Anníe Mist: Síðustu fjórir mánuðir erfiðari en þeir fjórir síðustu á meðgöngunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2020 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir er ekki alveg á þeim stað sem hún hélt hún væri fyrir fjórum mánuðum. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir segir í nýjustu stöðuuppfærslu sinni að draumurinn að komast aftur á fullt eftir átta til tíu vikur hafi ekki alveg gengið eftir. „Hlutirnir fara stundum ekki alltaf alveg eins og þú býst við að þeir geri,“ byrjar íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir nýjasta pistil sinn. „Ég eignaðist fallega, heilbrigða dóttir fyrir fjórum mánuðum en ég á að vera alveg hreinskilin þá hafa þessir síðustu fjórir mánuðir verið erfiðari en þeir fjórir síðustu á meðgöngunni,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég hef verið íþróttakona alla mína æfi og það hvernig líkami minn stendur sig og lítur út hefur alltaf verið stór hluti af því hvernig ég skilgreini sjálfa mig,“ skrifaði Anníe Mist. „Breytingarnar sem urðu á meðgöngunni og í erfiðri fæðingu hafa verið mér meiri áskorun en ég bjóst við. Mínar væntingar voru að ég gæti verið komin til baka eftir átta til tíu vikur af því að koma mér hægt og róleg til baka. Frá því ætlaði ég síðan að fara byggja upp þol og styrk,“ skrifaði Anníe Mist. Freyja Mist, dóttir Anníe og Frederiks Ægidius, hélt upp á fjögurra mánaða afmæli sitt í dag. Anníe Mist er löngu byrjuð að æfa en það er ekkert grín að koma sér aftur til baka í ofurform CrossFit konunnar. „Þetta hefur allt gengið hægar hjá mér en það, í rétta hátt, en hægt. Við vitum öll að þú nærð árangri með því að vera stöðugur í þinni vinnu og trúa á ferlið. Sumir dagar eru hins vegar erfiðari en aðrir,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég þarf að einbeita mér að þeim hlutum sem ég hef stjórn á. Svefninn, endurhæfingin og mataræðið. Það er alltof auðvelt að sjá bara hversu þetta gengur hægt og gefast bara upp. Ég veit að ég verð að halda áfram í rétta átt og að góðir hlutir munu síðan gerast. 2021 verður enn betra ár en 2020,“ skrifaði Anníe Mist en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
„Hlutirnir fara stundum ekki alltaf alveg eins og þú býst við að þeir geri,“ byrjar íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir nýjasta pistil sinn. „Ég eignaðist fallega, heilbrigða dóttir fyrir fjórum mánuðum en ég á að vera alveg hreinskilin þá hafa þessir síðustu fjórir mánuðir verið erfiðari en þeir fjórir síðustu á meðgöngunni,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég hef verið íþróttakona alla mína æfi og það hvernig líkami minn stendur sig og lítur út hefur alltaf verið stór hluti af því hvernig ég skilgreini sjálfa mig,“ skrifaði Anníe Mist. „Breytingarnar sem urðu á meðgöngunni og í erfiðri fæðingu hafa verið mér meiri áskorun en ég bjóst við. Mínar væntingar voru að ég gæti verið komin til baka eftir átta til tíu vikur af því að koma mér hægt og róleg til baka. Frá því ætlaði ég síðan að fara byggja upp þol og styrk,“ skrifaði Anníe Mist. Freyja Mist, dóttir Anníe og Frederiks Ægidius, hélt upp á fjögurra mánaða afmæli sitt í dag. Anníe Mist er löngu byrjuð að æfa en það er ekkert grín að koma sér aftur til baka í ofurform CrossFit konunnar. „Þetta hefur allt gengið hægar hjá mér en það, í rétta hátt, en hægt. Við vitum öll að þú nærð árangri með því að vera stöðugur í þinni vinnu og trúa á ferlið. Sumir dagar eru hins vegar erfiðari en aðrir,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég þarf að einbeita mér að þeim hlutum sem ég hef stjórn á. Svefninn, endurhæfingin og mataræðið. Það er alltof auðvelt að sjá bara hversu þetta gengur hægt og gefast bara upp. Ég veit að ég verð að halda áfram í rétta átt og að góðir hlutir munu síðan gerast. 2021 verður enn betra ár en 2020,“ skrifaði Anníe Mist en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira