Fótbolti

Hörður spilaði í svekkjandi jafntefli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon í leik með CSKA.
Hörður Björgvin Magnússon í leik með CSKA. VÍSIR/GETTY

Hörður Björgvin Magnússon og félagar í CSKA Moskvu fóru illa að ráði sínu þegar liðið fékk Ural í heimsókn í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Ilya Shkurin kom CSKA yfir snemma leiks en gestirnir jöfnuðu fyrir leikhlé.

Pavel Pogrebnyak, framherji Ural, fékk tvö gul spjöld á fyrstu þremur mínútum síðari hálfleiks og var því sendur af velli.

Einum manni fleiri komust heimamenn í forystu þegar Nikola Vlasic skoraði með marki úr vítaspyrnu á 60.mínútu. Þeim tókst þó ekki að halda forystunni því Igor Kalinin jafnaði metin á 89.mínútu. Í uppbótartíma fékk Ilya Shkurin svo að líta rauða spjaldið og enduðu því bæði lið með 10 leikmenn innan vallar.

Lokatölur hins vegar 2-2 og dýrkeypt stig í súginn fyrir CSKA í toppbaráttunni en liðið er fjórum stigum á eftir toppliði Zenit.

Hörður lék allan leikinn fyrir CSKA en Arnór Sigurðsson sat allan tímann á bekknum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×