Hannes lék á als oddi og sækir hart að Kára Guffi Þorvaldsson skrifar 8. desember 2020 14:00 GTSIceland Sjöunda umferð GTS Iceland, íslensku mótaraðarinnar í Gran Turismo Sport (hermikappakstur), fór fram í vikunni, en keppt var í öllum þremur deildum dagana 1.-2. desember. Keppnisbraut vikunnar var hin ástralska Mount Panorama Motor Racing Circuit og keyrðu allar deildir á GT3 kappakstursbílum. Sjöunda umferð GTS Iceland, íslensku mótaraðarinnar í Gran Turismo Sport (hermikappakstur), fór fram í vikunni, en keppt var í öllum þremur deildum dagana 1.-2. desember. Keppnisbraut vikunnar var hin ástralska Mount Panorama Motor Racing Circuit og keyrðu allar deildir á GT3 kappakstursbílum. Hannes sækir hart að Kára í deild þeirra bestu Í efstu deild, Tier 1, var það Hannes Jóhannsson sem lék á als oddi. Hann læsti klónum í sinn þriðja ráspól í röð og fylgdi því eftir með sigri í keppninni. Þorsteinn Sveinsson var þó ekki langt undan, en hann kom í mark í öðru sæti, aðeins tæpum tveimur sekúndum á eftir Hannesi. Þriðja sætið féll í skaut Kára Þórissonar, en hann átti hraðasta hring í keppninni en það dugði ekki til. Með sigrinum er Hannes farinn að sækja á Kára í baráttunni á toppnum, en Halli Bjöss er ekki langt undan. Samtals munar 18 stigum frá 1.-3. sætis. Óttar tryggir sér sigur í Tier 2 deildinni Í Tier 2 deildinni var meistari krýndur. Óttar Örn Johnson hefur sýnt mikla yfirburði á tímabilinu og með öruggum sigri á Mount Panorama er hann búinn að innsigla 1. sætið á Vetrartímabilin þó svo ein umferð sé enn eftir. Hann hefur því unnið sér inn keppnisrétt í Tier 1 deildinni fyrir 2021-22 keppnistímabilið sem hefst næsta haust. Í öðru sæti endaði Ásgeir Snorrason og eftir harðan slag um þriðja sætið milli Birgis Júlíussonar og Arnars, þá hafði Birgir betur og endaði á verðlaunapalli. Í lokaumferðinni sem fer fram 15. desember munu Birgir og Arnar keppast um þriðja sætið á tímabilinu, en Ásgeir er í góðum málum og ólíklegt að hann tapi öðru sætinu. Eva María minnkar forskot Dimmi Í Tier 3 var það hún Eva María Knútsdóttir sem hélt uppteknum hætti og sigraði keppnina örugglega af ráspól. Dimmi Nikolov landaði öðru sæti og Ævar Valur Diego því þriðja. Eva og Dimmi eru í harðri keppni um toppsæti deildarinnar og munu úrslitin ráðast í lokaumferðinni þann 15. desember. Nánari umfjöllun um úrslit og stöðu leika í deildunum þremur má finna hér GTS Iceland er fyrsta og eina íslenska mótaröðin í Gran Turismo Sport og var jafnframt fyrsta skipulagða hermikappakstursmótaröðin á Íslandi þegar hún fór af stað í upphafi árs 2018 og allar keppnir úr Tier 1 deildinni eru í beinni á Stöð2 esport annan hvern miðvikudag. 8. umferð fer fram á Circuit de la Sarthe brautinni þann 16. desember klukkan 21:25. Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti
Sjöunda umferð GTS Iceland, íslensku mótaraðarinnar í Gran Turismo Sport (hermikappakstur), fór fram í vikunni, en keppt var í öllum þremur deildum dagana 1.-2. desember. Keppnisbraut vikunnar var hin ástralska Mount Panorama Motor Racing Circuit og keyrðu allar deildir á GT3 kappakstursbílum. Hannes sækir hart að Kára í deild þeirra bestu Í efstu deild, Tier 1, var það Hannes Jóhannsson sem lék á als oddi. Hann læsti klónum í sinn þriðja ráspól í röð og fylgdi því eftir með sigri í keppninni. Þorsteinn Sveinsson var þó ekki langt undan, en hann kom í mark í öðru sæti, aðeins tæpum tveimur sekúndum á eftir Hannesi. Þriðja sætið féll í skaut Kára Þórissonar, en hann átti hraðasta hring í keppninni en það dugði ekki til. Með sigrinum er Hannes farinn að sækja á Kára í baráttunni á toppnum, en Halli Bjöss er ekki langt undan. Samtals munar 18 stigum frá 1.-3. sætis. Óttar tryggir sér sigur í Tier 2 deildinni Í Tier 2 deildinni var meistari krýndur. Óttar Örn Johnson hefur sýnt mikla yfirburði á tímabilinu og með öruggum sigri á Mount Panorama er hann búinn að innsigla 1. sætið á Vetrartímabilin þó svo ein umferð sé enn eftir. Hann hefur því unnið sér inn keppnisrétt í Tier 1 deildinni fyrir 2021-22 keppnistímabilið sem hefst næsta haust. Í öðru sæti endaði Ásgeir Snorrason og eftir harðan slag um þriðja sætið milli Birgis Júlíussonar og Arnars, þá hafði Birgir betur og endaði á verðlaunapalli. Í lokaumferðinni sem fer fram 15. desember munu Birgir og Arnar keppast um þriðja sætið á tímabilinu, en Ásgeir er í góðum málum og ólíklegt að hann tapi öðru sætinu. Eva María minnkar forskot Dimmi Í Tier 3 var það hún Eva María Knútsdóttir sem hélt uppteknum hætti og sigraði keppnina örugglega af ráspól. Dimmi Nikolov landaði öðru sæti og Ævar Valur Diego því þriðja. Eva og Dimmi eru í harðri keppni um toppsæti deildarinnar og munu úrslitin ráðast í lokaumferðinni þann 15. desember. Nánari umfjöllun um úrslit og stöðu leika í deildunum þremur má finna hér GTS Iceland er fyrsta og eina íslenska mótaröðin í Gran Turismo Sport og var jafnframt fyrsta skipulagða hermikappakstursmótaröðin á Íslandi þegar hún fór af stað í upphafi árs 2018 og allar keppnir úr Tier 1 deildinni eru í beinni á Stöð2 esport annan hvern miðvikudag. 8. umferð fer fram á Circuit de la Sarthe brautinni þann 16. desember klukkan 21:25.
Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti