Segir að Bale geti orðið Ferrari Tottenham-liðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. desember 2020 17:46 Aukaspyrna Gareths Bale skapaði fyrra mark Tottenham gegn Antwerpen. getty/Tottenham Hotspur FC Gareth Bale getur verið eins konar Ferrari Tottenham-liðsins. Þetta segir Owen Hargreaves, fyrrverandi landsliðsmaður Englands. José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur notað Bale sparlega síðan hann kom til liðsins frá Real Madrid. Bale átti þátt í fyrra marki Spurs gegn Antwerpen í Evrópudeildinni í gær en var í kjölfarið tekinn af velli. Tottenham vann leikinn, 2-0, og tryggði sér þar með efsta sætið í J-riðli. „Ef ég væri Gareth Bale væri ég ósáttur með að hafa verið tekinn út af. Ég er viss um að sjálfstraustið jókst eftir að hann tók aukaspyrnuna sem leiddi til marksins. Ég geri ráð fyrir að Mourinho hafi horft á fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik, fundist hann hafa séð nóg og aukaspyrnan hafi ekki breytt skoðun hans,“ sagði Jermaine Jenas, fyrrverandi leikmaður Tottenham, eftir leikinn í gær. Annar fyrrverandi leikmaður Tottenham, Glenn Hoddle, var ekkert sérstaklega hrifinn af frammistöðu Bales í leiknum í gær. „Ég hefði búist við að hann væri kominn lengra núna en hann virðist vera viðkvæmur og hikandi. Hann virðist enn vera óviss með líkama sinn og hefur ekki þessa hraðabreytingu. Hann er að nálgast hana en það er stór spurning hvort hann nær henni aftur,“ sagði Hoddle. Hargreaves var öllu jákvæðari í garð Bales en Jenas og Hoddle og segir að Walesverjinn geti skipt sköpum fyrir Tottenham. „Hann er enn að finna fjölina sína en hann sýnir samt hvað hann getur fært liðinu á einu augnabliki. Hann þarf að fá boltann oftar og ég held að það henti honum ekki að spila úti á kanti núna,“ sagði Hargreaves. „Faðir tími er ósigraður. Hann er kannski ekki eins kraftmikill og Formúlu 1 bíll en hann getur samt verið Ferrari eða eitthvað slíkt fyrir Tottenham.“ Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho: Ómögulegt að halda öllum leikmönnum ánægðum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, ráðlagði óánægðum leikmönnum sínum að drífa sig í heita sturtu. 11. desember 2020 09:30 Leicester og Tottenham unnu sína riðla en tap hjá Íslendingaliðinu Ensku liðin lentu ekki í miklum vandræðum í kvöld er sjötta og síðasta umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar kláraðist. Íslendingarnir í CSKA Moskvu voru hins vegar í tapliði. 10. desember 2020 21:53 Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Fleiri fréttir Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira
José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur notað Bale sparlega síðan hann kom til liðsins frá Real Madrid. Bale átti þátt í fyrra marki Spurs gegn Antwerpen í Evrópudeildinni í gær en var í kjölfarið tekinn af velli. Tottenham vann leikinn, 2-0, og tryggði sér þar með efsta sætið í J-riðli. „Ef ég væri Gareth Bale væri ég ósáttur með að hafa verið tekinn út af. Ég er viss um að sjálfstraustið jókst eftir að hann tók aukaspyrnuna sem leiddi til marksins. Ég geri ráð fyrir að Mourinho hafi horft á fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik, fundist hann hafa séð nóg og aukaspyrnan hafi ekki breytt skoðun hans,“ sagði Jermaine Jenas, fyrrverandi leikmaður Tottenham, eftir leikinn í gær. Annar fyrrverandi leikmaður Tottenham, Glenn Hoddle, var ekkert sérstaklega hrifinn af frammistöðu Bales í leiknum í gær. „Ég hefði búist við að hann væri kominn lengra núna en hann virðist vera viðkvæmur og hikandi. Hann virðist enn vera óviss með líkama sinn og hefur ekki þessa hraðabreytingu. Hann er að nálgast hana en það er stór spurning hvort hann nær henni aftur,“ sagði Hoddle. Hargreaves var öllu jákvæðari í garð Bales en Jenas og Hoddle og segir að Walesverjinn geti skipt sköpum fyrir Tottenham. „Hann er enn að finna fjölina sína en hann sýnir samt hvað hann getur fært liðinu á einu augnabliki. Hann þarf að fá boltann oftar og ég held að það henti honum ekki að spila úti á kanti núna,“ sagði Hargreaves. „Faðir tími er ósigraður. Hann er kannski ekki eins kraftmikill og Formúlu 1 bíll en hann getur samt verið Ferrari eða eitthvað slíkt fyrir Tottenham.“ Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho: Ómögulegt að halda öllum leikmönnum ánægðum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, ráðlagði óánægðum leikmönnum sínum að drífa sig í heita sturtu. 11. desember 2020 09:30 Leicester og Tottenham unnu sína riðla en tap hjá Íslendingaliðinu Ensku liðin lentu ekki í miklum vandræðum í kvöld er sjötta og síðasta umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar kláraðist. Íslendingarnir í CSKA Moskvu voru hins vegar í tapliði. 10. desember 2020 21:53 Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Fleiri fréttir Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira
Mourinho: Ómögulegt að halda öllum leikmönnum ánægðum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, ráðlagði óánægðum leikmönnum sínum að drífa sig í heita sturtu. 11. desember 2020 09:30
Leicester og Tottenham unnu sína riðla en tap hjá Íslendingaliðinu Ensku liðin lentu ekki í miklum vandræðum í kvöld er sjötta og síðasta umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar kláraðist. Íslendingarnir í CSKA Moskvu voru hins vegar í tapliði. 10. desember 2020 21:53