Vinur Mo Salah segir hann ósáttan og heldur að Liverpool selji hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 09:16 Mohamed Salah skoraði þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum sem færðu Liverpool fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. AP/Peter Powell Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og Mohamed Salah er markahæsti leikmaður deildarinnar. Egyptinn er samt ekki ánægður hjá Liverpool ef marka má orð vinar hans. Liverpool gæti selt Mohamed Salah á næstunni ef marka má fréttir erlendri miðla en Egyptinn hefur lengi verið orðaður við stórlið Real Madrid og Barcelona. Salah hefur oft áður verið orðaður við spænsku liðin en nú þykir óánægja hans hjá Liverpool ýta enn frekar undir þennan orðróm. Það er viðtal við vin hans sem hefur vakið talsverða athygli. Mohamed Aboutrika, fyrrum liðsfélagi Mohamed Salah í egypska landsliðinu og vinur hans, ræddi mál Salah í viðtali við beIN Sport. 'I called Salah about his situation at Liverpool and he is upset. I know that Salah is not happy in Liverpool, he told me the reasons why he is not happy.'https://t.co/u2vtuDWjvR— SPORTbible (@sportbible) December 21, 2020 Samkvæmt Mohamed Aboutrika þá er Salah óánægður í Liverpool þessa stundina þrátt fyrir gott gengi liðsins og að hann sé markahæsti maður ensku úrvalsdeildarinnar með þrettán mörk. „Ég hringdi í Salah og ræddi við hann um stöðu hans hjá Liverpool. Hann er ósáttur en það mun samt ekki hafa nein áhrif á frammistöðu hans inn á vellinum,“ sagði Mohamed Aboutrika við beIN Sport. „Ég veit að Salah er ekki ánægður hjá Liverpool. Hann sagði mér ástæðurnar fyrir því en þær eru leyndarmál og ég má ekki tala um þær opinberlega. Ein af ástæðunum sem gerðu Salah reiðann var samt sú staðreynd að hann fékk ekki fyrirliðabandið á móti Midtjylland,“ sagði Aboutrika. Surely not Mohamed Salah's former international team-mate, Mohamed Aboutrika, thinks Liverpool are considering selling him. pic.twitter.com/0cDXrSqCjI— Goal (@goal) December 20, 2020 Liverpool lék án allra fyrirliða sinna á móti Midtjylland (Jordan Henderson, James Milner, Virgil van Dijk, Georginio Wijnaldum) en Mo Salah fékk ekki fyrirliðabandið heldur Trent Alexander-Arnold. Aboutrika henti líka fram annarri fullyrðingu í viðtalinu. „Ef Salah væri leikmaður Real Madrid eða Barcelona og að spila eins vel og hann gerir hjá Liverpool þá væri hann búinn að vinna Ballon d'Or. Það er því fullkomlega eðlilegt hjá spænskum blaðamönnum að spyrja hann út í Real Madrid eða Barcelona,“ sagði Aboutrika en Mohamed Salah hefur ekki viljað loka á þann möguleika að fara til spænsku stórliðanna. „Ég held að Liverpool sé að hugsa um að selja Salah til að bæta fjárhagsstöðu sína. Ég hef engin áhrif á Salah en hann er vinur minn og ég veit að hann er nógu klár til að vita hvað sé best fyrir sig,“ sagði Mohamed Aboutrika. Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Liverpool gæti selt Mohamed Salah á næstunni ef marka má fréttir erlendri miðla en Egyptinn hefur lengi verið orðaður við stórlið Real Madrid og Barcelona. Salah hefur oft áður verið orðaður við spænsku liðin en nú þykir óánægja hans hjá Liverpool ýta enn frekar undir þennan orðróm. Það er viðtal við vin hans sem hefur vakið talsverða athygli. Mohamed Aboutrika, fyrrum liðsfélagi Mohamed Salah í egypska landsliðinu og vinur hans, ræddi mál Salah í viðtali við beIN Sport. 'I called Salah about his situation at Liverpool and he is upset. I know that Salah is not happy in Liverpool, he told me the reasons why he is not happy.'https://t.co/u2vtuDWjvR— SPORTbible (@sportbible) December 21, 2020 Samkvæmt Mohamed Aboutrika þá er Salah óánægður í Liverpool þessa stundina þrátt fyrir gott gengi liðsins og að hann sé markahæsti maður ensku úrvalsdeildarinnar með þrettán mörk. „Ég hringdi í Salah og ræddi við hann um stöðu hans hjá Liverpool. Hann er ósáttur en það mun samt ekki hafa nein áhrif á frammistöðu hans inn á vellinum,“ sagði Mohamed Aboutrika við beIN Sport. „Ég veit að Salah er ekki ánægður hjá Liverpool. Hann sagði mér ástæðurnar fyrir því en þær eru leyndarmál og ég má ekki tala um þær opinberlega. Ein af ástæðunum sem gerðu Salah reiðann var samt sú staðreynd að hann fékk ekki fyrirliðabandið á móti Midtjylland,“ sagði Aboutrika. Surely not Mohamed Salah's former international team-mate, Mohamed Aboutrika, thinks Liverpool are considering selling him. pic.twitter.com/0cDXrSqCjI— Goal (@goal) December 20, 2020 Liverpool lék án allra fyrirliða sinna á móti Midtjylland (Jordan Henderson, James Milner, Virgil van Dijk, Georginio Wijnaldum) en Mo Salah fékk ekki fyrirliðabandið heldur Trent Alexander-Arnold. Aboutrika henti líka fram annarri fullyrðingu í viðtalinu. „Ef Salah væri leikmaður Real Madrid eða Barcelona og að spila eins vel og hann gerir hjá Liverpool þá væri hann búinn að vinna Ballon d'Or. Það er því fullkomlega eðlilegt hjá spænskum blaðamönnum að spyrja hann út í Real Madrid eða Barcelona,“ sagði Aboutrika en Mohamed Salah hefur ekki viljað loka á þann möguleika að fara til spænsku stórliðanna. „Ég held að Liverpool sé að hugsa um að selja Salah til að bæta fjárhagsstöðu sína. Ég hef engin áhrif á Salah en hann er vinur minn og ég veit að hann er nógu klár til að vita hvað sé best fyrir sig,“ sagði Mohamed Aboutrika.
Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira