„Við hlæjum svolítið oft að þessu tímabili“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. desember 2020 09:01 Klara Elias söngkona gefur út sína fyrstu sólóplötu í byrjun næsta árs. Eins og staðan er núna langar hana ekki að flytja aftur til Los Angeles. HI beauty Söngkonan Klara Elias var gestur í Snyrtiborðið með HI beauty. Klara er nýlega flutt aftur til Íslands eftir að búa í 11 ár í Los Angeles. Hún byrjaði snemma að syngja og hefur starfað við tónlist frá 18 ára aldri, þegar hljómsveitin NYLON var stofnuð. „Maður áttaði sig ekki á því þá hvað þetta var mikið og oft yfirþyrmandi, en að sjálfsögðu stórkostlegt líka að fá að byrja ferilinn sinn svona og svona snemma.“ Á þessum tíma var Klara nemandi í Verzlunarskóla Íslands og náði hún að ljúka stúdentsprófinu samhliða þessu ævintýri. Hún rifjaði upp eftirminnilegt atvik, þegar hún svaf yfir sig eftir erfiða lærdómsnótt þegar hún átti að mæta í viðtal í Ísland í bítið sem þá var einnig sýnt í sjónvarpi. „Ég hleyp inn í útsendingu og tek við gullplötu sem var verið að afhenda okkur í beinni útsendingu. Ég tek við gullplötunni og held á henni, fatta þá að ég er að verða of sein í próf. Ég fæ handklæði frá einhverjum sem vefur hana inn og Jónsi í Svörtum fötum skutlaði mér í skólann í stærðfræðipróf.“ Klara ræddi allt á milli himins og jarðar við þær Heiði Ósk og Ingunni Sig í þættinum Snyrtiborðið með HI beauty. Hún ræddi um Nylon árin, förðun, sínar uppáhalds snyrtivörur og sýndi svo hvað er í snyrtitöskunni sinni. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Snyrtiborðið - Klara Elias Hlæja að Charlies tímabilinu Þegar kemur að snyrtivörum þá skipta innihaldsefnin Klöru miklu máli. Förðunarstíllinn hefur þróast mikið í gegnum árin. Á NYLON árunum treysti hún á þann listamann sem hún sat í stólnum hjá. NYLON stelpubandið. Frá vinstri Emelía, Klara, Alma og Steinunn.Aðsend mynd Þegar þær Klara, Alma og Steinunn urðu að hljómsveitinni Charlies þá breyttist förðunin töluvert. „Við hlæjum svolítið oft að þessu tímabili, þá máluðum við okkur miklu, miklu meira. Við vorum djarfari í fatavali og rosalega mikið með gerviaugnhár.“ Charlies hljómsveitinn. Frá vinstri Alma, Klara og Steinunn.Aðsend mynd Klara segir að hún hafi lært á reynslunni að „less is more“ eins og sjá má á kynningarefninu fyrir sólóefnið sem hún hefur verið að gefa út síðustu vikur. Það er eitt sem er alltaf í snyrtitöskunni hjá Klöru og það er ákveðið glært varagloss. „Ég er búin að vera húkkt á þessu í þrjú ár.“ Heiður Ósk og Ingunn Sig eigendur Reykjavík Makeup School eru þáttastjórnendur Snyrtiborðsins með HI Beauty. Þær eru farðaðar með vörum frá YSL beauty, Urban Decay og Lancome. Þættirnir eru teknir upp í Reykjavík Makeup School og verða sýndir vikulega hér á Vísi. Instagram: @the_hibeauty Tíska og hönnun Förðun HI beauty Tónlist Tengdar fréttir „Erfiðustu sambandsslit sem ég hef farið í gegnum“ Klara Elias eða Klara Ósk Elíasdóttir gaf á miðnætti út sína aðra smáskífu sem ber nafnið Champagne. Lagið Champagne samdi Klara með Ölmu Guðmundsdóttur og danska pródúsentinum David „Dehiro“ Morup sem sá einnig um að útsetja. 