Hinir nafnlausu fyrstir til að bræða stálið á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2020 16:30 Alex Smith hefur átt ótrúlega endurkomu í NFL-deildina eftir svakalegt fótbrot í leik í deildinni. AP/Barry Reeger) Pittsburgh Steelers tapaði fyrsta leiknum sínum á tímabilinu í NFL-deildinni í nótt en liðið var eina ósigraða lið deildarinnar fyrir leikinn. Pittsburgh Steelers liðið var búið að vinna ellefu fyrstu leiki sína í NFL-deildinni á tímabilinu þegar liðið tapaði 23-17 á heimavelli á móti Washington Football Team í gær. Pittsburgh Steelers komst í 14-0 í leiknum undir lok fyrri hálfleiks og var því í mjög góðum málum að landa tólfta sigrinum í röð. FINAL: @WashingtonNFL takes down the Steelers! #WashingtonFootball #WASvsPIT (by @Lexus) pic.twitter.com/04HoNbIdDY— NFL (@NFL) December 8, 2020 Þetta var aðeins í annað skiptið frá árinu 2004, eða þegar félagið fékk til sín leikstjórnandann Ben Roethlisberger, að Steelers liðið missti niður fjórtán stiga forystu í leik. Steelers var 17-10 yfir þegar fjórar mínútur voru eftir að leiknum en Washington vann lokamínúturnar 13-0 og síðustu sex stigin fóru á töfluna eftir tvö vallarmörk frá Dustin Hopkins. Alex Smith to Logan Thomas! #WashingtonFootball has tied the game with 9:09 remaining. : #WASvsPIT on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/aauV5qKucT pic.twitter.com/BjURHLahDn— NFL (@NFL) December 8, 2020 Ein besta sagan í NFL-deildinni á þessu tímabili er endurkoma leikstjórnandans Alex Smith eftir hrikalegt fótbrot sem ógnaði um tíma lífi hans. Alex Smith sýndi mikla þrautseigju með að koma til baka inn í NFL deildina. Smith tapaði fyrsta leiknum í byrjunarliðinu en hefur síðan leitt Washington liðið til sigurs í þremur leikjum í röð þar af á heimavöllum stórveldanna Dallas Cowboys og Pittsburgh Steelers í síðustu tveimur leikjum. FINAL: The @BuffaloBills improve to 9-3 on @JoshAllenQB's four TDs! #BillsMafia #BUFvsSF(by @Lexus) pic.twitter.com/AoX883l5sk— NFL (@NFL) December 8, 2020 Buffalo Bills er í góðum málum í Austurriðli Ameríkudeildarinnar eftir 34-24 sigur á San Francisco 49ers en 49ers á nú litla möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Josh Allen átti góðan leik í leikstjórnandanum hjá Bills og gaf fjórar snertimarkssendingar í leiknum. San Francisco 49ers gat ekki spilað á heimavelli sínum vegna sóttvarnarreglna og þurfti því að spila þennan leik í Glendale í Arizona. Í kvöld byrjar nýr íslenskur þáttur um NFL-deildina á sportinu sem hefur fengið nafnið Lokasóknin. Henry Birgir Gunnarsson mun þar fá góðan gest í heimsókn og fara yfir leiki helgarinnar í NFL-deildinni. Farið verður yfir allt það helsta sem gerðist í deildinni síðustu daga. Þátturinn er á Stöð 2 Sport 2 og hefst klukkan 18.55. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Sjá meira
Pittsburgh Steelers liðið var búið að vinna ellefu fyrstu leiki sína í NFL-deildinni á tímabilinu þegar liðið tapaði 23-17 á heimavelli á móti Washington Football Team í gær. Pittsburgh Steelers komst í 14-0 í leiknum undir lok fyrri hálfleiks og var því í mjög góðum málum að landa tólfta sigrinum í röð. FINAL: @WashingtonNFL takes down the Steelers! #WashingtonFootball #WASvsPIT (by @Lexus) pic.twitter.com/04HoNbIdDY— NFL (@NFL) December 8, 2020 Þetta var aðeins í annað skiptið frá árinu 2004, eða þegar félagið fékk til sín leikstjórnandann Ben Roethlisberger, að Steelers liðið missti niður fjórtán stiga forystu í leik. Steelers var 17-10 yfir þegar fjórar mínútur voru eftir að leiknum en Washington vann lokamínúturnar 13-0 og síðustu sex stigin fóru á töfluna eftir tvö vallarmörk frá Dustin Hopkins. Alex Smith to Logan Thomas! #WashingtonFootball has tied the game with 9:09 remaining. : #WASvsPIT on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/aauV5qKucT pic.twitter.com/BjURHLahDn— NFL (@NFL) December 8, 2020 Ein besta sagan í NFL-deildinni á þessu tímabili er endurkoma leikstjórnandans Alex Smith eftir hrikalegt fótbrot sem ógnaði um tíma lífi hans. Alex Smith sýndi mikla þrautseigju með að koma til baka inn í NFL deildina. Smith tapaði fyrsta leiknum í byrjunarliðinu en hefur síðan leitt Washington liðið til sigurs í þremur leikjum í röð þar af á heimavöllum stórveldanna Dallas Cowboys og Pittsburgh Steelers í síðustu tveimur leikjum. FINAL: The @BuffaloBills improve to 9-3 on @JoshAllenQB's four TDs! #BillsMafia #BUFvsSF(by @Lexus) pic.twitter.com/AoX883l5sk— NFL (@NFL) December 8, 2020 Buffalo Bills er í góðum málum í Austurriðli Ameríkudeildarinnar eftir 34-24 sigur á San Francisco 49ers en 49ers á nú litla möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Josh Allen átti góðan leik í leikstjórnandanum hjá Bills og gaf fjórar snertimarkssendingar í leiknum. San Francisco 49ers gat ekki spilað á heimavelli sínum vegna sóttvarnarreglna og þurfti því að spila þennan leik í Glendale í Arizona. Í kvöld byrjar nýr íslenskur þáttur um NFL-deildina á sportinu sem hefur fengið nafnið Lokasóknin. Henry Birgir Gunnarsson mun þar fá góðan gest í heimsókn og fara yfir leiki helgarinnar í NFL-deildinni. Farið verður yfir allt það helsta sem gerðist í deildinni síðustu daga. Þátturinn er á Stöð 2 Sport 2 og hefst klukkan 18.55. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Sjá meira