Segir dóttur sína vera talsverður Íslendingur í sér og ekta víkingur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2020 08:30 Kristín Þorleifsdóttir í leik með sænska landsliðinu á Evrópumótinu. Getty/Jan Christensen Við Íslendingar teljum okkur eiga aðeins í skyttu sænska handboltalandsliðsins sem er nú í stóru hlutverki á Evrópumóti kvenna í handbolta. Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson er að þjálfa norska landsliðið á EM í handbolta eins og svo oft áður en það er annar þátttakandi í mótinu með mjög sterk Íslandstengsl. Kristín Þorleifsdóttir, stórskytta hjá Svíum, er fædd og uppalin í Svíþjóð en hún á íslenska foreldra. Kristín æfði með yngri landsliðum Íslands á sínum tíma en ákvað að velja sænska landsliðið. Sigrún Andrésdóttir er móðir Kristínar en hún hefur búið í Svíþjóð í meira en fjörutíu ár. Vísir fékk að forvitnaðist aðeins um Íslandsættuðu stórskyttuna hjá móður hennar. Faðir hennar var i handbolta hjá Val „Ég flutti út þegar ég fór í nám 1979 en hitti Þorleif þegar ég kom til Íslands í heimsókn. Hann kom með mér síðan út til Svíþjóðar árið 1983,“ sagði Sigrún Andrésdóttir. Hún hefur ekki verið í íþróttum en faðir Kristínar, Þorleifur Sigurjónsson, var íþróttamaður hjá Val. „Ég hef ekki verið í íþróttum en Leifur var í ýmsum íþróttum þar á meðal handbolta,“ segir Sigrún. Kristín Þorleifsdóttir er 22 ára gömul og hefur alltaf verið mikil íþróttakona. „Hún hefur alltaf verið dugleg í íþróttum. Hún byrjaði í fótbolta þegar hún var fimm til sex ára og spilaði með strákaliði bróður síns sem er tveimur árum eldri. Við bjuggum í sveit norður af Stokkhólmi svo það var ekkert stelpulið þar,“ segir Sigrún. Kristín Þorleifsdóttir er mikil skytta eins og hún sýndi á móti Rússum.Getty/Jan Christensen Sigrún segir að lykilatriði fyrir handboltaferil dóttur sinnar hafi verið þegar þau fluttu í lítinn bæ sem heitir Rimbo en þetta er mikill handboltabær. „Þar var mikill áhugi var á handbolta og þar vaknaði áhuginn hjá henni. Hún fór síðan í framhaldsnám í Märsta handboltadeild og spilaði síðan með Skånela. Þær urðu sænskir meistarar og Kristín var kosin besti leikmaður mótsins. Hún spilaði með Upplandsliðinu og eftir það var hún kosin í úrvalsliðið,“ segir Sigrún. Eldri bróðir hennar fékk samning hjá liði Henrik Larsson Kristín á fleiri systkini. „Við eigum fjögur börn. Sá elsti er Andrés, sem er fæddur árið 1988, spilaði fótbolta með AIK í Stokkhólmi. Hann fékk samning hjá Falkenberg þegar Henrik Larsson var þjálfari liðsins. Því miður varð Andrés að hætta vegna meiðsla,“ segir Sigrún. „Ég hef alltaf reynt að heimsækja Ísland og síðustu árin hefur það verið einu sinni á ári. Leifur hefur ekki verið eins duglegur og börnin mjög sjaldan,“ segir Sigrún um Íslandstengingu fjölskyldunnar en dóttir hennar hefur sterka tengingu við Ísland. Með föst skot „Kristín er talsverður Íslendingur í sér og er stolt af því. Henni var boðið að koma í íslenska landsliðið áður en henni var boðið að spila með því sænska. Þá hefði hún ekki getað spilað í sænska landsliðinu í þrjú ár svo hún afþakkað boðið. Hún vildi heldur spila í sænska,“ segir Sigrún. Aðspurð um kosti dóttur sinnar inn á handboltavellinum. „Hún er stór og sterk. Ekta víkingur og með föst skot,“ segir Sigrún og talar um að Kristín sé með með ‚Vinnarhaus' eða hugarfar sigurvegarans. „Ég var mjög stolt þegar dóttirin spilaði