Bloomberg uppfærir Íslandstölur í bóluefnaúttekt Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2020 10:31 Ísland er orðið dökkgult á korti Bloomberg en var áður ljósgult. SKjáskot/Bloomberg Fréttaveitan Bloomberg hefur uppfært tölur fyrir Ísland í úttekt sinni um hversu mikið bóluefni fyrir kórónuveirunni ríki heims hafa tryggt sér. Ísland er nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 61 prósent íbúa, sem er þó öllu minna en heilbrigðisráðuneytið gaf út í gær í kjölfar úttektarinnar. Í fyrstu útgáfu af úttekt Bloomberg kom fram að Íslendingar hefðu tryggt sér bóluefnaskammta fyrir 103 þúsund manns, eða 29 prósent af íbúum. Löndum úttektarinnar var jafnframt gefinn litur eftir því hversu marga skammta af bóluefni þau hafa tryggt sér miðað við íbúafjölda. Þau sem hafa tryggt sér mest af efninu eru dökkgræn en þau sem hafa tryggt sér minnst eru ljósgul. Ísland var fyrst ljósgult, líkt og mörg af fátækustu ríkjum heims á kortinu, en er nú orðið dökkgult og þá á pari við lönd á borð við Brasilíu og Egyptaland. Eftir að fjallað var um úttekt Bloomberg birti heilbrigðisráðuneytið tilkynningu á vef sínum í gær þar sem áréttað er að stjórnvöld hafi tryggt bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar í gegnum samninga Evrópusambandsins. Þannig tryggi samningar við Pfizer og AstraZeneca, sem þegar hafa verið undirritaðir, bóluefni fyrir 200 þúsund manns. Þriðji samningurinn við Janssen verði undirritaður á Þorláksmessu og tryggi skammta fyrir 117.500 manns. Þessir þrír samningar eru sagðir tryggja bóluefni fyrir rúmlega 317 þúsund manns, samkvæmt tilkynningu. Í fyrri útgáfu var þessi tala þó sögð 376 þúsund en það hefur nú verið leiðrétt. Samningur við Moderna verði svo undirritaður á gamlársdag en ekki liggi fyrir hversu marga skammta Íslendingar fái. Í úttekt Bloomberg er Ísland nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 218 þúsund manns eða 61 prósent íbúa. Ekki er skýrt á hverju þessar tölur eru nákvæmlega byggðar en þær eru þó nálægt því sem samningar við Pfizer og AstraZeneca tryggja, samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins; skammtar fyrir 200 þúsund íbúa. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31 Segja bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 20. desember 2020 18:44 „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Í fyrstu útgáfu af úttekt Bloomberg kom fram að Íslendingar hefðu tryggt sér bóluefnaskammta fyrir 103 þúsund manns, eða 29 prósent af íbúum. Löndum úttektarinnar var jafnframt gefinn litur eftir því hversu marga skammta af bóluefni þau hafa tryggt sér miðað við íbúafjölda. Þau sem hafa tryggt sér mest af efninu eru dökkgræn en þau sem hafa tryggt sér minnst eru ljósgul. Ísland var fyrst ljósgult, líkt og mörg af fátækustu ríkjum heims á kortinu, en er nú orðið dökkgult og þá á pari við lönd á borð við Brasilíu og Egyptaland. Eftir að fjallað var um úttekt Bloomberg birti heilbrigðisráðuneytið tilkynningu á vef sínum í gær þar sem áréttað er að stjórnvöld hafi tryggt bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar í gegnum samninga Evrópusambandsins. Þannig tryggi samningar við Pfizer og AstraZeneca, sem þegar hafa verið undirritaðir, bóluefni fyrir 200 þúsund manns. Þriðji samningurinn við Janssen verði undirritaður á Þorláksmessu og tryggi skammta fyrir 117.500 manns. Þessir þrír samningar eru sagðir tryggja bóluefni fyrir rúmlega 317 þúsund manns, samkvæmt tilkynningu. Í fyrri útgáfu var þessi tala þó sögð 376 þúsund en það hefur nú verið leiðrétt. Samningur við Moderna verði svo undirritaður á gamlársdag en ekki liggi fyrir hversu marga skammta Íslendingar fái. Í úttekt Bloomberg er Ísland nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 218 þúsund manns eða 61 prósent íbúa. Ekki er skýrt á hverju þessar tölur eru nákvæmlega byggðar en þær eru þó nálægt því sem samningar við Pfizer og AstraZeneca tryggja, samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins; skammtar fyrir 200 þúsund íbúa.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31 Segja bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 20. desember 2020 18:44 „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31
Segja bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 20. desember 2020 18:44
„Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24