Mega skila notuðum nærfötum Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. desember 2020 07:01 Bandaríski nærfataframleiðandinn Big Favorite hvetur viðskiptavini til að senda sér notaðan nærfatnað úr þeirra línu til baka eftir notkun. Fataiðnaðurinn færist smátt og smátt í umhverfisvænni framleiðslu og sífellt bætast við þeir framleiðendur sem taka á móti flíkum til að endurvinna. Nú hafa notuð nærföt bæst við því bandaríska vörumerkið Big Favorite hefur tilkynnt að viðskiptavinir geti skilað til sín notuðum nærfötum til endurvinnslu. Big Favorite er nýtt fyrirtæki á sviði nærfataframleiðslu. Vörumerkið er þó endurnýtt því Big Favorite var fyrst stofnað af afa framkvæmdastjórans fyrir níutíu árum síðan. Þegar afabarnið, Elanor Turner, stofnaði fyrirtækið ákvað hún að endurvekja þetta gamla fyrirtækjanafn afa síns og leggja þannig línurnar fyrir skýra stefnu um sjálfbærni og endurvinnslu. Til þess að endurvinna nýjar flíkur úr notuðum nærfötum, er markmiðið að viðskiptavinir sendi til fyrirtækisins notuðu nærfötin. Neytendum er lofaður fullur trúnaður og nafnleynd. Að sögn Turner hendir meðalmaður í Bandaríkjunum um 37 kílóum á ári af notuðum fatnaði. Áætlar fyrirtækið að um 15% af þessari þyngd felist í nærfatnaði, stuttermabolir meðtaldir. Þá segir Turner áskorun fyrirtækisins ekki aðeins felast í því að endurnýta flíkurnar fyrir sjálfbæra framleiðslu heldur ekki síður að fá neytendur til að taka þátt. Því enn á eftir að reyna á það hvort fólk er tilbúið til að senda frá sér notaðan nærfatnað. Í umfjöllun Fastcompany segir að ýmsir framleiðendur hafi nýverið opnað verslanir með notaðar vörur úr sínum línum. Levis er nefnt sem dæmi. Í umfjöllun segir að ólíklegt sé að slík leið verði farin með notuð nærföt. Því verði spennandi að sjá hvernig neytendur muni taka í verkefnið með Big Favorite. Að endurvinna nýjar flíkur úr notuðum nærfötum er þó ekki nýtt af nálinni. Þannig taka mörg endurvinnslufyrirtæki við notuðum nærfötum sem nýtt eru af mörgum framleiðendum. Big Favorite er hins vegar dæmi um nýtt vörumerki sem tilkynnir frá upphafi að ætlunin þeirra sé að endurnýta þegar seldar flíkur. Nýsköpun Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Sjá meira
Big Favorite er nýtt fyrirtæki á sviði nærfataframleiðslu. Vörumerkið er þó endurnýtt því Big Favorite var fyrst stofnað af afa framkvæmdastjórans fyrir níutíu árum síðan. Þegar afabarnið, Elanor Turner, stofnaði fyrirtækið ákvað hún að endurvekja þetta gamla fyrirtækjanafn afa síns og leggja þannig línurnar fyrir skýra stefnu um sjálfbærni og endurvinnslu. Til þess að endurvinna nýjar flíkur úr notuðum nærfötum, er markmiðið að viðskiptavinir sendi til fyrirtækisins notuðu nærfötin. Neytendum er lofaður fullur trúnaður og nafnleynd. Að sögn Turner hendir meðalmaður í Bandaríkjunum um 37 kílóum á ári af notuðum fatnaði. Áætlar fyrirtækið að um 15% af þessari þyngd felist í nærfatnaði, stuttermabolir meðtaldir. Þá segir Turner áskorun fyrirtækisins ekki aðeins felast í því að endurnýta flíkurnar fyrir sjálfbæra framleiðslu heldur ekki síður að fá neytendur til að taka þátt. Því enn á eftir að reyna á það hvort fólk er tilbúið til að senda frá sér notaðan nærfatnað. Í umfjöllun Fastcompany segir að ýmsir framleiðendur hafi nýverið opnað verslanir með notaðar vörur úr sínum línum. Levis er nefnt sem dæmi. Í umfjöllun segir að ólíklegt sé að slík leið verði farin með notuð nærföt. Því verði spennandi að sjá hvernig neytendur muni taka í verkefnið með Big Favorite. Að endurvinna nýjar flíkur úr notuðum nærfötum er þó ekki nýtt af nálinni. Þannig taka mörg endurvinnslufyrirtæki við notuðum nærfötum sem nýtt eru af mörgum framleiðendum. Big Favorite er hins vegar dæmi um nýtt vörumerki sem tilkynnir frá upphafi að ætlunin þeirra sé að endurnýta þegar seldar flíkur.
Nýsköpun Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Sjá meira