og gerði sex mörk á móti Rússlandi. Hún er bara 22 ára og kemur til með að standa sig vel ef það verða ekki mikil meiðsli sem stoppa það,“ segir Sigrún. EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson er að þjálfa norska landsliðið á EM í handbolta eins og svo oft áður en það er annar þátttakandi í mótinu með mjög sterk Íslandstengsl. Kristín Þorleifsdóttir, stórskytta hjá Svíum, er fædd og uppalin í Svíþjóð en hún á íslenska foreldra. Kristín æfði með yngri landsliðum Íslands á sínum tíma en ákvað að velja sænska landsliðið. Sigrún Andrésdóttir er móðir Kristínar en hún hefur búið í Svíþjóð í meira en fjörutíu ár. Vísir fékk að forvitnaðist aðeins um Íslandsættuðu stórskyttuna hjá móður hennar. Faðir hennar var i handbolta hjá Val „Ég flutti út þegar ég fór í nám 1979 en hitti Þorleif þegar ég kom til Íslands í heimsókn. Hann kom með mér síðan út til Svíþjóðar árið 1983,“ sagði Sigrún Andrésdóttir. Hún hefur ekki verið í íþróttum en faðir Kristínar, Þorleifur Sigurjónsson, var íþróttamaður hjá Val. „Ég hef ekki verið í íþróttum en Leifur var í ýmsum íþróttum þar á meðal handbolta,“ segir Sigrún. Kristín Þorleifsdóttir er 22 ára gömul og hefur alltaf verið mikil íþróttakona. „Hún hefur alltaf verið dugleg í íþróttum. Hún byrjaði í fótbolta þegar hún var fimm til sex ára og spilaði með strákaliði bróður síns sem er tveimur árum eldri. Við bjuggum í sveit norður af Stokkhólmi svo það var ekkert stelpulið þar,“ segir Sigrún. Kristín Þorleifsdóttir er mikil skytta eins og hún sýndi á móti Rússum.Getty/Jan Christensen Sigrún segir að lykilatriði fyrir handboltaferil dóttur sinnar hafi verið þegar þau fluttu í lítinn bæ sem heitir Rimbo en þetta er mikill handboltabær. „Þar var mikill áhugi var á handbolta og þar vaknaði áhuginn hjá henni. Hún fór síðan í framhaldsnám í Märsta handboltadeild og spilaði síðan með Skånela. Þær urðu sænskir meistarar og Kristín var kosin besti leikmaður mótsins. Hún spilaði með Upplandsliðinu og eftir það var hún kosin í úrvalsliðið,“ segir Sigrún. Eldri bróðir hennar fékk samning hjá liði Henrik Larsson Kristín á fleiri systkini. „Við eigum fjögur börn. Sá elsti er Andrés, sem er fæddur árið 1988, spilaði fótbolta með AIK í Stokkhólmi. Hann fékk samning hjá Falkenberg þegar Henrik Larsson var þjálfari liðsins. Því miður varð Andrés að hætta vegna meiðsla,“ segir Sigrún. „Ég hef alltaf reynt að heimsækja Ísland og síðustu árin hefur það verið einu sinni á ári. Leifur hefur ekki verið eins duglegur og börnin mjög sjaldan,“ segir Sigrún um Íslandstengingu fjölskyldunnar en dóttir hennar hefur sterka tengingu við Ísland. Með föst skot „Kristín er talsverður Íslendingur í sér og er stolt af því. Henni var boðið að koma í íslenska landsliðið áður en henni var boðið að spila með því sænska. Þá hefði hún ekki getað spilað í sænska landsliðinu í þrjú ár svo hún afþakkað boðið. Hún vildi heldur spila í sænska,“ segir Sigrún. Aðspurð um kosti dóttur sinnar inn á handboltavellinum. „Hún er stór og sterk. Ekta víkingur og með föst skot,“ segir Sigrún og talar um að Kristín sé með með ‚Vinnarhaus' eða hugarfar sigurvegarans. „Ég var mjög stolt þegar dóttirin spilaði og gerði sex mörk á móti Rússlandi. Hún er bara 22 ára og kemur til með að standa sig vel ef það verða ekki mikil meiðsli sem stoppa það,“ segir Sigrún.
EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti