Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2020 23:31 Óvíst er hvenær bólusetningar við Covid-19 geta hafist hér á landi en talið er að bóluefni Pfizer og BioNTech fái grænt ljós í Evrópu á morgun. Getty/Francine Orr Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. Líklegt er að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni koma saman til að staðfesta ákvörðunina einum eða tveimur dögum síðar. Ekki er vitað hvenær byrjað verður að bólusetja hér á landi en Íslenska ríkið skrifaði undir samning við Pfizer þann 9. desember síðastliðinn um kaup á 170 þúsund skömmtum, sem munu duga fyrir um 85 þúsund einstaklinga. Stefnt er að því að hefja afhendingu á efninu fyrir lok árs. Takist sérfræðinganefndinni ekki að afgreiða markaðsleyfið á morgun mun nefndin funda aftur þann 29. desember næstkomandi. Fram kemur á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu að nefndin hafi það að markmiði að afgreiða umsóknina sem fyrst. Bóluefni Pfizer og BioNTech, sem ber heitið BNT162b2, er þegar í notkun í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada. Í dag hafa tæplega 78 milljón manns greinst smitaðir af kórónuveirunni alþjóðlega og tæplega 1,7 milljónir látist af völdum hennar samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Hér á Íslandi hafa 5.642 greinst með veiruna og 28 látist. Íslensk stjórnvöld þegar tryggt bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar En stjórnvöld hér á landi hafa ekki aðeins undirritað samning við eitt lyfjafyrirtæki um kaup á bóluefni við Covid-19. Þegar hefur Ísland samið við Astra Zeneca og Oxford um kaup á um 230 þúsund skömmtum af bóluefni þeirra og er stefnt að því að byrja að afhenda skammta í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þá er álitið að Lyfjastofnun Evrópu gefi út álit um bóluefni Janssen og Johnson & Johnson í febrúar 2021 og stefna íslensk stjórnvöld á að undirrita kaupsamning í síðasta lagi 23. desember næstkomandi um kaup á 235 þúsund skömmtum. Áætlað er að dreifing á því bóluefni hefjist á þriðja ársfjórðungi næsta árs. Íslensk stjórnvöld hafa því þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87 prósent þjóðarinnar í gegn um samstarf Evrópuþjóða með samningum Evrópusambandsins. Samningarnir þrír, við Pfizer, Astra Zeneca og Janssen, tryggja bóluefni fyrir rúmlega 317 þúsund einstaklinga. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, sagði í samtali við fréttastofu RÚV fyrr í kvöld að hún reikni með að sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu komist að niðurstöðu um bóluefni Pfizer og BioNTech um hádegisbil á morgun. Hún reikni ekki með því að fundurinn verði langur. Búið sé að fara yfir öll helstu ágreiningsefni um bóluefnið. Bólusetningar Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 20. desember 2020 18:44 „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Þingkona sýndi frá bólusetningu á Instagram Þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var boðið í bólusetningu á föstudagskvöld. Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez var á meðal þeirra sem þáði bólusetninguna, en bólusetning þingmanna var þáttur í því að tryggja áframhaldandi starfsemi þingsins. 20. desember 2020 07:58 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Líklegt er að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni koma saman til að staðfesta ákvörðunina einum eða tveimur dögum síðar. Ekki er vitað hvenær byrjað verður að bólusetja hér á landi en Íslenska ríkið skrifaði undir samning við Pfizer þann 9. desember síðastliðinn um kaup á 170 þúsund skömmtum, sem munu duga fyrir um 85 þúsund einstaklinga. Stefnt er að því að hefja afhendingu á efninu fyrir lok árs. Takist sérfræðinganefndinni ekki að afgreiða markaðsleyfið á morgun mun nefndin funda aftur þann 29. desember næstkomandi. Fram kemur á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu að nefndin hafi það að markmiði að afgreiða umsóknina sem fyrst. Bóluefni Pfizer og BioNTech, sem ber heitið BNT162b2, er þegar í notkun í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada. Í dag hafa tæplega 78 milljón manns greinst smitaðir af kórónuveirunni alþjóðlega og tæplega 1,7 milljónir látist af völdum hennar samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Hér á Íslandi hafa 5.642 greinst með veiruna og 28 látist. Íslensk stjórnvöld þegar tryggt bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar En stjórnvöld hér á landi hafa ekki aðeins undirritað samning við eitt lyfjafyrirtæki um kaup á bóluefni við Covid-19. Þegar hefur Ísland samið við Astra Zeneca og Oxford um kaup á um 230 þúsund skömmtum af bóluefni þeirra og er stefnt að því að byrja að afhenda skammta í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þá er álitið að Lyfjastofnun Evrópu gefi út álit um bóluefni Janssen og Johnson & Johnson í febrúar 2021 og stefna íslensk stjórnvöld á að undirrita kaupsamning í síðasta lagi 23. desember næstkomandi um kaup á 235 þúsund skömmtum. Áætlað er að dreifing á því bóluefni hefjist á þriðja ársfjórðungi næsta árs. Íslensk stjórnvöld hafa því þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87 prósent þjóðarinnar í gegn um samstarf Evrópuþjóða með samningum Evrópusambandsins. Samningarnir þrír, við Pfizer, Astra Zeneca og Janssen, tryggja bóluefni fyrir rúmlega 317 þúsund einstaklinga. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, sagði í samtali við fréttastofu RÚV fyrr í kvöld að hún reikni með að sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu komist að niðurstöðu um bóluefni Pfizer og BioNTech um hádegisbil á morgun. Hún reikni ekki með því að fundurinn verði langur. Búið sé að fara yfir öll helstu ágreiningsefni um bóluefnið.
Bólusetningar Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 20. desember 2020 18:44 „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Þingkona sýndi frá bólusetningu á Instagram Þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var boðið í bólusetningu á föstudagskvöld. Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez var á meðal þeirra sem þáði bólusetninguna, en bólusetning þingmanna var þáttur í því að tryggja áframhaldandi starfsemi þingsins. 20. desember 2020 07:58 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Segja bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 20. desember 2020 18:44
„Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24
Þingkona sýndi frá bólusetningu á Instagram Þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var boðið í bólusetningu á föstudagskvöld. Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez var á meðal þeirra sem þáði bólusetninguna, en bólusetning þingmanna var þáttur í því að tryggja áframhaldandi starfsemi þingsins. 20. desember 2020 07:58