Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2020 23:31 Óvíst er hvenær bólusetningar við Covid-19 geta hafist hér á landi en talið er að bóluefni Pfizer og BioNTech fái grænt ljós í Evrópu á morgun. Getty/Francine Orr Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. Líklegt er að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni koma saman til að staðfesta ákvörðunina einum eða tveimur dögum síðar. Ekki er vitað hvenær byrjað verður að bólusetja hér á landi en Íslenska ríkið skrifaði undir samning við Pfizer þann 9. desember síðastliðinn um kaup á 170 þúsund skömmtum, sem munu duga fyrir um 85 þúsund einstaklinga. Stefnt er að því að hefja afhendingu á efninu fyrir lok árs. Takist sérfræðinganefndinni ekki að afgreiða markaðsleyfið á morgun mun nefndin funda aftur þann 29. desember næstkomandi. Fram kemur á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu að nefndin hafi það að markmiði að afgreiða umsóknina sem fyrst. Bóluefni Pfizer og BioNTech, sem ber heitið BNT162b2, er þegar í notkun í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada. Í dag hafa tæplega 78 milljón manns greinst smitaðir af kórónuveirunni alþjóðlega og tæplega 1,7 milljónir látist af völdum hennar samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Hér á Íslandi hafa 5.642 greinst með veiruna og 28 látist. Íslensk stjórnvöld þegar tryggt bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar En stjórnvöld hér á landi hafa ekki aðeins undirritað samning við eitt lyfjafyrirtæki um kaup á bóluefni við Covid-19. Þegar hefur Ísland samið við Astra Zeneca og Oxford um kaup á um 230 þúsund skömmtum af bóluefni þeirra og er stefnt að því að byrja að afhenda skammta í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þá er álitið að Lyfjastofnun Evrópu gefi út álit um bóluefni Janssen og Johnson & Johnson í febrúar 2021 og stefna íslensk stjórnvöld á að undirrita kaupsamning í síðasta lagi 23. desember næstkomandi um kaup á 235 þúsund skömmtum. Áætlað er að dreifing á því bóluefni hefjist á þriðja ársfjórðungi næsta árs. Íslensk stjórnvöld hafa því þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87 prósent þjóðarinnar í gegn um samstarf Evrópuþjóða með samningum Evrópusambandsins. Samningarnir þrír, við Pfizer, Astra Zeneca og Janssen, tryggja bóluefni fyrir rúmlega 317 þúsund einstaklinga. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, sagði í samtali við fréttastofu RÚV fyrr í kvöld að hún reikni með að sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu komist að niðurstöðu um bóluefni Pfizer og BioNTech um hádegisbil á morgun. Hún reikni ekki með því að fundurinn verði langur. Búið sé að fara yfir öll helstu ágreiningsefni um bóluefnið. Bólusetningar Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 20. desember 2020 18:44 „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Þingkona sýndi frá bólusetningu á Instagram Þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var boðið í bólusetningu á föstudagskvöld. Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez var á meðal þeirra sem þáði bólusetninguna, en bólusetning þingmanna var þáttur í því að tryggja áframhaldandi starfsemi þingsins. 20. desember 2020 07:58 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Líklegt er að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni koma saman til að staðfesta ákvörðunina einum eða tveimur dögum síðar. Ekki er vitað hvenær byrjað verður að bólusetja hér á landi en Íslenska ríkið skrifaði undir samning við Pfizer þann 9. desember síðastliðinn um kaup á 170 þúsund skömmtum, sem munu duga fyrir um 85 þúsund einstaklinga. Stefnt er að því að hefja afhendingu á efninu fyrir lok árs. Takist sérfræðinganefndinni ekki að afgreiða markaðsleyfið á morgun mun nefndin funda aftur þann 29. desember næstkomandi. Fram kemur á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu að nefndin hafi það að markmiði að afgreiða umsóknina sem fyrst. Bóluefni Pfizer og BioNTech, sem ber heitið BNT162b2, er þegar í notkun í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada. Í dag hafa tæplega 78 milljón manns greinst smitaðir af kórónuveirunni alþjóðlega og tæplega 1,7 milljónir látist af völdum hennar samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Hér á Íslandi hafa 5.642 greinst með veiruna og 28 látist. Íslensk stjórnvöld þegar tryggt bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar En stjórnvöld hér á landi hafa ekki aðeins undirritað samning við eitt lyfjafyrirtæki um kaup á bóluefni við Covid-19. Þegar hefur Ísland samið við Astra Zeneca og Oxford um kaup á um 230 þúsund skömmtum af bóluefni þeirra og er stefnt að því að byrja að afhenda skammta í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þá er álitið að Lyfjastofnun Evrópu gefi út álit um bóluefni Janssen og Johnson & Johnson í febrúar 2021 og stefna íslensk stjórnvöld á að undirrita kaupsamning í síðasta lagi 23. desember næstkomandi um kaup á 235 þúsund skömmtum. Áætlað er að dreifing á því bóluefni hefjist á þriðja ársfjórðungi næsta árs. Íslensk stjórnvöld hafa því þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87 prósent þjóðarinnar í gegn um samstarf Evrópuþjóða með samningum Evrópusambandsins. Samningarnir þrír, við Pfizer, Astra Zeneca og Janssen, tryggja bóluefni fyrir rúmlega 317 þúsund einstaklinga. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, sagði í samtali við fréttastofu RÚV fyrr í kvöld að hún reikni með að sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu komist að niðurstöðu um bóluefni Pfizer og BioNTech um hádegisbil á morgun. Hún reikni ekki með því að fundurinn verði langur. Búið sé að fara yfir öll helstu ágreiningsefni um bóluefnið.
Bólusetningar Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 20. desember 2020 18:44 „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Þingkona sýndi frá bólusetningu á Instagram Þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var boðið í bólusetningu á föstudagskvöld. Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez var á meðal þeirra sem þáði bólusetninguna, en bólusetning þingmanna var þáttur í því að tryggja áframhaldandi starfsemi þingsins. 20. desember 2020 07:58 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Segja bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 20. desember 2020 18:44
„Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24
Þingkona sýndi frá bólusetningu á Instagram Þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var boðið í bólusetningu á föstudagskvöld. Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez var á meðal þeirra sem þáði bólusetninguna, en bólusetning þingmanna var þáttur í því að tryggja áframhaldandi starfsemi þingsins. 20. desember 2020 07:58