heimsóknartími verður lengdur. Krafa verður gerð um að íbúar sem dvelja hjá ættingjum yfir jólin fari í sóttkví á heimilinu sem heimsótt er og fari í sýnatöku áður en þeir snúa aftur á hjúkrunarheimilin. 17. desember 2020 13:17 Íbúar Hrafnistu þakklátir að heimilin séu varin yfir jólin Íbúar Hrafnistu eru almennt þakklátir fyrir að þeir verði varðir yfir hátíðirnar. Þetta segir forstjóri Hrafnistu eftir að yfirvöld mældu gegn því að íbúar hjúkrunarheimila dvelji hjá ættingjum yfir hátíðirnar. 16. desember 2020 11:31 Hrafnista biðlar til ættingja að „leggja eigin hagsmuni til hliðar“ Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hafa gefið út tilmæli til hjúkrunarheimila þar sem mælt er gegn því að íbúar fari útaf heimilunum til að dvelja hjá ættingjum yfir hátíðarnar. 16. desember 2020 08:46 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Alfarið er mælst gegn því að íbúar hjúkrunarheimila fari í boð til ættingja yfir jólin vegna ástandsins. Því er ljóst að margir heimilismenn sem vanir eru að fara til fjölskyldunnar yfir jólin munu verja þeim á hjúkrunarheimili í ár. „Við leggjum mikið upp úr því að jólin og áramótin séu mjög hátíðleg og heimilisleg á Hrafnistu þannig við ætlum að leggja okkur extra mikið fram þessi jól og áramót og setja smá glimmer yfir þau,“ sagði Rebekka Ingadóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Skógarbæ. Mikið verður lagt í jólamatinn auk þess sem samverustundir verði sem flestar. Er einhver sem ætlar að fylgjast með jólahaldi í gegnum fjarskiptabúnað? „Ég hef ekki heyrt af því en ég vona að fólk nýti tæknina og leyfi íbúum Hrafnistu að koma inn í stofu með hjálp tækninnar. Ég vona það.“ Rebekka segir íbúa duglega að læra á nýjustu tækni. „Fyrst var þetta svolítið erfitt fyrir þá en þeir hafa svolítið þjálfast upp í að nýta sér tæknina. Líka það sem við höfum séð er að fólk er orðið nánara. Samverustundirnar á heimilunum hafa orðið nánari á milli íbúanna og líka á milli starfsmanna og íbúa,“ sagði Rebekka. Íbúar þakklátir Hún segir íbúa þakkláta að hjúkrunarheimilin séu varin í faraldrinum. Þegar Rebekka spurði heimilismann sem vanur er að dvelja hjá börnum sínum og stórfjölskyldu yfir jólin sagði hann: „Mér finnst þetta allt í lagi því ég veit að hér líður mér vel og ég mun eyða hátíðinni með vinum mínum sem ég hef eignast hér í Skógarbæ.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Jól Tengdar fréttir Svona verður fyrirkomulagið á hjúkrunarheimilum yfir hátíðarnar Einn til tveir gestir mega heimsækja heimilisfólk á hjúkrunarheimilum hvern dag yfir hátíðarnar og heimsóknartími verður lengdur. Krafa verður gerð um að íbúar sem dvelja hjá ættingjum yfir jólin fari í sóttkví á heimilinu sem heimsótt er og fari í sýnatöku áður en þeir snúa aftur á hjúkrunarheimilin. 17. desember 2020 13:17 Íbúar Hrafnistu þakklátir að heimilin séu varin yfir jólin Íbúar Hrafnistu eru almennt þakklátir fyrir að þeir verði varðir yfir hátíðirnar. Þetta segir forstjóri Hrafnistu eftir að yfirvöld mældu gegn því að íbúar hjúkrunarheimila dvelji hjá ættingjum yfir hátíðirnar. 16. desember 2020 11:31 Hrafnista biðlar til ættingja að „leggja eigin hagsmuni til hliðar“ Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hafa gefið út tilmæli til hjúkrunarheimila þar sem mælt er gegn því að íbúar fari útaf heimilunum til að dvelja hjá ættingjum yfir hátíðarnar. 16. desember 2020 08:46 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Svona verður fyrirkomulagið á hjúkrunarheimilum yfir hátíðarnar Einn til tveir gestir mega heimsækja heimilisfólk á hjúkrunarheimilum hvern dag yfir hátíðarnar og heimsóknartími verður lengdur. Krafa verður gerð um að íbúar sem dvelja hjá ættingjum yfir jólin fari í sóttkví á heimilinu sem heimsótt er og fari í sýnatöku áður en þeir snúa aftur á hjúkrunarheimilin. 17. desember 2020 13:17
Íbúar Hrafnistu þakklátir að heimilin séu varin yfir jólin Íbúar Hrafnistu eru almennt þakklátir fyrir að þeir verði varðir yfir hátíðirnar. Þetta segir forstjóri Hrafnistu eftir að yfirvöld mældu gegn því að íbúar hjúkrunarheimila dvelji hjá ættingjum yfir hátíðirnar. 16. desember 2020 11:31
Hrafnista biðlar til ættingja að „leggja eigin hagsmuni til hliðar“ Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hafa gefið út tilmæli til hjúkrunarheimila þar sem mælt er gegn því að íbúar fari útaf heimilunum til að dvelja hjá ættingjum yfir hátíðarnar. 16. desember 2020 08:46