Segir að Bale geti orðið Ferrari Tottenham-liðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. desember 2020 17:46 Aukaspyrna Gareths Bale skapaði fyrra mark Tottenham gegn Antwerpen. getty/Tottenham Hotspur FC Gareth Bale getur verið eins konar Ferrari Tottenham-liðsins. Þetta segir Owen Hargreaves, fyrrverandi landsliðsmaður Englands. José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur notað Bale sparlega síðan hann kom til liðsins frá Real Madrid. Bale átti þátt í fyrra marki Spurs gegn Antwerpen í Evrópudeildinni í gær en var í kjölfarið tekinn af velli. Tottenham vann leikinn, 2-0, og tryggði sér þar með efsta sætið í J-riðli. „Ef ég væri Gareth Bale væri ég ósáttur með að hafa verið tekinn út af. Ég er viss um að sjálfstraustið jókst eftir að hann tók aukaspyrnuna sem leiddi til marksins. Ég geri ráð fyrir að Mourinho hafi horft á fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik, fundist hann hafa séð nóg og aukaspyrnan hafi ekki breytt skoðun hans,“ sagði Jermaine Jenas, fyrrverandi leikmaður Tottenham, eftir leikinn í gær. Annar fyrrverandi leikmaður Tottenham, Glenn Hoddle, var ekkert sérstaklega hrifinn af frammistöðu Bales í leiknum í gær. „Ég hefði búist við að hann væri kominn lengra núna en hann virðist vera viðkvæmur og hikandi. Hann virðist enn vera óviss með líkama sinn og hefur ekki þessa hraðabreytingu. Hann er að nálgast hana en það er stór spurning hvort hann nær henni aftur,“ sagði Hoddle. Hargreaves var öllu jákvæðari í garð Bales en Jenas og Hoddle og segir að Walesverjinn geti skipt sköpum fyrir Tottenham. „Hann er enn að finna fjölina sína en hann sýnir samt hvað hann getur fært liðinu á einu augnabliki. Hann þarf að fá boltann oftar og ég held að það henti honum ekki að spila úti á kanti núna,“ sagði Hargreaves. „Faðir tími er ósigraður. Hann er kannski ekki eins kraftmikill og Formúlu 1 bíll en hann getur samt verið Ferrari eða eitthvað slíkt fyrir Tottenham.“ Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho: Ómögulegt að halda öllum leikmönnum ánægðum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, ráðlagði óánægðum leikmönnum sínum að drífa sig í heita sturtu. 11. desember 2020 09:30 Leicester og Tottenham unnu sína riðla en tap hjá Íslendingaliðinu Ensku liðin lentu ekki í miklum vandræðum í kvöld er sjötta og síðasta umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar kláraðist. Íslendingarnir í CSKA Moskvu voru hins vegar í tapliði. 10. desember 2020 21:53 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur notað Bale sparlega síðan hann kom til liðsins frá Real Madrid. Bale átti þátt í fyrra marki Spurs gegn Antwerpen í Evrópudeildinni í gær en var í kjölfarið tekinn af velli. Tottenham vann leikinn, 2-0, og tryggði sér þar með efsta sætið í J-riðli. „Ef ég væri Gareth Bale væri ég ósáttur með að hafa verið tekinn út af. Ég er viss um að sjálfstraustið jókst eftir að hann tók aukaspyrnuna sem leiddi til marksins. Ég geri ráð fyrir að Mourinho hafi horft á fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik, fundist hann hafa séð nóg og aukaspyrnan hafi ekki breytt skoðun hans,“ sagði Jermaine Jenas, fyrrverandi leikmaður Tottenham, eftir leikinn í gær. Annar fyrrverandi leikmaður Tottenham, Glenn Hoddle, var ekkert sérstaklega hrifinn af frammistöðu Bales í leiknum í gær. „Ég hefði búist við að hann væri kominn lengra núna en hann virðist vera viðkvæmur og hikandi. Hann virðist enn vera óviss með líkama sinn og hefur ekki þessa hraðabreytingu. Hann er að nálgast hana en það er stór spurning hvort hann nær henni aftur,“ sagði Hoddle. Hargreaves var öllu jákvæðari í garð Bales en Jenas og Hoddle og segir að Walesverjinn geti skipt sköpum fyrir Tottenham. „Hann er enn að finna fjölina sína en hann sýnir samt hvað hann getur fært liðinu á einu augnabliki. Hann þarf að fá boltann oftar og ég held að það henti honum ekki að spila úti á kanti núna,“ sagði Hargreaves. „Faðir tími er ósigraður. Hann er kannski ekki eins kraftmikill og Formúlu 1 bíll en hann getur samt verið Ferrari eða eitthvað slíkt fyrir Tottenham.“ Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho: Ómögulegt að halda öllum leikmönnum ánægðum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, ráðlagði óánægðum leikmönnum sínum að drífa sig í heita sturtu. 11. desember 2020 09:30 Leicester og Tottenham unnu sína riðla en tap hjá Íslendingaliðinu Ensku liðin lentu ekki í miklum vandræðum í kvöld er sjötta og síðasta umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar kláraðist. Íslendingarnir í CSKA Moskvu voru hins vegar í tapliði. 10. desember 2020 21:53 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Mourinho: Ómögulegt að halda öllum leikmönnum ánægðum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, ráðlagði óánægðum leikmönnum sínum að drífa sig í heita sturtu. 11. desember 2020 09:30
Leicester og Tottenham unnu sína riðla en tap hjá Íslendingaliðinu Ensku liðin lentu ekki í miklum vandræðum í kvöld er sjötta og síðasta umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar kláraðist. Íslendingarnir í CSKA Moskvu voru hins vegar í tapliði. 10. desember 2020 21:53