Anníe Mist: Síðustu fjórir mánuðir erfiðari en þeir fjórir síðustu á meðgöngunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2020 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir er ekki alveg á þeim stað sem hún hélt hún væri fyrir fjórum mánuðum. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir segir í nýjustu stöðuuppfærslu sinni að draumurinn að komast aftur á fullt eftir átta til tíu vikur hafi ekki alveg gengið eftir. „Hlutirnir fara stundum ekki alltaf alveg eins og þú býst við að þeir geri,“ byrjar íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir nýjasta pistil sinn. „Ég eignaðist fallega, heilbrigða dóttir fyrir fjórum mánuðum en ég á að vera alveg hreinskilin þá hafa þessir síðustu fjórir mánuðir verið erfiðari en þeir fjórir síðustu á meðgöngunni,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég hef verið íþróttakona alla mína æfi og það hvernig líkami minn stendur sig og lítur út hefur alltaf verið stór hluti af því hvernig ég skilgreini sjálfa mig,“ skrifaði Anníe Mist. „Breytingarnar sem urðu á meðgöngunni og í erfiðri fæðingu hafa verið mér meiri áskorun en ég bjóst við. Mínar væntingar voru að ég gæti verið komin til baka eftir átta til tíu vikur af því að koma mér hægt og róleg til baka. Frá því ætlaði ég síðan að fara byggja upp þol og styrk,“ skrifaði Anníe Mist. Freyja Mist, dóttir Anníe og Frederiks Ægidius, hélt upp á fjögurra mánaða afmæli sitt í dag. Anníe Mist er löngu byrjuð að æfa en það er ekkert grín að koma sér aftur til baka í ofurform CrossFit konunnar. „Þetta hefur allt gengið hægar hjá mér en það, í rétta hátt, en hægt. Við vitum öll að þú nærð árangri með því að vera stöðugur í þinni vinnu og trúa á ferlið. Sumir dagar eru hins vegar erfiðari en aðrir,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég þarf að einbeita mér að þeim hlutum sem ég hef stjórn á. Svefninn, endurhæfingin og mataræðið. Það er alltof auðvelt að sjá bara hversu þetta gengur hægt og gefast bara upp. Ég veit að ég verð að halda áfram í rétta átt og að góðir hlutir munu síðan gerast. 2021 verður enn betra ár en 2020,“ skrifaði Anníe Mist en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
„Hlutirnir fara stundum ekki alltaf alveg eins og þú býst við að þeir geri,“ byrjar íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir nýjasta pistil sinn. „Ég eignaðist fallega, heilbrigða dóttir fyrir fjórum mánuðum en ég á að vera alveg hreinskilin þá hafa þessir síðustu fjórir mánuðir verið erfiðari en þeir fjórir síðustu á meðgöngunni,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég hef verið íþróttakona alla mína æfi og það hvernig líkami minn stendur sig og lítur út hefur alltaf verið stór hluti af því hvernig ég skilgreini sjálfa mig,“ skrifaði Anníe Mist. „Breytingarnar sem urðu á meðgöngunni og í erfiðri fæðingu hafa verið mér meiri áskorun en ég bjóst við. Mínar væntingar voru að ég gæti verið komin til baka eftir átta til tíu vikur af því að koma mér hægt og róleg til baka. Frá því ætlaði ég síðan að fara byggja upp þol og styrk,“ skrifaði Anníe Mist. Freyja Mist, dóttir Anníe og Frederiks Ægidius, hélt upp á fjögurra mánaða afmæli sitt í dag. Anníe Mist er löngu byrjuð að æfa en það er ekkert grín að koma sér aftur til baka í ofurform CrossFit konunnar. „Þetta hefur allt gengið hægar hjá mér en það, í rétta hátt, en hægt. Við vitum öll að þú nærð árangri með því að vera stöðugur í þinni vinnu og trúa á ferlið. Sumir dagar eru hins vegar erfiðari en aðrir,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég þarf að einbeita mér að þeim hlutum sem ég hef stjórn á. Svefninn, endurhæfingin og mataræðið. Það er alltof auðvelt að sjá bara hversu þetta gengur hægt og gefast bara upp. Ég veit að ég verð að halda áfram í rétta átt og að góðir hlutir munu síðan gerast. 2021 verður enn betra ár en 2020,“ skrifaði Anníe Mist en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira