Fótbolti

Farið á bak við stjóra Arons og Sveins?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sveinn Aron fagnar marki gegn Álaborg fyrr á leiktíðinni.
Sveinn Aron fagnar marki gegn Álaborg fyrr á leiktíðinni. Lars Ronbog/Getty

Sveinn Aron Guðjohnsen og Aron Elís Þrándarson, leikmenn OB í Danmörku, fá nýjan stjóra eftir jól, ef marka má heimildir Ekstra Bladet í Danmörku.

Heimildir Ekstra Bladet herma að síðasti leikur Jakob Michaelsen, núverandi þjálfara OB, verði á sunnudaginn er liðið spilar við FCK á Parken.

Það hefur stormað um Óðinsvé að undanförnu en á dögunum lak út að íþróttastjórinn, Michael Hemmingsen, væri byrjaður í leitinni að næsta þjálfara liðsins.

Samband Michaelsen og Hemmingsen ku ekki vera gott en gengi OB hefur verið upp og ofan í danska boltanum það sem af er. Þeir eru í 9. sæti deildarinnar.

Efstir á óskalista OB eru þeir Niels Frederiksen, þjálfari Bröndby, og Jacob Neestrup, fyrrum leikmaður OB og nú þjálfari Viborg í dönsku B-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×