17. nóvember 2020 08:01 Klara gefur út eigin tónlist: „Endaði með að gera heila plötu um þetta misheppnaða samband“ Söngkonan Klara Elíasdóttir gaf út nýtt lag í dag. Lagið Paralyzed gefur hún út undir nafninu Klara Elias og er myndbandið við lagið væntanlegt í kvöld. Þetta er fyrsta sólólag söngkonunnar og er plata væntanleg frá henni á næstu mánuðum. 7. október 2020 09:16 „Þegar ég byrjaði að mála mig í dragi vissi ég ekkert hvað ég var að gera" „Þetta breytti öllu,“ segir dragdrottningin Gógó Starr um sína fyrstu reynslu af förðunarvörum. Fyrsta varan sem Gógó prófaði var hyljari, sem kom sér vel í að fela bólur og bauga. 5. desember 2020 10:31 „Ég lita alltaf hárið á mér sjálf“ Svala Björgvins er fyrsti gestur Heiðar Óskar og Ingunnar Sig í þáttunum Snyrtiborðið með HI beauty og ræddi þar um allt á milli himins og jarðar tengt förðun, húðumhyrðu, hárinu og snyrtivörum og auðvitað tónlistinni líka. 25. nóvember 2020 08:32 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Maður áttaði sig ekki á því þá hvað þetta var mikið og oft yfirþyrmandi, en að sjálfsögðu stórkostlegt líka að fá að byrja ferilinn sinn svona og svona snemma.“ Á þessum tíma var Klara nemandi í Verzlunarskóla Íslands og náði hún að ljúka stúdentsprófinu samhliða þessu ævintýri. Hún rifjaði upp eftirminnilegt atvik, þegar hún svaf yfir sig eftir erfiða lærdómsnótt þegar hún átti að mæta í viðtal í Ísland í bítið sem þá var einnig sýnt í sjónvarpi. „Ég hleyp inn í útsendingu og tek við gullplötu sem var verið að afhenda okkur í beinni útsendingu. Ég tek við gullplötunni og held á henni, fatta þá að ég er að verða of sein í próf. Ég fæ handklæði frá einhverjum sem vefur hana inn og Jónsi í Svörtum fötum skutlaði mér í skólann í stærðfræðipróf.“ Klara ræddi allt á milli himins og jarðar við þær Heiði Ósk og Ingunni Sig í þættinum Snyrtiborðið með HI beauty. Hún ræddi um Nylon árin, förðun, sínar uppáhalds snyrtivörur og sýndi svo hvað er í snyrtitöskunni sinni. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Snyrtiborðið - Klara Elias Hlæja að Charlies tímabilinu Þegar kemur að snyrtivörum þá skipta innihaldsefnin Klöru miklu máli. Förðunarstíllinn hefur þróast mikið í gegnum árin. Á NYLON árunum treysti hún á þann listamann sem hún sat í stólnum hjá. NYLON stelpubandið. Frá vinstri Emelía, Klara, Alma og Steinunn.Aðsend mynd Þegar þær Klara, Alma og Steinunn urðu að hljómsveitinni Charlies þá breyttist förðunin töluvert. „Við hlæjum svolítið oft að þessu tímabili, þá máluðum við okkur miklu, miklu meira. Við vorum djarfari í fatavali og rosalega mikið með gerviaugnhár.“ Charlies hljómsveitinn. Frá vinstri Alma, Klara og Steinunn.Aðsend mynd Klara segir að hún hafi lært á reynslunni að „less is more“ eins og sjá má á kynningarefninu fyrir sólóefnið sem hún hefur verið að gefa út síðustu vikur. Það er eitt sem er alltaf í snyrtitöskunni hjá Klöru og það er ákveðið glært varagloss. „Ég er búin að vera húkkt á þessu í þrjú ár.“ Heiður Ósk og Ingunn Sig eigendur Reykjavík Makeup School eru þáttastjórnendur Snyrtiborðsins með HI Beauty. Þær eru farðaðar með vörum frá YSL beauty, Urban Decay og Lancome. Þættirnir eru teknir upp í Reykjavík Makeup School og verða sýndir vikulega hér á Vísi. Instagram: @the_hibeauty
Heiður Ósk og Ingunn Sig eigendur Reykjavík Makeup School eru þáttastjórnendur Snyrtiborðsins með HI Beauty. Þær eru farðaðar með vörum frá YSL beauty, Urban Decay og Lancome. Þættirnir eru teknir upp í Reykjavík Makeup School og verða sýndir vikulega hér á Vísi. Instagram: @the_hibeauty
Tíska og hönnun Förðun HI beauty Tónlist Tengdar fréttir „Erfiðustu sambandsslit sem ég hef farið í gegnum“ Klara Elias eða Klara Ósk Elíasdóttir gaf á miðnætti út sína aðra smáskífu sem ber nafnið Champagne. Lagið Champagne samdi Klara með Ölmu Guðmundsdóttur og danska pródúsentinum David „Dehiro“ Morup sem sá einnig um að útsetja. 17. nóvember 2020 08:01 Klara gefur út eigin tónlist: „Endaði með að gera heila plötu um þetta misheppnaða samband“ Söngkonan Klara Elíasdóttir gaf út nýtt lag í dag. Lagið Paralyzed gefur hún út undir nafninu Klara Elias og er myndbandið við lagið væntanlegt í kvöld. Þetta er fyrsta sólólag söngkonunnar og er plata væntanleg frá henni á næstu mánuðum. 7. október 2020 09:16 „Þegar ég byrjaði að mála mig í dragi vissi ég ekkert hvað ég var að gera" „Þetta breytti öllu,“ segir dragdrottningin Gógó Starr um sína fyrstu reynslu af förðunarvörum. Fyrsta varan sem Gógó prófaði var hyljari, sem kom sér vel í að fela bólur og bauga. 5. desember 2020 10:31 „Ég lita alltaf hárið á mér sjálf“ Svala Björgvins er fyrsti gestur Heiðar Óskar og Ingunnar Sig í þáttunum Snyrtiborðið með HI beauty og ræddi þar um allt á milli himins og jarðar tengt förðun, húðumhyrðu, hárinu og snyrtivörum og auðvitað tónlistinni líka. 25. nóvember 2020 08:32 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Erfiðustu sambandsslit sem ég hef farið í gegnum“ Klara Elias eða Klara Ósk Elíasdóttir gaf á miðnætti út sína aðra smáskífu sem ber nafnið Champagne. Lagið Champagne samdi Klara með Ölmu Guðmundsdóttur og danska pródúsentinum David „Dehiro“ Morup sem sá einnig um að útsetja. 17. nóvember 2020 08:01
Klara gefur út eigin tónlist: „Endaði með að gera heila plötu um þetta misheppnaða samband“ Söngkonan Klara Elíasdóttir gaf út nýtt lag í dag. Lagið Paralyzed gefur hún út undir nafninu Klara Elias og er myndbandið við lagið væntanlegt í kvöld. Þetta er fyrsta sólólag söngkonunnar og er plata væntanleg frá henni á næstu mánuðum. 7. október 2020 09:16
„Þegar ég byrjaði að mála mig í dragi vissi ég ekkert hvað ég var að gera" „Þetta breytti öllu,“ segir dragdrottningin Gógó Starr um sína fyrstu reynslu af förðunarvörum. Fyrsta varan sem Gógó prófaði var hyljari, sem kom sér vel í að fela bólur og bauga. 5. desember 2020 10:31
„Ég lita alltaf hárið á mér sjálf“ Svala Björgvins er fyrsti gestur Heiðar Óskar og Ingunnar Sig í þáttunum Snyrtiborðið með HI beauty og ræddi þar um allt á milli himins og jarðar tengt förðun, húðumhyrðu, hárinu og snyrtivörum og auðvitað tónlistinni líka. 25. nóvember 2020 08:32