Gaupi sótti Bogdan niður á kaffistofu og sá pólski hafði aldrei séð annað eins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2020 11:30 Bogdan Kowalczyk í viðtali við Guðjón Guðmundsson, fyrrverandi samstarfsmann sinn. vísir/pjetur Ísland hefur átt marga frábæra handboltamenn í gegnum tíðina en flestir þeirra hafa byrjað mun fyrr að æfa en Bjarki nokkur Sigurðsson. Gaupi sagði skemmtilega sögu af Bogdan Kowalczyk og fyrstu æfingu Bjarka. Guðjón Guðmundsson, eða Gaupi eins og við þekkjum hann flest, sagði sögur af pólska handboltaþjálfaranum Bogdan Kowalczyk þegar hann mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag. Strákarnir spurðu Guðjón meðal annars af því hver væri besti íslenski handboltamaðurinn sem hann hefur séð í yngri flokkum á Íslandi. Gaupi nefndi þrjá leikmenn og sagði líka skemmtilega sögu af einum þeirra. „Þú þjálfaðir lengi í yngri flokkunum og hefur fylgst með yngri flokkum ansi lengi. Hver er besti yngri flokka leikmaður sem þú hefur séð á Íslandi,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson. Hrikalega erfið spurning „Þetta er hrikalega erfið spurning,“ sagði Guðjón Guðmundsson en nefndi fyrst Bjarka Sigurðsson sem kom upp í Víkingi á níunda áratugnum og komst alla leið í úrvalsliðið á HM í Svíþjóð 1993. „Hann hafði aldrei æft handbolta þegar hann kom á fyrstu æfinguna sextán ára gamall. Það þurfti að ná í Bogdan Kowalczyk niður á kaffistofu upp í Réttarholtsskóla til að benda honum á það að það væri strákur á æfingu þarna uppi sem gæti allt og væri örvhentur og ógeðslega flinkur,“ sagði Guðjón. Eins og þetta hafi gerst í gær „Ég man bara eins og þetta hefði gerst í gær vegna þess karlinn hafði ekki mikla trú á þessu en lét nú til leiðast. Hann ætlaði að gefa þessu einhverjar fimm mínútur en ég held að hann hafi horft á hann í rúman klukkutíma. Hann sagði bara: Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Guðjón. Þetta var líklega í kringum 1983. Bjarki var kominn inn í meistaraflokk Víkinga tveimur árum síðar og inn í íslenska landsliðið árið 1987. Bjarki spilaði alls 228 landsleiki og skoraði í þeim 575 mörk. Hann varð Íslandsmeistari bæði Víkingi og Aftureldingu og spilaði einnig sem atvinnumaður í Noregi. Meiðsli settu þó mikinn svip á hans feril. Héðinn var undrabarn Guðjón Guðmundsson nefndi líka tvo leikmenn til viðbótar. „Svo var náttúrulega Héðinn Gilsson sem var undrabarn á sínum. Svo Aron Pálmarsson. Þetta eru þeir sem eru ferskastir í minningunni,“ sagði Guðjón sem rifjaði líka upp æskuárin þegar hann fór í Hálogaland til að horfa á menn eins og Ragnar Jónsson og Geir Hallsteinsson. „Ég byrjaði snemma að fylgjast með handbolta. Ég man eftir því þegar ég var svona sex til sjö ára gamall þegar ég fór á leik í Hálogalandi. Þá man ég eftir leikmönnum eins og Ragnari Jónssyni sem var snillingur og svo náttúrulega Geira Hallsteins sem var séni,“ sagði Guðjón „Við höfum átt alveg gríðarlega mikið af öflugum leikmönnum og þeir eru á leiðinni. Það eru að koma strákar upp sem ég held að eigi eftir að ná í allra fremstu röð,“ sagði Guðjón. Ofar í fréttinni má heyra allan þáttinn með Gaupa en hann ræðir árin með Bogdan eftir um 34 mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Handbolti Sportið í dag Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, eða Gaupi eins og við þekkjum hann flest, sagði sögur af pólska handboltaþjálfaranum Bogdan Kowalczyk þegar hann mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag. Strákarnir spurðu Guðjón meðal annars af því hver væri besti íslenski handboltamaðurinn sem hann hefur séð í yngri flokkum á Íslandi. Gaupi nefndi þrjá leikmenn og sagði líka skemmtilega sögu af einum þeirra. „Þú þjálfaðir lengi í yngri flokkunum og hefur fylgst með yngri flokkum ansi lengi. Hver er besti yngri flokka leikmaður sem þú hefur séð á Íslandi,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson. Hrikalega erfið spurning „Þetta er hrikalega erfið spurning,“ sagði Guðjón Guðmundsson en nefndi fyrst Bjarka Sigurðsson sem kom upp í Víkingi á níunda áratugnum og komst alla leið í úrvalsliðið á HM í Svíþjóð 1993. „Hann hafði aldrei æft handbolta þegar hann kom á fyrstu æfinguna sextán ára gamall. Það þurfti að ná í Bogdan Kowalczyk niður á kaffistofu upp í Réttarholtsskóla til að benda honum á það að það væri strákur á æfingu þarna uppi sem gæti allt og væri örvhentur og ógeðslega flinkur,“ sagði Guðjón. Eins og þetta hafi gerst í gær „Ég man bara eins og þetta hefði gerst í gær vegna þess karlinn hafði ekki mikla trú á þessu en lét nú til leiðast. Hann ætlaði að gefa þessu einhverjar fimm mínútur en ég held að hann hafi horft á hann í rúman klukkutíma. Hann sagði bara: Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Guðjón. Þetta var líklega í kringum 1983. Bjarki var kominn inn í meistaraflokk Víkinga tveimur árum síðar og inn í íslenska landsliðið árið 1987. Bjarki spilaði alls 228 landsleiki og skoraði í þeim 575 mörk. Hann varð Íslandsmeistari bæði Víkingi og Aftureldingu og spilaði einnig sem atvinnumaður í Noregi. Meiðsli settu þó mikinn svip á hans feril. Héðinn var undrabarn Guðjón Guðmundsson nefndi líka tvo leikmenn til viðbótar. „Svo var náttúrulega Héðinn Gilsson sem var undrabarn á sínum. Svo Aron Pálmarsson. Þetta eru þeir sem eru ferskastir í minningunni,“ sagði Guðjón sem rifjaði líka upp æskuárin þegar hann fór í Hálogaland til að horfa á menn eins og Ragnar Jónsson og Geir Hallsteinsson. „Ég byrjaði snemma að fylgjast með handbolta. Ég man eftir því þegar ég var svona sex til sjö ára gamall þegar ég fór á leik í Hálogalandi. Þá man ég eftir leikmönnum eins og Ragnari Jónssyni sem var snillingur og svo náttúrulega Geira Hallsteins sem var séni,“ sagði Guðjón „Við höfum átt alveg gríðarlega mikið af öflugum leikmönnum og þeir eru á leiðinni. Það eru að koma strákar upp sem ég held að eigi eftir að ná í allra fremstu röð,“ sagði Guðjón. Ofar í fréttinni má heyra allan þáttinn með Gaupa en hann ræðir árin með Bogdan eftir um 34 mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Handbolti Sportið í dag Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða