Makamál

Spurning vikunnar: Veldur jólaundirbúningurinn álagi á sambandið?

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
En hvenær er undirbúningurinn farinn að valda stressi og álagi og hugmyndin um kærleik og frið gleymist? 
En hvenær er undirbúningurinn farinn að valda stressi og álagi og hugmyndin um kærleik og frið gleymist?  Getty

Jólin eru tími kærleiks og friðar. Er það ekki annars? Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum þá finnum við okkur mörg hver knúin til að skrifa niður ævintýralega langan verkefnalista fyrir jólin. Það þarf að þrífa ofan af skápunum, mála baðherbergið, hengja upp myndir í stofunni, baka fimm sortir, grafa lax, skreyta heimilið, búa til jólasultuna og kaupa allar jólagjafirnar.

Listinn er mislangur hjá fólki og auðvitað misjafnt hversu mikinn tíma við höfum aflögu í desember.

Flest okkar sem höldum jólin hátíðleg viljum hafa hreint og fínt yfir hátíðarnar. Það má eiginlega segja að undirbúningur jólanna sé stærsti hluti þeirra og hefðir skipta þar fólk oft miklu máli. En hvenær er undirbúningurinn farinn að valda stressi og álagi og hugmyndin um kærleik og frið gleymist. 

Skipulag, forgangsröðun og samvinna eru mikilvægir þættir í samböndum og þegar mikið er að gera getur svo sannarlega reynt á stoðirnar. 

Spurning vikunnar er að þessu sinni kynjaskipt og beint til fólks sem er í sambandi og þeirra sem halda jólin hátíðleg.

KONUR SVARA HÉR:

KARLAR SVARA HÉR:


Tengdar fréttir

„Langar á deit með sætum íslenskum manni“

„Ég er búin að fá ótrúlega mikil viðbröð, þetta sprakk eiginlega pínulítið í höndunum á mér og núna er ég búin að fá fullt af skilaboðum og vinabeiðnum,“ segir Ólöf Rut Fjeldsted í samtali við Makamál. Ólöf vakti mikla athygli fyrir innlegg sitt síðastliðið mánudagskvöld í Facebook-hópnum Íslendingar í Danmörku þar sem hún óskaði eftir því að komast á stefnumót með íslenskum manni.

Þriðjungur segist sakna fyrrverandi maka

Í síðustu viku spurðum við lesendur Vísis hvort að þeir söknuðu fyrrverandi maka. Eftir sambandsslit er ekki óalgengt að annar eða báðir aðilar finni fyrir söknuði, sérstaklega ef sambandið hefur varað lengi. Stundum er það þessi söknuður sem getur gert fólk ringlað og valdið því að það efast um að sambandsslitin hafi verið rétt ákvörðun.

Einhleypan: „Kynvilla og kampavín“

Hlýr, hýr og hrókur alls fagnaðar eru orð sem vinir Einhleypu vikunnar myndu nota til að lýsa honum. Sjálfur segist hann fyrst og fremst titla sig sem Ólafsfirðing sem elskar að fara í sjósund, ferðast og ganga á fjöll. Kynnumst Vilhjálmi Þór Davíðssyni aðeins betur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×