Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2020 23:31 Óvíst er hvenær bólusetningar við Covid-19 geta hafist hér á landi en talið er að bóluefni Pfizer og BioNTech fái grænt ljós í Evrópu á morgun. Getty/Francine Orr Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. Líklegt er að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni koma saman til að staðfesta ákvörðunina einum eða tveimur dögum síðar. Ekki er vitað hvenær byrjað verður að bólusetja hér á landi en Íslenska ríkið skrifaði undir samning við Pfizer þann 9. desember síðastliðinn um kaup á 170 þúsund skömmtum, sem munu duga fyrir um 85 þúsund einstaklinga. Stefnt er að því að hefja afhendingu á efninu fyrir lok árs. Takist sérfræðinganefndinni ekki að afgreiða markaðsleyfið á morgun mun nefndin funda aftur þann 29. desember næstkomandi. Fram kemur á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu að nefndin hafi það að markmiði að afgreiða umsóknina sem fyrst. Bóluefni Pfizer og BioNTech, sem ber heitið BNT162b2, er þegar í notkun í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada. Í dag hafa tæplega 78 milljón manns greinst smitaðir af kórónuveirunni alþjóðlega og tæplega 1,7 milljónir látist af völdum hennar samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Hér á Íslandi hafa 5.642 greinst með veiruna og 28 látist. Íslensk stjórnvöld þegar tryggt bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar En stjórnvöld hér á landi hafa ekki aðeins undirritað samning við eitt lyfjafyrirtæki um kaup á bóluefni við Covid-19. Þegar hefur Ísland samið við Astra Zeneca og Oxford um kaup á um 230 þúsund skömmtum af bóluefni þeirra og er stefnt að því að byrja að afhenda skammta í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þá er álitið að Lyfjastofnun Evrópu gefi út álit um bóluefni Janssen og Johnson & Johnson í febrúar 2021 og stefna íslensk stjórnvöld á að undirrita kaupsamning í síðasta lagi 23. desember næstkomandi um kaup á 235 þúsund skömmtum. Áætlað er að dreifing á því bóluefni hefjist á þriðja ársfjórðungi næsta árs. Íslensk stjórnvöld hafa því þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87 prósent þjóðarinnar í gegn um samstarf Evrópuþjóða með samningum Evrópusambandsins. Samningarnir þrír, við Pfizer, Astra Zeneca og Janssen, tryggja bóluefni fyrir rúmlega 317 þúsund einstaklinga. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, sagði í samtali við fréttastofu RÚV fyrr í kvöld að hún reikni með að sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu komist að niðurstöðu um bóluefni Pfizer og BioNTech um hádegisbil á morgun. Hún reikni ekki með því að fundurinn verði langur. Búið sé að fara yfir öll helstu ágreiningsefni um bóluefnið. Bólusetningar Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 20. desember 2020 18:44 „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Þingkona sýndi frá bólusetningu á Instagram Þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var boðið í bólusetningu á föstudagskvöld. Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez var á meðal þeirra sem þáði bólusetninguna, en bólusetning þingmanna var þáttur í því að tryggja áframhaldandi starfsemi þingsins. 20. desember 2020 07:58 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Sjá meira
Líklegt er að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni koma saman til að staðfesta ákvörðunina einum eða tveimur dögum síðar. Ekki er vitað hvenær byrjað verður að bólusetja hér á landi en Íslenska ríkið skrifaði undir samning við Pfizer þann 9. desember síðastliðinn um kaup á 170 þúsund skömmtum, sem munu duga fyrir um 85 þúsund einstaklinga. Stefnt er að því að hefja afhendingu á efninu fyrir lok árs. Takist sérfræðinganefndinni ekki að afgreiða markaðsleyfið á morgun mun nefndin funda aftur þann 29. desember næstkomandi. Fram kemur á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu að nefndin hafi það að markmiði að afgreiða umsóknina sem fyrst. Bóluefni Pfizer og BioNTech, sem ber heitið BNT162b2, er þegar í notkun í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada. Í dag hafa tæplega 78 milljón manns greinst smitaðir af kórónuveirunni alþjóðlega og tæplega 1,7 milljónir látist af völdum hennar samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Hér á Íslandi hafa 5.642 greinst með veiruna og 28 látist. Íslensk stjórnvöld þegar tryggt bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar En stjórnvöld hér á landi hafa ekki aðeins undirritað samning við eitt lyfjafyrirtæki um kaup á bóluefni við Covid-19. Þegar hefur Ísland samið við Astra Zeneca og Oxford um kaup á um 230 þúsund skömmtum af bóluefni þeirra og er stefnt að því að byrja að afhenda skammta í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þá er álitið að Lyfjastofnun Evrópu gefi út álit um bóluefni Janssen og Johnson & Johnson í febrúar 2021 og stefna íslensk stjórnvöld á að undirrita kaupsamning í síðasta lagi 23. desember næstkomandi um kaup á 235 þúsund skömmtum. Áætlað er að dreifing á því bóluefni hefjist á þriðja ársfjórðungi næsta árs. Íslensk stjórnvöld hafa því þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87 prósent þjóðarinnar í gegn um samstarf Evrópuþjóða með samningum Evrópusambandsins. Samningarnir þrír, við Pfizer, Astra Zeneca og Janssen, tryggja bóluefni fyrir rúmlega 317 þúsund einstaklinga. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, sagði í samtali við fréttastofu RÚV fyrr í kvöld að hún reikni með að sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu komist að niðurstöðu um bóluefni Pfizer og BioNTech um hádegisbil á morgun. Hún reikni ekki með því að fundurinn verði langur. Búið sé að fara yfir öll helstu ágreiningsefni um bóluefnið.
Bólusetningar Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 20. desember 2020 18:44 „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Þingkona sýndi frá bólusetningu á Instagram Þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var boðið í bólusetningu á föstudagskvöld. Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez var á meðal þeirra sem þáði bólusetninguna, en bólusetning þingmanna var þáttur í því að tryggja áframhaldandi starfsemi þingsins. 20. desember 2020 07:58 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Sjá meira
Segja bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 20. desember 2020 18:44
„Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24
Þingkona sýndi frá bólusetningu á Instagram Þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var boðið í bólusetningu á föstudagskvöld. Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez var á meðal þeirra sem þáði bólusetninguna, en bólusetning þingmanna var þáttur í því að tryggja áframhaldandi starfsemi þingsins. 20. desember 2020 07:58