Allt að 250 þúsund Íslendingar þurfa bólusetningu Lillý Valgerður Pétursdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 7. desember 2020 19:30 Covid-sýnataka hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Heilsugæslan mun einnig halda utan um bólusetningar við veirunni þegar þar að kemur. Vísir/vilhelm Tvö hundruð og tuttugu til tvö hundruð og fimmtíu þúsund Íslendingar þurfa að fara í bólusetningu gegn kórónuveirunni til að bæla faraldurinn niður að mati sóttvarnalæknis. Hann segir engan verða skyldaðan til að fara í bólusetningu þó lykilatriði sé að sem flestir mæti. Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þeir voru allir í sóttkví. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta miðvikudegi. Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í tilslakanir sér í lagi nú þegar jólahátíðin er framundan. „Ég held við séum á svolítið viðkvæmum tíma, jafnvel þó við séum komin svona vel niður þá er það bara í tiltölulega stuttan tíma, við megum ekki gleyma því. Og það þarf ekki mikið til þess að þetta rjúki upp eins og við höfum séð áður. Hafandi í huga þá reynslu þá held ég að við þurfum að fara varlega og sérstaklega þegar við erum að líta fram á aðventuna og allt sem gerist þá, og jólin,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Þórólfur segir engan verða skyldaðan til að fara í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Lykilatriði er þó að fólk mæti. Sextíu til sjötíu prósent allra landsmanna þurfi að mæta í bólusetningu til að náað bæla faraldurinn niður. Íslendingar eru 364 þúsund í dag. Búið að er að ákveða að börn fjórtán ára og yngri verða ekki bólusett, nema í sérstökum tilfellum, en þau eru hátt í sjötíu þúsund eða tæp tuttugu prósent landsmanna. Flestir þeirra sem eru eldri en það þurfa því að fara í bólusetningu til að viðeigandi árangur náist en það eru 220 til 250 þúsund manns. Þórólfur hefur trú á því að Íslendingar fjölmenni í bólusetningu til að veiran hætti að stjórna lífi landsmanna. „Það hefur verið mjög góður vilji hér og almenningur, finnst mér, sér bólusetningar í réttu ljósi og ég vona að það haldi áfram.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Bretar mæla gegn bólusetningu ef þungun er fyrirhuguð innan þriggja mánaða Engar rannsóknaniðurstöður liggja fyrir um öryggi bóluefna gegn Covid-19 hjá þunguðum konum og því hafa bresk heilbrigðisyfirvöld ákveðið að bólusetja ekki þann hóp. 7. desember 2020 13:25 Mögulegt að bólusetja tugþúsundir á dag Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að ef nægt bóluefni gegn Covid-19 verður tiltækt hér á landi væri hægt að bólusetja alla þá sem það vilja á örfáum dögum. Mögulegt sé að bólusetja tugþúsundir einstaklinga á dag. 7. desember 2020 06:43 Óvissa um ferðaþjónustuna eftir bólusetningu Hagfræðingur segir að jákvæðar fréttir af bóluefni geti haft óbein áhrif á efnahagskerfið. Óvissa sé þó um hvað gerist í ferðaþjónustunni þegar búið er að bólusetja flestar þjóðir. 6. desember 2020 12:42 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Sjá meira
Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þeir voru allir í sóttkví. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta miðvikudegi. Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í tilslakanir sér í lagi nú þegar jólahátíðin er framundan. „Ég held við séum á svolítið viðkvæmum tíma, jafnvel þó við séum komin svona vel niður þá er það bara í tiltölulega stuttan tíma, við megum ekki gleyma því. Og það þarf ekki mikið til þess að þetta rjúki upp eins og við höfum séð áður. Hafandi í huga þá reynslu þá held ég að við þurfum að fara varlega og sérstaklega þegar við erum að líta fram á aðventuna og allt sem gerist þá, og jólin,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Þórólfur segir engan verða skyldaðan til að fara í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Lykilatriði er þó að fólk mæti. Sextíu til sjötíu prósent allra landsmanna þurfi að mæta í bólusetningu til að náað bæla faraldurinn niður. Íslendingar eru 364 þúsund í dag. Búið að er að ákveða að börn fjórtán ára og yngri verða ekki bólusett, nema í sérstökum tilfellum, en þau eru hátt í sjötíu þúsund eða tæp tuttugu prósent landsmanna. Flestir þeirra sem eru eldri en það þurfa því að fara í bólusetningu til að viðeigandi árangur náist en það eru 220 til 250 þúsund manns. Þórólfur hefur trú á því að Íslendingar fjölmenni í bólusetningu til að veiran hætti að stjórna lífi landsmanna. „Það hefur verið mjög góður vilji hér og almenningur, finnst mér, sér bólusetningar í réttu ljósi og ég vona að það haldi áfram.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Bretar mæla gegn bólusetningu ef þungun er fyrirhuguð innan þriggja mánaða Engar rannsóknaniðurstöður liggja fyrir um öryggi bóluefna gegn Covid-19 hjá þunguðum konum og því hafa bresk heilbrigðisyfirvöld ákveðið að bólusetja ekki þann hóp. 7. desember 2020 13:25 Mögulegt að bólusetja tugþúsundir á dag Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að ef nægt bóluefni gegn Covid-19 verður tiltækt hér á landi væri hægt að bólusetja alla þá sem það vilja á örfáum dögum. Mögulegt sé að bólusetja tugþúsundir einstaklinga á dag. 7. desember 2020 06:43 Óvissa um ferðaþjónustuna eftir bólusetningu Hagfræðingur segir að jákvæðar fréttir af bóluefni geti haft óbein áhrif á efnahagskerfið. Óvissa sé þó um hvað gerist í ferðaþjónustunni þegar búið er að bólusetja flestar þjóðir. 6. desember 2020 12:42 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Sjá meira
Bretar mæla gegn bólusetningu ef þungun er fyrirhuguð innan þriggja mánaða Engar rannsóknaniðurstöður liggja fyrir um öryggi bóluefna gegn Covid-19 hjá þunguðum konum og því hafa bresk heilbrigðisyfirvöld ákveðið að bólusetja ekki þann hóp. 7. desember 2020 13:25
Mögulegt að bólusetja tugþúsundir á dag Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að ef nægt bóluefni gegn Covid-19 verður tiltækt hér á landi væri hægt að bólusetja alla þá sem það vilja á örfáum dögum. Mögulegt sé að bólusetja tugþúsundir einstaklinga á dag. 7. desember 2020 06:43
Óvissa um ferðaþjónustuna eftir bólusetningu Hagfræðingur segir að jákvæðar fréttir af bóluefni geti haft óbein áhrif á efnahagskerfið. Óvissa sé þó um hvað gerist í ferðaþjónustunni þegar búið er að bólusetja flestar þjóðir. 6. desember 2020 12:42