Hjúkrunarheimilin og heimsóknir um jólin Anna Birna Jensdóttir, Eybjörg Hauksdóttir og María Fjóla Harðardóttir skrifa 16. desember 2020 13:00 Árið 2020 og COVID heimsfaraldurinn mun seint líða úr manna minnum. Öll höfum við þurft að færa einhverjar fórnir vegna þessarar óvelkomnu veiru. Alls hafa 27 einstaklingar látist vegna COVID – 19 á Íslandi. Fjölskyldur og vinir þessara einstaklinga sitja eftir í sorg og eru að fara að upplifa fyrstu jólin án sinna ástvina. Margir þeirra sem fengu veiruna glíma enn við afleiðingar þess og upplifa óvissu um hversu langt er í fullan bata. Fjölskyldur og einstaklingar hafa misst lífsviðurværið um skemmri eða lengri tíma, hafa misst af dýrmætum samverustundum með sínum nánustu, jafnvel á þeirra erfiðustu eða gleðilegustu tímamótum í lífinu. Fáir hafa sloppið við hin margvíslegu áhrif faraldursins. Strax í upphafi var hér á Íslandi tekin sú ákvörðun að slá skjaldborg um einn okkar viðkvæmasta hóp, íbúa hjúkrunarheimilanna. Íbúarnir og aðstandendur þeirra hafa sjálfið verið því afskaplega þakklátir. Þau hafa sýnt ótrúlega þolinmæði og mikið langlundargeð á þessum erfiðu tímum, þrátt fyrir talsverðar takmarkanir á heimsóknum inná hjúkrunarheimilin og miklar breytingar í starfseminni. Öll vita þau og skilja að enginn bað um þessa hörmung inn í samfélagið okkar. Starfsfólk heimilanna hefur lagt sig fram við að hlú að íbúum og helga sig starfinu við þessa óvenjulegu aðstæður. En ljósið blasir við okkur við enda ganganna og það eru einungis nokkrar vikur þar til bólusetning hefst og hafa íbúar hjúkrunarheimilanna verið settir í sérstakan forgang í bólusetningarferlinu. En farsóttarþreytu gætir víða og allir vilja geta hitt ömmur, afa, mömmur og pabba um jólin. Eðlilega. Við viljum geta notið nærveru við ástvini okkar um hátíðarnar. En nú þurfum við að halda í okkur og bíða, þetta er bara spursmál um einhverjar vikur. Ömurlega reynsla hérlendis og erlendis hefur kennt okkur að veiran er lúmsk og á auðvelt með að dreifa sér innan veggja heilbrigðisstofnana. Hagsmunir einstaklinganna verða að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar. Samstarfshópur Sóttvarnarlæknis, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, heilbrigðisráðuneytisins og fleiri aðila hefur því gefið út þær leiðbeiningar að einungis sé opið fyrir heimsóknir frá einum til tveimur gestum á dag um hátíðirnar og að ekki sé opið fyrir heimsóknir á hjúkrunarheimilum á matmálstímum. Möguleiki er því að eiga gæðastund saman þó það sé ekki yfir máltíð og lykilatriði er að það séu sömu gestirnir sem koma. Einnig er mælt gegn því að íbúar hjúkrunarheimila fari í boð heim til ættingja á þessum tíma. Þetta eru þung skref sem enginn vill í raun þurfa að taka, en eru nauðsynleg. Fólk vill ekki þurfa að vera eitt í sóttkví yfir hátíðarnar vegna þess að það varð útsett fyrir smiti í heimsókn úti í bæ og fólk vill ekki bera með sér smit inná hjúkrunarheimili. Allt er þetta gert til verndar íbúum heimilanna. Við huggum okkur við að það glittir í ljósið og líklega fá allir að hitta ömmu og afa, pabba eða mömmu, í janúar. Við megum ekki missa þetta frá okkur á lokametrunum - við höfum þegar misst of marga í þessum faraldri. Anna Birna Jensdóttir, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og framkvæmdastjóri Sóltúns Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu María Fjóla Harðardóttir, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og forstjóri Hrafnistu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Sjá meira
