Seðlabankastjóri vill ný viðmið fyrir lífeyrissjóðina Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2020 20:00 Seðlabankastjóri vill ný viðmið fyrir ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðina enda hafi vaxtaumhverfið gjörbreyst frá því núverandi stefna var mótuð. Mikilvægt sé að sjóðirnir gangi í takt við stefnuna í efnahagsmálum hverju sinni. Í tekjubandormi ríkisstjórnarinnar er ríkissjóði gefnar heimildir til erlendrar lántöku upp á 650 milljarða á næsta ári. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að þetta sé jákvætt. Almennt sé staðan í fjármálakerfinu góð. Mikið til af lausafé hjá ríkissjóði, lífeyrissjóðum og viðskiptabönkunum. En nú þurfi að fara að huga að fjárfestingum. Á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í dag lýsti seðlabankastjóri almennri ánægju með hvernig til hefði tekist með aðgerðum bankans frá því kórónuveirufaraldurinn skall á. „Við höfum náð að bregðast við veirunni, höfum náð að stabilisera krónuna, náð að lækka vexti. Við höfum náð að einhverju leyti að örva einkaneyslu. Næsti áfangi er eftir sem er fjárfesting og ný störf og að við getum komið hagkerfinu aftur af stað,” segir Ásgeir. Lífeyrissjóðirnir leika stórt hlutverk í fjármálakerfinu og fjárfestingum með sjóði upp á þúsundir milljarða. Ávöxtunarkrafa þeirra var sett á 3,5 prósenti fyrir um tveimur áratugum þegar vaxtaumhverfið var allt annað. Ásgeir segir mikilvægt að sjóðirnir móti stefnu í anda mikilvægis þeirra á fjármálamarkaði, í efnahagslífinu almennt og áhrifum á peningastefnuna. „Mér finnst það mjög erfitt að vera með uppgjörskröfu fyrir lífeyrissjóði sem er algerlega ótengd áhættulausum vöxtum eða ríkisvöxtum í landinu. Að uppgjörskrafa þeirra sé algerlega ótengd því vaxtastigi sem er í landinu,” segir seðlabankastjóri. Seðlabankinn vilji samtal við lífeyrissjóðina sem hingað til hafi gengið vel. Sett verði skýrari viðmið fyrir sjóðina og Seðlabankann og hann fái auknar heimildir til að bregðast við og tryggja stöðugleika í landinu. Seðlabankinn Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa gengið upp Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans vegna kórónuveirufaraldurins hafa gengið vel og tryggt viðskiptabönkunum nægt lausafé. Þeir standi því vel til að ráðast í nausynlegar fjárfestingar og uppbygingu atvinnulífsins. Vanda þurfi til verka við nýja stefnumótun fyrir lífeyrissjóðina. 16. desember 2020 12:46 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Í tekjubandormi ríkisstjórnarinnar er ríkissjóði gefnar heimildir til erlendrar lántöku upp á 650 milljarða á næsta ári. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að þetta sé jákvætt. Almennt sé staðan í fjármálakerfinu góð. Mikið til af lausafé hjá ríkissjóði, lífeyrissjóðum og viðskiptabönkunum. En nú þurfi að fara að huga að fjárfestingum. Á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í dag lýsti seðlabankastjóri almennri ánægju með hvernig til hefði tekist með aðgerðum bankans frá því kórónuveirufaraldurinn skall á. „Við höfum náð að bregðast við veirunni, höfum náð að stabilisera krónuna, náð að lækka vexti. Við höfum náð að einhverju leyti að örva einkaneyslu. Næsti áfangi er eftir sem er fjárfesting og ný störf og að við getum komið hagkerfinu aftur af stað,” segir Ásgeir. Lífeyrissjóðirnir leika stórt hlutverk í fjármálakerfinu og fjárfestingum með sjóði upp á þúsundir milljarða. Ávöxtunarkrafa þeirra var sett á 3,5 prósenti fyrir um tveimur áratugum þegar vaxtaumhverfið var allt annað. Ásgeir segir mikilvægt að sjóðirnir móti stefnu í anda mikilvægis þeirra á fjármálamarkaði, í efnahagslífinu almennt og áhrifum á peningastefnuna. „Mér finnst það mjög erfitt að vera með uppgjörskröfu fyrir lífeyrissjóði sem er algerlega ótengd áhættulausum vöxtum eða ríkisvöxtum í landinu. Að uppgjörskrafa þeirra sé algerlega ótengd því vaxtastigi sem er í landinu,” segir seðlabankastjóri. Seðlabankinn vilji samtal við lífeyrissjóðina sem hingað til hafi gengið vel. Sett verði skýrari viðmið fyrir sjóðina og Seðlabankann og hann fái auknar heimildir til að bregðast við og tryggja stöðugleika í landinu.
Seðlabankinn Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa gengið upp Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans vegna kórónuveirufaraldurins hafa gengið vel og tryggt viðskiptabönkunum nægt lausafé. Þeir standi því vel til að ráðast í nausynlegar fjárfestingar og uppbygingu atvinnulífsins. Vanda þurfi til verka við nýja stefnumótun fyrir lífeyrissjóðina. 16. desember 2020 12:46 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa gengið upp Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans vegna kórónuveirufaraldurins hafa gengið vel og tryggt viðskiptabönkunum nægt lausafé. Þeir standi því vel til að ráðast í nausynlegar fjárfestingar og uppbygingu atvinnulífsins. Vanda þurfi til verka við nýja stefnumótun fyrir lífeyrissjóðina. 16. desember 2020 12:46