Veiking krónunnar styður við útflutning sjávarafurða Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2020 19:21 Gengisfall krónunnar á þessu ári jók tekjur af útflutningi í krónum talið en þær drógust saman um níu prósent í evrum. Kostnaður sjávarútvegsins er þó mestur í krónum. Vísir/ Vilhelm Verðmæti útflutnings íslenskra sjávarafurða hefur náð að halda í horfinu frá fyrra ári þrátt fyrir heimsfaraldur, miklar sveiflur á gengi krónunnar og loðnubrest. Framkvæmdastjór Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir þetta varnarsigur. Gengi íslensku krónunnar hefur veikst mikið frá upphafi kórónuveirufaraldursins og var veikast um miðjan nóvember. En undanfarnar vikur og daga hefur krónan styrkst mjög mikið aftur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir þessar sveiflur á genginu og faraldurinn sjálfur hafa haft mikil áhrif á stöðu sjávarútvegsins. Hann er með tekjurnar í erlendri mynt en stærsta hluta kostnaðarins í íslenskum krónum. „Þegar við höfum séð tölur ellefu mánaða af tólf finnst mér niðurstaðan vera að við getum sagt að við höfum unnið varnarsigur. Að það sé eitt prósent aukning verðmæta í krónum talið í útflutningi sjávarafurða er vel. Þetta er níu prósenta samdráttur í erlendri mynt sem er töluvert. Meiri samdráttur en var til dæmis þegar hér var sjómannaverkfall árið 2017,“ segir Heiðrún Lind. Heiðrún Lind Marteinsdóttir segir í raun aðdáunarvert að tekist hafi að auka útflutningsverðmæti sjávarafurða lítillega í krónum talið í heimsfaraldri og loðnubresti.Stöð 2/Sigurjón En á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs er heildar útflutningsverðmætið 247 milljarðar, var 243 milljarðar fyrir sömu mánuði í fyrra en á bláu línunni sést hvernig gengi krónunnar hefur þróast á sama tíma. Veiking krónunnar hefur vegið upp á móti minna magni í útflutingi aðallega vegna loðnubrests og lægra verði í erlendri mynt. „Á hverjum einasta degi hafa fyrirtæki þurft að grípa til einhverra aðgerða. Breyta sinni starfsemi. Það á við um alla virðiskeðjuna. Það eru veiðar, vinnsla, það er flutningur og sala. Allt hefur orðið fyrir áhrif af þessari kórónuveiru,“ segir Heiðrún Lind. Vegna algers hruns í útflutningi þjónustu, það er ferðaþjónustunni, hefur hlutfall sjávarútvegsins í útflutningi hækkað úr 19 prósentum í fyrra í 27 prósent á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs. Hefur hlutfallið ekki verið eins hátt síðan árið 2008. „Þannig að það að okkur hafi tekist að halda sjó í gegnum þetta er svo að segja aðdáunarvert,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Sjávarútvegur Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Tengdar fréttir Evran 12 krónum ódýrari en fyrir sex vikum Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst mikið undanfarna daga eftir mikla veikingu hennar gagnvart helstu gjaldmiðlum síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig kostar evran nú tólf krónum minna en í lok október. 8. desember 2020 19:31 Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. 8. desember 2020 15:01 Enn óvissa um mikilvægan fiskmarkað í Bretlandi Enn ríkir óvissa um stöðu útflutnings á íslenskum fiski til til Bretlands til langframa eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu um áramót. Bráðabirgðasamkomulag gildir fram á mitt næsta ár. 17. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Gengi íslensku krónunnar hefur veikst mikið frá upphafi kórónuveirufaraldursins og var veikast um miðjan nóvember. En undanfarnar vikur og daga hefur krónan styrkst mjög mikið aftur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir þessar sveiflur á genginu og faraldurinn sjálfur hafa haft mikil áhrif á stöðu sjávarútvegsins. Hann er með tekjurnar í erlendri mynt en stærsta hluta kostnaðarins í íslenskum krónum. „Þegar við höfum séð tölur ellefu mánaða af tólf finnst mér niðurstaðan vera að við getum sagt að við höfum unnið varnarsigur. Að það sé eitt prósent aukning verðmæta í krónum talið í útflutningi sjávarafurða er vel. Þetta er níu prósenta samdráttur í erlendri mynt sem er töluvert. Meiri samdráttur en var til dæmis þegar hér var sjómannaverkfall árið 2017,“ segir Heiðrún Lind. Heiðrún Lind Marteinsdóttir segir í raun aðdáunarvert að tekist hafi að auka útflutningsverðmæti sjávarafurða lítillega í krónum talið í heimsfaraldri og loðnubresti.Stöð 2/Sigurjón En á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs er heildar útflutningsverðmætið 247 milljarðar, var 243 milljarðar fyrir sömu mánuði í fyrra en á bláu línunni sést hvernig gengi krónunnar hefur þróast á sama tíma. Veiking krónunnar hefur vegið upp á móti minna magni í útflutingi aðallega vegna loðnubrests og lægra verði í erlendri mynt. „Á hverjum einasta degi hafa fyrirtæki þurft að grípa til einhverra aðgerða. Breyta sinni starfsemi. Það á við um alla virðiskeðjuna. Það eru veiðar, vinnsla, það er flutningur og sala. Allt hefur orðið fyrir áhrif af þessari kórónuveiru,“ segir Heiðrún Lind. Vegna algers hruns í útflutningi þjónustu, það er ferðaþjónustunni, hefur hlutfall sjávarútvegsins í útflutningi hækkað úr 19 prósentum í fyrra í 27 prósent á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs. Hefur hlutfallið ekki verið eins hátt síðan árið 2008. „Þannig að það að okkur hafi tekist að halda sjó í gegnum þetta er svo að segja aðdáunarvert,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Sjávarútvegur Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Tengdar fréttir Evran 12 krónum ódýrari en fyrir sex vikum Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst mikið undanfarna daga eftir mikla veikingu hennar gagnvart helstu gjaldmiðlum síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig kostar evran nú tólf krónum minna en í lok október. 8. desember 2020 19:31 Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. 8. desember 2020 15:01 Enn óvissa um mikilvægan fiskmarkað í Bretlandi Enn ríkir óvissa um stöðu útflutnings á íslenskum fiski til til Bretlands til langframa eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu um áramót. Bráðabirgðasamkomulag gildir fram á mitt næsta ár. 17. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Evran 12 krónum ódýrari en fyrir sex vikum Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst mikið undanfarna daga eftir mikla veikingu hennar gagnvart helstu gjaldmiðlum síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig kostar evran nú tólf krónum minna en í lok október. 8. desember 2020 19:31
Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. 8. desember 2020 15:01
Enn óvissa um mikilvægan fiskmarkað í Bretlandi Enn ríkir óvissa um stöðu útflutnings á íslenskum fiski til til Bretlands til langframa eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu um áramót. Bráðabirgðasamkomulag gildir fram á mitt næsta ár. 17. nóvember 2020 19:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?