Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk er Lemgo vann eins marks sigur á Wetzlar, 28-27, í spennutrylli í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Enn einn frábæri leikurinn hjá Bjarka en Lemgo er eftir sigurinn í áttunda sæti deildarinnar.
Rúnar Kársaon skoraði fimm mörk en Gunnar Steinn Jónsson og Daníel Þór Ingason komust ekki á blað í stórsigri Ribe-Esbjerg á Lemvig, 31-22, í danska boltanum.
Ribe-Esbjerg er í ellefta sæti deildarinnar með þrettán stig.
Ólafur Guðmundsson skoraði fjögur mörk og Teitur Örn Einarsson tvö er Kristianstad tapaði fyrir Skövde í sænska boltanum, 28-23.
Þetta er annað tap Kristianstad í röð og eru þeir nú í sjöunda sæti deildarinnar, sjö stigum frá toppliði Malmö.