Heimila notkun á bóluefni Pfizer í Evrópu Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2020 14:26 Bóluefni Pfizer fær markaðsleyfi í Evrópu. Vísir/getty Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að heimila notkun á bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Nefndin mælir með því að bóluefnið fái skilyrt markaðsleyfi í Evrópu. Búist er við að leyfi fyrir bóluefninu, sem ber formlega heitið „Comirnaty“, verði gefið út í Evrópu strax í kvöld. Íslenskt markaðsleyfi verður í kjölfarið gefið út. Búist er við að leyfið á Íslandi fáist eigi síðar en á Þorláksmessu, 23. desember, að því er fram kemur á vef Lyfjastofnunar. Þar með mega bólusetningar með efninu hefjast hér á landi en fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að fyrstu skammtar af efninu séu væntanlegar til landsins 28. desember næstkomandi. Bóluefninu er sprautað í handlegg tvisvar með minnst 21 dags millibili. Ísland fær tíu þúsund skammta nú í desember, sem duga fyrir um fimm þúsund manns. Heilbrigðisstarfsfólk í fremstu framlínu og íbúar á öldrunarstofnunum fá fyrstu bólusetningu. Alls hefur Ísland tryggt sér skammta af bóluefninu fyrir 85 þúsund manns, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. Bóluefni Pfizer og BioNTech er það fyrsta sem fær skilyrt markaðsleyfi innan ríkja Evrópusambandsins. Þegar er byrjað að bólusetja með efninu í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. It’s a decisive moment in our efforts to deliver safe & effective vaccines to Europeans!The @EMA_News just issued a positive scientific opinion on the #BioNTech / @pfizer vaccine.Now we will act fast. I expect a @EU_Commission decision by this evening.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) December 21, 2020 Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir á Twitter í dag að samþykki Lyfjastofnunar Evrópu marki tímamót í dreifingu „öruggra og virkra“ bóluefna til Evrópubúa. Hún reiknar með að markaðsleyfi fáist formlega í kvöld. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Bólusetningar Tengdar fréttir Þjóðverjar eflaust ekki allir kátir með „jólagjöfina“ Íslensk stjórnvöld telja sig hafa tryggt bóluefni fyrir alla þjóðina og sjá fyrir sér að hægt verði að bólusetja meginhluta þjóðarinnar á næstu mánuðum. Þá telja stjórnvöld að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið í samstarfi við hið fjölmenna Evrópusamband. Einnig hefði verið nær ómögulegt að sjá það fyrir í vor að Pfizer ætti eftir að taka forystuna í bóluefnakapphlaupinu. 21. desember 2020 13:32 Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember. 21. desember 2020 11:20 Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Sjá meira
Búist er við að leyfi fyrir bóluefninu, sem ber formlega heitið „Comirnaty“, verði gefið út í Evrópu strax í kvöld. Íslenskt markaðsleyfi verður í kjölfarið gefið út. Búist er við að leyfið á Íslandi fáist eigi síðar en á Þorláksmessu, 23. desember, að því er fram kemur á vef Lyfjastofnunar. Þar með mega bólusetningar með efninu hefjast hér á landi en fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að fyrstu skammtar af efninu séu væntanlegar til landsins 28. desember næstkomandi. Bóluefninu er sprautað í handlegg tvisvar með minnst 21 dags millibili. Ísland fær tíu þúsund skammta nú í desember, sem duga fyrir um fimm þúsund manns. Heilbrigðisstarfsfólk í fremstu framlínu og íbúar á öldrunarstofnunum fá fyrstu bólusetningu. Alls hefur Ísland tryggt sér skammta af bóluefninu fyrir 85 þúsund manns, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. Bóluefni Pfizer og BioNTech er það fyrsta sem fær skilyrt markaðsleyfi innan ríkja Evrópusambandsins. Þegar er byrjað að bólusetja með efninu í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. It’s a decisive moment in our efforts to deliver safe & effective vaccines to Europeans!The @EMA_News just issued a positive scientific opinion on the #BioNTech / @pfizer vaccine.Now we will act fast. I expect a @EU_Commission decision by this evening.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) December 21, 2020 Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir á Twitter í dag að samþykki Lyfjastofnunar Evrópu marki tímamót í dreifingu „öruggra og virkra“ bóluefna til Evrópubúa. Hún reiknar með að markaðsleyfi fáist formlega í kvöld. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Bólusetningar Tengdar fréttir Þjóðverjar eflaust ekki allir kátir með „jólagjöfina“ Íslensk stjórnvöld telja sig hafa tryggt bóluefni fyrir alla þjóðina og sjá fyrir sér að hægt verði að bólusetja meginhluta þjóðarinnar á næstu mánuðum. Þá telja stjórnvöld að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið í samstarfi við hið fjölmenna Evrópusamband. Einnig hefði verið nær ómögulegt að sjá það fyrir í vor að Pfizer ætti eftir að taka forystuna í bóluefnakapphlaupinu. 21. desember 2020 13:32 Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember. 21. desember 2020 11:20 Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Sjá meira
Þjóðverjar eflaust ekki allir kátir með „jólagjöfina“ Íslensk stjórnvöld telja sig hafa tryggt bóluefni fyrir alla þjóðina og sjá fyrir sér að hægt verði að bólusetja meginhluta þjóðarinnar á næstu mánuðum. Þá telja stjórnvöld að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið í samstarfi við hið fjölmenna Evrópusamband. Einnig hefði verið nær ómögulegt að sjá það fyrir í vor að Pfizer ætti eftir að taka forystuna í bóluefnakapphlaupinu. 21. desember 2020 13:32
Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember. 21. desember 2020 11:20
Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31