Árið 2020 og COVID heimsfaraldurinn mun seint líða úr manna minnum. Öll höfum við þurft að færa einhverjar fórnir vegna þessarar óvelkomnu veiru. Alls hafa 27 einstaklingar látist vegna COVID – 19 á Íslandi. Fjölskyldur og vinir þessara einstaklinga sitja eftir í sorg og eru að fara að upplifa fyrstu jólin án sinna ástvina. Margir þeirra sem fengu veiruna glíma enn við afleiðingar þess og upplifa óvissu um hversu langt er í fullan bata. Fjölskyldur og einstaklingar hafa misst lífsviðurværið um skemmri eða lengri tíma, hafa misst af dýrmætum samverustundum með sínum nánustu, jafnvel á þeirra erfiðustu eða gleðilegustu tímamótum í lífinu. Fáir hafa sloppið við hin margvíslegu áhrif faraldursins. Strax í upphafi var hér á Íslandi tekin sú ákvörðun að slá skjaldborg um einn okkar viðkvæmasta hóp, íbúa hjúkrunarheimilanna. Íbúarnir og aðstandendur þeirra hafa sjálfið verið því afskaplega þakklátir. Þau hafa sýnt ótrúlega þolinmæði og mikið langlundargeð á þessum erfiðu tímum, þrátt fyrir talsverðar takmarkanir á heimsóknum inná hjúkrunarheimilin og miklar breytingar í starfseminni. Öll vita þau og skilja að enginn bað um þessa hörmung inn í samfélagið okkar. Starfsfólk heimilanna hefur lagt sig fram við að hlú að íbúum og helga sig starfinu við þessa óvenjulegu aðstæður. En ljósið blasir við okkur við enda ganganna og það eru einungis nokkrar vikur þar til bólusetning hefst og hafa íbúar hjúkrunarheimilanna verið settir í sérstakan forgang í bólusetningarferlinu. En farsóttarþreytu gætir víða og allir vilja geta hitt ömmur, afa, mömmur og pabba um jólin. Eðlilega. Við viljum geta notið nærveru við ástvini okkar um hátíðarnar. En nú þurfum við að halda í okkur og bíða, þetta er bara spursmál um einhverjar vikur. Ömurlega reynsla hérlendis og erlendis hefur kennt okkur að veiran er lúmsk og á auðvelt með að dreifa sér innan veggja heilbrigðisstofnana. Hagsmunir einstaklinganna verða að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar. Samstarfshópur Sóttvarnarlæknis, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, heilbrigðisráðuneytisins og fleiri aðila hefur því gefið út þær leiðbeiningar að einungis sé opið fyrir heimsóknir frá einum til tveimur gestum á dag um hátíðirnar og að ekki sé opið fyrir heimsóknir á hjúkrunarheimilum á matmálstímum. Möguleiki er því að eiga gæðastund saman þó það sé ekki yfir máltíð og lykilatriði er að það séu sömu gestirnir sem koma. Einnig er mælt gegn því að íbúar hjúkrunarheimila fari í boð heim til ættingja á þessum tíma. Þetta eru þung skref sem enginn vill í raun þurfa að taka, en eru nauðsynleg. Fólk vill ekki þurfa að vera eitt í sóttkví yfir hátíðarnar vegna þess að það varð útsett fyrir smiti í heimsókn úti í bæ og fólk vill ekki bera með sér smit inná hjúkrunarheimili. Allt er þetta gert til verndar íbúum heimilanna. Við huggum okkur við að það glittir í ljósið og líklega fá allir að hitta ömmu og afa, pabba eða mömmu, í janúar. Við megum ekki missa þetta frá okkur á lokametrunum - við höfum þegar misst of marga í þessum faraldri. Anna Birna Jensdóttir, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og framkvæmdastjóri Sóltúns Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu María Fjóla Harðardóttir, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og forstjóri Hrafnistu
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun