Boris Johnson fer til Brussel vegna Brexit Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2020 21:25 Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Getty/WPA Pool Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fer til Brussel á morgun til þess að funda með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um Brexit. Erfiðlega hefur gengið hjá samningsnefndum Bretlands og Evrópusambandsins að komast að samkomulagi um nokkur meginmál í fríverslunarsamningi sem taka á gildi eftir að aðlögunartímabili Bretlands áður en það yfirgefur innri markað Evrópu lýkur þann 31. desember. Johnson og von der Leyen hafa verið beðin um að grípa inn í til þess að Bretland yfirgefi ekki innri markaðinn áður en samningar nást. Enn er deilt um nokkur meginatriði, þar á meðal fiskveiðiheimildir, samkeppnislög og eftirfylgni og eftirlit með samningnum. Leiðtogarnir munu ræða þessi mikilvægu mál á fundi sínum. Heimildamaður breska ríkisútvarpsins innan bresku ríkisstjórnarinnar segir að ríkisstjórnin þurfi að komast að pólitísku samkomulagi ef viðræðurnar munu halda áfram. Breska ríkisstjórnin þurfi að ræða hversu miklu megi fórna til þess að samningur náist í höfn. Þá sagði heimildamaður innan samningsnefndar Evrópusambandsins að það verði æ líklegra að ekkert samkomulag náist fyrir áramót. Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Flýgur til Brussel eftir að 90 mínútna símtal skilaði engu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fljúga til Brussel í vikunni til fundar við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í von um að viðskiptasamningar náist. Johnson og von der Leyen ræddu saman í 90 mínútur í síma í kvöld en án árangurs. 7. desember 2020 23:16 Verður áfall fyrir ESB gangi Bretland úr sambandinu án samnings Það verður áfall fyrir Evrópusambandið gangi Bretland úr sambandinu án samnings. Þetta segir sagnfræðingur sem telur líklegt að samningar náist. 6. desember 2020 18:57 Enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum Viðræðum Breta og Evrópusambandsins varðandi Brexit verður framhaldið á morgun. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu símleiðis í dag. 5. desember 2020 19:03 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira
Erfiðlega hefur gengið hjá samningsnefndum Bretlands og Evrópusambandsins að komast að samkomulagi um nokkur meginmál í fríverslunarsamningi sem taka á gildi eftir að aðlögunartímabili Bretlands áður en það yfirgefur innri markað Evrópu lýkur þann 31. desember. Johnson og von der Leyen hafa verið beðin um að grípa inn í til þess að Bretland yfirgefi ekki innri markaðinn áður en samningar nást. Enn er deilt um nokkur meginatriði, þar á meðal fiskveiðiheimildir, samkeppnislög og eftirfylgni og eftirlit með samningnum. Leiðtogarnir munu ræða þessi mikilvægu mál á fundi sínum. Heimildamaður breska ríkisútvarpsins innan bresku ríkisstjórnarinnar segir að ríkisstjórnin þurfi að komast að pólitísku samkomulagi ef viðræðurnar munu halda áfram. Breska ríkisstjórnin þurfi að ræða hversu miklu megi fórna til þess að samningur náist í höfn. Þá sagði heimildamaður innan samningsnefndar Evrópusambandsins að það verði æ líklegra að ekkert samkomulag náist fyrir áramót.
Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Flýgur til Brussel eftir að 90 mínútna símtal skilaði engu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fljúga til Brussel í vikunni til fundar við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í von um að viðskiptasamningar náist. Johnson og von der Leyen ræddu saman í 90 mínútur í síma í kvöld en án árangurs. 7. desember 2020 23:16 Verður áfall fyrir ESB gangi Bretland úr sambandinu án samnings Það verður áfall fyrir Evrópusambandið gangi Bretland úr sambandinu án samnings. Þetta segir sagnfræðingur sem telur líklegt að samningar náist. 6. desember 2020 18:57 Enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum Viðræðum Breta og Evrópusambandsins varðandi Brexit verður framhaldið á morgun. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu símleiðis í dag. 5. desember 2020 19:03 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira
Flýgur til Brussel eftir að 90 mínútna símtal skilaði engu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fljúga til Brussel í vikunni til fundar við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í von um að viðskiptasamningar náist. Johnson og von der Leyen ræddu saman í 90 mínútur í síma í kvöld en án árangurs. 7. desember 2020 23:16
Verður áfall fyrir ESB gangi Bretland úr sambandinu án samnings Það verður áfall fyrir Evrópusambandið gangi Bretland úr sambandinu án samnings. Þetta segir sagnfræðingur sem telur líklegt að samningar náist. 6. desember 2020 18:57
Enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum Viðræðum Breta og Evrópusambandsins varðandi Brexit verður framhaldið á morgun. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu símleiðis í dag. 5. desember 2020 19:03